Nýsköpun: Viðskiptavinir geta séð hvað bankarnir gera við peningana Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. mars 2020 10:30 Vísir/Getty Launin okkar eru lögð inn á bankareikning, við geymum sparnaðinn okkar þar og við fáum lánað. Við endurgreiðum síðan bönkunum okkar lánið með vöxtum. Í sinni einföldustu mynd gætu flestir lýst bankaviðskiptunum sínum svona. Alls staðar keppast bankar síðan við að skapa sér jákvæða ásýnd þannig að viðskiptavinir velji þá umfram aðra banka. En nú er kominn enn eitt vinkillinn fyrir viðskiptavini banka í Bandaríkjunum og það er að velja viðskiptabanka sem fellur best að þeirra eigin gildum og lífsviðhorfum. Vefsíðan Mighty Deposits er hönnuð með gagnsæi banka að leiðarljósi. Gagnsæið felst þá í því að Mighty Deposits safnar saman og vinnur úr gögnum banka um fjárfestingar, fjárútlát og lánveitingar þeirra. Neytendur geta nálgast þessar upplýsingar með því að skrá sig á síðuna og óska eftir upplýsingum um þá banka sem þeir vilja skoða. Þá geta neytendur jafnframt valið stikkorð til að leita að bönkum sem fá hæstu einkunn miðað við þau atriði sem fólki finnst skipta mestu máli. Tökum JP Morgan Chase bankan sem dæmi. Samkvæmt upplýsingum Mighty Deposit nýtir JP Morgan 15% af fjármagni sínu í útlán fasteignakaupa sem er 11% minna en aðrir bankar gera að meðaltali. Sömuleiðis nýtir bankinn 1% af fjármagni sínu í útlán fyrir smærri fyrirtæki sem eru 80% minna en bankar gera að meðaltali. Með þessum upplýsingum er neytendum ætlað að geta mátað sig við bankann miðað við þeirra eigin áherslur eða skoðanir. Að sögn forsvarsmanna Mighty Deposit varð hugmyndin að vefsíðunni til í kjölfar bankahneykslis Wells Fargo hér um árið en tekið skal fram að bandarískum bönkum er gert að skila inn umbeðnum upplýsingum samkvæmt lögum. Þannig segir Megan Hryndza, stofnandi vefsíðunnar, að þótt sagan sýni að fólk yfirgefi oft banka í kjölfar hneykslismála sé það almennt gott fyrir neytendur að vera upplýstir um það hvernig viðskiptin þeirra skila sér inn í samfélagið. Nýsköpun Neytendur Fjármál Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Launin okkar eru lögð inn á bankareikning, við geymum sparnaðinn okkar þar og við fáum lánað. Við endurgreiðum síðan bönkunum okkar lánið með vöxtum. Í sinni einföldustu mynd gætu flestir lýst bankaviðskiptunum sínum svona. Alls staðar keppast bankar síðan við að skapa sér jákvæða ásýnd þannig að viðskiptavinir velji þá umfram aðra banka. En nú er kominn enn eitt vinkillinn fyrir viðskiptavini banka í Bandaríkjunum og það er að velja viðskiptabanka sem fellur best að þeirra eigin gildum og lífsviðhorfum. Vefsíðan Mighty Deposits er hönnuð með gagnsæi banka að leiðarljósi. Gagnsæið felst þá í því að Mighty Deposits safnar saman og vinnur úr gögnum banka um fjárfestingar, fjárútlát og lánveitingar þeirra. Neytendur geta nálgast þessar upplýsingar með því að skrá sig á síðuna og óska eftir upplýsingum um þá banka sem þeir vilja skoða. Þá geta neytendur jafnframt valið stikkorð til að leita að bönkum sem fá hæstu einkunn miðað við þau atriði sem fólki finnst skipta mestu máli. Tökum JP Morgan Chase bankan sem dæmi. Samkvæmt upplýsingum Mighty Deposit nýtir JP Morgan 15% af fjármagni sínu í útlán fasteignakaupa sem er 11% minna en aðrir bankar gera að meðaltali. Sömuleiðis nýtir bankinn 1% af fjármagni sínu í útlán fyrir smærri fyrirtæki sem eru 80% minna en bankar gera að meðaltali. Með þessum upplýsingum er neytendum ætlað að geta mátað sig við bankann miðað við þeirra eigin áherslur eða skoðanir. Að sögn forsvarsmanna Mighty Deposit varð hugmyndin að vefsíðunni til í kjölfar bankahneykslis Wells Fargo hér um árið en tekið skal fram að bandarískum bönkum er gert að skila inn umbeðnum upplýsingum samkvæmt lögum. Þannig segir Megan Hryndza, stofnandi vefsíðunnar, að þótt sagan sýni að fólk yfirgefi oft banka í kjölfar hneykslismála sé það almennt gott fyrir neytendur að vera upplýstir um það hvernig viðskiptin þeirra skila sér inn í samfélagið.
Nýsköpun Neytendur Fjármál Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira