Sagði Ronaldo að hann væri hataður og uppskar hlátur Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2020 07:00 Paulo Dybala og Cristiano Ronaldo fagna marki saman. VÍSIR/GETTY Paulo Dybala er einn fárra sem spilað hafa í liði bæði með Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Argentínumaðurinn ber Ronaldo vel söguna í nýlegu viðtali. Dybala, sem hefur leikið með Messi í argentínska landsliðinu, hefur nú verið liðsfélagi Ronaldos hjá Juventus í tæp tvö ár og segir Portúgalann hafa komið sér notalega á óvart. „Þegar hann kom til Juventus voru væntingarnar miklar enda höfðum við fallið úr leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni og það voru nokkur rifrildi í því einvígi, þar á meðal við hann. En hann er frábær náungi, mjög vinalegur innan sem utan vallar, og alltaf til í að spjalla og hlusta sömuleiðis. Það kom mér svolítið á óvart því að stundum, þegar um svona merkilega leikmenn er að ræða, þá eru þeir ekki þannig,“ sagði Dybala í viðtali sem knattspyrnusamband Argentínu birti. Hann rifjaði upp skemmtilega sögu: „Við vorum einu sinni á ferðalagi og ég sat við hliðina á honum og sagði honum að hann væri hataður í Argentínu, vegna þess hvernig hann léti og hvernig hann labbaði,“ sagði Dybala. „Hann hló bara og sagði mér að hann væri vanur því að vera gagnrýndur en að hann væri bara eins og hann væri,“ sagði Dybala léttur í bragði. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Lukaku fór ekki til Juventus því United náði ekki að semja við Dybala Romelu Lukaku, framherji Inter Milan, var nærri því genginn í raðir Juventus síðasta sumar en venga þess að Man. United náði ekki samkomulagi við Inter Milan datt það upp fyrir. 23. mars 2020 23:00 Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Paulo Dybala er einn fárra sem spilað hafa í liði bæði með Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Argentínumaðurinn ber Ronaldo vel söguna í nýlegu viðtali. Dybala, sem hefur leikið með Messi í argentínska landsliðinu, hefur nú verið liðsfélagi Ronaldos hjá Juventus í tæp tvö ár og segir Portúgalann hafa komið sér notalega á óvart. „Þegar hann kom til Juventus voru væntingarnar miklar enda höfðum við fallið úr leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni og það voru nokkur rifrildi í því einvígi, þar á meðal við hann. En hann er frábær náungi, mjög vinalegur innan sem utan vallar, og alltaf til í að spjalla og hlusta sömuleiðis. Það kom mér svolítið á óvart því að stundum, þegar um svona merkilega leikmenn er að ræða, þá eru þeir ekki þannig,“ sagði Dybala í viðtali sem knattspyrnusamband Argentínu birti. Hann rifjaði upp skemmtilega sögu: „Við vorum einu sinni á ferðalagi og ég sat við hliðina á honum og sagði honum að hann væri hataður í Argentínu, vegna þess hvernig hann léti og hvernig hann labbaði,“ sagði Dybala. „Hann hló bara og sagði mér að hann væri vanur því að vera gagnrýndur en að hann væri bara eins og hann væri,“ sagði Dybala léttur í bragði.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Lukaku fór ekki til Juventus því United náði ekki að semja við Dybala Romelu Lukaku, framherji Inter Milan, var nærri því genginn í raðir Juventus síðasta sumar en venga þess að Man. United náði ekki samkomulagi við Inter Milan datt það upp fyrir. 23. mars 2020 23:00 Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Lukaku fór ekki til Juventus því United náði ekki að semja við Dybala Romelu Lukaku, framherji Inter Milan, var nærri því genginn í raðir Juventus síðasta sumar en venga þess að Man. United náði ekki samkomulagi við Inter Milan datt það upp fyrir. 23. mars 2020 23:00
Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15