Borgarstjóri vill ræða götulokanir til að tryggja tveggja metra regluna Andri Eysteinsson skrifar 25. apríl 2020 22:05 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur ætlar að ræða hugsanlegar götulokanir við Almannavarnir og Sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er að loka fyrir bílaumferð í miðbænum til þess að tryggja það að hægt verði að fylgja tveggja metra reglunni. Borgarstjóri segist munu ræða málið við almannavarnir og sóttvarnalækni. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, svaraði í dag fyrirspurn sem honum barst í gegnum Twitter. Sneri fyrirspurnin að því hvort mögulega væri unnt að loka fyrir bílaumferð um götur miðbæjarins. Það var PAKKAÐ af fólki niðri í bæ í dag. Enginn gat virt 2 metra regluna af því allar götur miðbæjarins voru opnar. Nú eru #göngugötur mikilvægari en nokkru sinni, ekki satt @Dagurb @SigurborgOsk og @reykjavik ?— Kristján Hrannar (@KristjanHrannar) April 25, 2020 Twitter notandinn Kristján Hrannar beindi spurningunni að þeim Degi og Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur formanns Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Sagði Kristján í færslu sinni að „pakkað væri af fólki niðri í bæ í dag.“ Velti hann því hugsanlegum lokunum því fyrir sér. Dagur svaraði fyrirspurninni á þá leið að hún væri eðlileg og benti á að margar borgir hefðu lokað fyrir bílaumferð á götum að undanförnu til þess að gangandi vegfarendur gæti fylgt tveggja metra reglu sóttvarnayfirvalda. Takk! Mjög eðlilegar ábendingar og áhyggjur - og margar borgir sem hafa lokað fyrir bílaumferð á fjölmörgum götum að undanförnu til að gangandi geti virt 2 metra regluna. Tek upp við Þórólf sóttvarnarlækni og @VidirReynisson hjá almannavörnum eftir helgi.— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) April 25, 2020 Kvaðst Dagur þá ætla að ræða málið við Sóttvarnalækni, Þórólf Guðnason og Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra eftir helgina. Reykjavík Skipulag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Borgarstjórn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Til skoðunar er að loka fyrir bílaumferð í miðbænum til þess að tryggja það að hægt verði að fylgja tveggja metra reglunni. Borgarstjóri segist munu ræða málið við almannavarnir og sóttvarnalækni. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, svaraði í dag fyrirspurn sem honum barst í gegnum Twitter. Sneri fyrirspurnin að því hvort mögulega væri unnt að loka fyrir bílaumferð um götur miðbæjarins. Það var PAKKAÐ af fólki niðri í bæ í dag. Enginn gat virt 2 metra regluna af því allar götur miðbæjarins voru opnar. Nú eru #göngugötur mikilvægari en nokkru sinni, ekki satt @Dagurb @SigurborgOsk og @reykjavik ?— Kristján Hrannar (@KristjanHrannar) April 25, 2020 Twitter notandinn Kristján Hrannar beindi spurningunni að þeim Degi og Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur formanns Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Sagði Kristján í færslu sinni að „pakkað væri af fólki niðri í bæ í dag.“ Velti hann því hugsanlegum lokunum því fyrir sér. Dagur svaraði fyrirspurninni á þá leið að hún væri eðlileg og benti á að margar borgir hefðu lokað fyrir bílaumferð á götum að undanförnu til þess að gangandi vegfarendur gæti fylgt tveggja metra reglu sóttvarnayfirvalda. Takk! Mjög eðlilegar ábendingar og áhyggjur - og margar borgir sem hafa lokað fyrir bílaumferð á fjölmörgum götum að undanförnu til að gangandi geti virt 2 metra regluna. Tek upp við Þórólf sóttvarnarlækni og @VidirReynisson hjá almannavörnum eftir helgi.— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) April 25, 2020 Kvaðst Dagur þá ætla að ræða málið við Sóttvarnalækni, Þórólf Guðnason og Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra eftir helgina.
Reykjavík Skipulag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Borgarstjórn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira