Sumarstarf á vegum KFUM og KFUK mun fara fram með óbreyttu sniði í sumar. Því verða sumarbúðir og leikjanámskeið á vegum KFUM og KFUK með sama sniði og áður. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins.
Unnið er að því að skerpa allt verklega í sumarbúðum félagsins þegar kemur að þrifum og sóttvörnum. Þá er einnig tekið fram að farið verði sérstaklega yfir vinnuferla starfsfólks til að virða reglur og tilmæli sem verða í gildi í sumar.
Nánari upplýsingar um verklega og verkferla verða birtar þegar nær dregur sumri. Þá er einnig tekið fram að tilkynningin sé birt með fyrirvara um frekari aðgerðir stjórnvalda.