Hætta á að Keflavíkurflugvöllur nái sér ekki á strik fyrr en 2021 Andri Eysteinsson skrifar 1. apríl 2020 20:33 Frá þöglum sölum Keflavíkurflugvallar í dag. Vísir/Egill A Keflavíkurflugvöllur er einn stærsti vinnustaður landsins en í kringum 9000 manns vinna á flugvellinum eða í störfum tengdum honum. Flugumferð í dag var með minnsta móti en öllu flugi sem átti að fara frá landinu í dag var frestað. Eingöngu tvær flugvélar lentu hér á landi í dag, öðru flugi var aflýst og ein flugvél er væntanleg seint í kvöld. Þar af leiðir að öll starfsemi á vellinum var í lágmarki í dag og ekkert var um að vera í byggingunni sem er alla jafnan er iðandi af lífi. Séu gögn frá Ferðamálastofu skoðuð sést að flugumferð hefur dregist verulega saman eftir því sem liðið hefur á mánuðinn. Tölurnar sýna brottfarir frá Íslandi og eftir því sem kórónuveirufaraldurinn hefur breitt úr sér hefur farþegunum um Keflavíkurflugvöll fækkað hratt. Í stað þess að vera talinn í hundruðum og þúsundum eru farþegarnir nú taldir í tugum. Dæmi er um að aðeins tveir farþegar hafi verið um borð í vél sem lenti hér á síðustu dögum. Keflavík, flug, flugvöllur, samgöngurFoto: HÞ Stærsti hluti starfsmanna flugvallarins býr í Reykjanesbæ en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er ótrúlega sérstakt að koma hérna inn í þetta hús sem iðar venjulega af lífi. Ég hef nú oft komið hingað í gegnum tíðina og ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta hálf óþægileg tilfinning,“ sagði Kjartan. „Það er allt lokað, ég sá einn öryggisvörð á gangi hér áðan en ég hef engan annan séð, það eru engir bílar hér fyrir utan. Þetta er með ólíkindum.“ Kjartan óttast að það taki langan tíma fyrir umferðina um Keflavíkurflugvöll að aukast á ný. „Við óttumst það [að ástandið vari lengi] en við vonum að þessi ljúki sem allra allra fyrst. Það er alveg viðbúið að þetta teygi sig eitthvað inn á sumarið og kannski haust. Þá hefur árstíðabundin flugumferð verið farin að minnka þannig að ef við missum sumartraffíkina alveg þá er því miður hætta á að flugvöllurinn nái sér ekki aftur á strik fyrr en 2021“ sagði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Fréttir af flugi Reykjanesbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur er einn stærsti vinnustaður landsins en í kringum 9000 manns vinna á flugvellinum eða í störfum tengdum honum. Flugumferð í dag var með minnsta móti en öllu flugi sem átti að fara frá landinu í dag var frestað. Eingöngu tvær flugvélar lentu hér á landi í dag, öðru flugi var aflýst og ein flugvél er væntanleg seint í kvöld. Þar af leiðir að öll starfsemi á vellinum var í lágmarki í dag og ekkert var um að vera í byggingunni sem er alla jafnan er iðandi af lífi. Séu gögn frá Ferðamálastofu skoðuð sést að flugumferð hefur dregist verulega saman eftir því sem liðið hefur á mánuðinn. Tölurnar sýna brottfarir frá Íslandi og eftir því sem kórónuveirufaraldurinn hefur breitt úr sér hefur farþegunum um Keflavíkurflugvöll fækkað hratt. Í stað þess að vera talinn í hundruðum og þúsundum eru farþegarnir nú taldir í tugum. Dæmi er um að aðeins tveir farþegar hafi verið um borð í vél sem lenti hér á síðustu dögum. Keflavík, flug, flugvöllur, samgöngurFoto: HÞ Stærsti hluti starfsmanna flugvallarins býr í Reykjanesbæ en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er ótrúlega sérstakt að koma hérna inn í þetta hús sem iðar venjulega af lífi. Ég hef nú oft komið hingað í gegnum tíðina og ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta hálf óþægileg tilfinning,“ sagði Kjartan. „Það er allt lokað, ég sá einn öryggisvörð á gangi hér áðan en ég hef engan annan séð, það eru engir bílar hér fyrir utan. Þetta er með ólíkindum.“ Kjartan óttast að það taki langan tíma fyrir umferðina um Keflavíkurflugvöll að aukast á ný. „Við óttumst það [að ástandið vari lengi] en við vonum að þessi ljúki sem allra allra fyrst. Það er alveg viðbúið að þetta teygi sig eitthvað inn á sumarið og kannski haust. Þá hefur árstíðabundin flugumferð verið farin að minnka þannig að ef við missum sumartraffíkina alveg þá er því miður hætta á að flugvöllurinn nái sér ekki aftur á strik fyrr en 2021“ sagði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Fréttir af flugi Reykjanesbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira