Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Andri Eysteinsson skrifar 1. apríl 2020 23:10 Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Hanna Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. „Hjúkrunarfræðingar hafa verið kjarasamningslausir undanfarið ár og það er mikil mannekla hjá okkur,“ segir Sóley Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum í samtali við Vísi. Sóley vakti athygli á þessu í pistli á Facebook síðu sinni í dag. „Ég vildi óska þess að launaseðillinn minn í dag væri 1. aprílgabb. Launin mín lækkuðu um 41 þúsund krónur í dag þar sem vaktaálagsauki var tekinn af hjúkrunarfræðingum um þessi mánaðamót,“ skrifaði Sóley. Vaktaálagsaukinn sem hjúkrunarfræðingar hafa misst af launaseðli sínum var einskonar umbun fyrir að taka að sér vaktir um kvöld og á nóttunni vegna manneklu. „Ég hef lagt mig fram við að vinna þessa tíma til þess að hjálpa spítalanum því það vantaði fólk,“ segir Sóley. Fjöldi rúma á spítalanum séu lokuð vegna manneklu í röðum hjúkrunarfræðinga. Sóley líkt og fjöldi annarra hjúkrunarfræðinga vinna nú hörðum höndum í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur COVID-19 sjúkdómnum. Sóley segir vaktina í dag hafa verið strembna. Frá starfi á Landspítalanum í Fossvogi.Ljósmynd/Landspítali/Þorkell „Ég sinnti tveimur sjúklingum með covid19 í öndunarvél ásamt því að leiðbeina frábærum bakverði sem kominn er til að aðstoða á erfiðum tímum. Ég var klædd í hlífðarfatnað í 7,5 klst með tilheyrandi óþægindum til að forðast smit. Á morgun ætla ég að vinna aukalega morgunvakt og næturvakt vegna erfiðra aðstæðna á deildinni,“ skrifar Sóley á Facebook síðu sinni. Álag á spítalanum, sem var mikið fyrir, hefur aukist til muna undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. Á þriðja hundrað heilbrigðisstarfsfólks var um tíma í sóttkví. Bakvarðasveitir hafa verið kallaðar út og mikið mæðir á öllum starfsmönnum heilbrigðiskerfisins. Sóley segist telja að flestir séu ósáttir með stöðuna. „Það hefur lengi verið kvartað yfir launum hjúkrunarfræðinga líkt og launum kennara. Þetta eru tvær kvennastéttir og það hefur loðað við þær stéttir að launin séu þar lægri,“ segir Sóley. Mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum Viðbrögðin við pistli Sóleyjar hafa verið mikil á samfélagsmiðlum og ýmsir sem velta því fyrir sér hvernig skilaboð hjúkrunarfræðingum eru send. „Miðað við hlutverk hjúkrunarfræðinga eru þetta skrýtin skilaboð. Maður er að fórna miklu og maður er útsettur fyrir smiti alla daga. Þetta eru sérstakar aðstæður og við fáum það ekki metið miðað við það,“ segir Sóley og bætir við að allt starfsfólk sjúkrahúsanna séu í sama liði. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ræstingafólk, við erum öll í sama liði. Þetta er allt ein keðja og við verðum að hanga saman.“ Ekki er enn að sjá fyrir endann á því mikla álagi sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að dvelja við vegna faraldursins en Sóley segir allt starfsfólk gefa allt sitt í baráttuna. „Það þurfa allir að taka á sig aukavaktir á þessum tíma til að þetta gangi, og það eru allir að því. Það eru allir viljugir að hjálpast að í þessu ástandi og það er rosalega góð tilfinning,“ segir Sóley. Kaldar tuskur í andlit hjúkrunarfræðinga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, gagnrýnir framgöngu stjórnvalda í málinu og segir hjúkrunarfræðinga fá endurtekið kaldar tuskur í andlitið. „Þetta gerist á vakt VG sem reifir sögðust ætla að styðja sérstaklega við kvennastéttir í þessari ríkisstjórn. Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman - ekki síst núna þegar þessi hámenntaða stétt - sem bókstaflega hættir lífi sinu til að bjarga öðrum - skuli endurtekið fá svona kaldar tuskur í andlitið, skrifar Tómas sem segir hjúkrunarfræðinga tvímælalaust hetjurnar í faraldrinum, að öðrum ólöstuðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. „Hjúkrunarfræðingar hafa verið kjarasamningslausir undanfarið ár og það er mikil mannekla hjá okkur,“ segir Sóley Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum í samtali við Vísi. Sóley vakti athygli á þessu í pistli á Facebook síðu sinni í dag. „Ég vildi óska þess að launaseðillinn minn í dag væri 1. aprílgabb. Launin mín lækkuðu um 41 þúsund krónur í dag þar sem vaktaálagsauki var tekinn af hjúkrunarfræðingum um þessi mánaðamót,“ skrifaði Sóley. Vaktaálagsaukinn sem hjúkrunarfræðingar hafa misst af launaseðli sínum var einskonar umbun fyrir að taka að sér vaktir um kvöld og á nóttunni vegna manneklu. „Ég hef lagt mig fram við að vinna þessa tíma til þess að hjálpa spítalanum því það vantaði fólk,“ segir Sóley. Fjöldi rúma á spítalanum séu lokuð vegna manneklu í röðum hjúkrunarfræðinga. Sóley líkt og fjöldi annarra hjúkrunarfræðinga vinna nú hörðum höndum í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur COVID-19 sjúkdómnum. Sóley segir vaktina í dag hafa verið strembna. Frá starfi á Landspítalanum í Fossvogi.Ljósmynd/Landspítali/Þorkell „Ég sinnti tveimur sjúklingum með covid19 í öndunarvél ásamt því að leiðbeina frábærum bakverði sem kominn er til að aðstoða á erfiðum tímum. Ég var klædd í hlífðarfatnað í 7,5 klst með tilheyrandi óþægindum til að forðast smit. Á morgun ætla ég að vinna aukalega morgunvakt og næturvakt vegna erfiðra aðstæðna á deildinni,“ skrifar Sóley á Facebook síðu sinni. Álag á spítalanum, sem var mikið fyrir, hefur aukist til muna undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. Á þriðja hundrað heilbrigðisstarfsfólks var um tíma í sóttkví. Bakvarðasveitir hafa verið kallaðar út og mikið mæðir á öllum starfsmönnum heilbrigðiskerfisins. Sóley segist telja að flestir séu ósáttir með stöðuna. „Það hefur lengi verið kvartað yfir launum hjúkrunarfræðinga líkt og launum kennara. Þetta eru tvær kvennastéttir og það hefur loðað við þær stéttir að launin séu þar lægri,“ segir Sóley. Mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum Viðbrögðin við pistli Sóleyjar hafa verið mikil á samfélagsmiðlum og ýmsir sem velta því fyrir sér hvernig skilaboð hjúkrunarfræðingum eru send. „Miðað við hlutverk hjúkrunarfræðinga eru þetta skrýtin skilaboð. Maður er að fórna miklu og maður er útsettur fyrir smiti alla daga. Þetta eru sérstakar aðstæður og við fáum það ekki metið miðað við það,“ segir Sóley og bætir við að allt starfsfólk sjúkrahúsanna séu í sama liði. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ræstingafólk, við erum öll í sama liði. Þetta er allt ein keðja og við verðum að hanga saman.“ Ekki er enn að sjá fyrir endann á því mikla álagi sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að dvelja við vegna faraldursins en Sóley segir allt starfsfólk gefa allt sitt í baráttuna. „Það þurfa allir að taka á sig aukavaktir á þessum tíma til að þetta gangi, og það eru allir að því. Það eru allir viljugir að hjálpast að í þessu ástandi og það er rosalega góð tilfinning,“ segir Sóley. Kaldar tuskur í andlit hjúkrunarfræðinga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, gagnrýnir framgöngu stjórnvalda í málinu og segir hjúkrunarfræðinga fá endurtekið kaldar tuskur í andlitið. „Þetta gerist á vakt VG sem reifir sögðust ætla að styðja sérstaklega við kvennastéttir í þessari ríkisstjórn. Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman - ekki síst núna þegar þessi hámenntaða stétt - sem bókstaflega hættir lífi sinu til að bjarga öðrum - skuli endurtekið fá svona kaldar tuskur í andlitið, skrifar Tómas sem segir hjúkrunarfræðinga tvímælalaust hetjurnar í faraldrinum, að öðrum ólöstuðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent