Sex ár í dag síðan Steven Gerrard rann á rassinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 13:00 Steven Gerrard gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir mistökin á móti Chelsea vorið 2014. Hann hefur heyrt oft um þetta síðan og þar á meðal í dag þegar sex ár eru liðin frá því að hann rann á rasinn fyrir fram Kop stúkuna. Getty/Tom Jenkins Steven Gerrard spilaði í sautján ár með aðalliði Liverpool og vann fjölda titla með félaginu þar á meðal Meistaradeildina árið 2005. Hann varð aftur á móti aldrei enskur meistari. Liverpool er enn að bíða eftir fyrsta Englandsmeistaratitli sínum frá 1990. Næst komst Steven Gerrard enska meistaratitlinum vorið 2014 þegar Liverpool liðið var komið í lykilstöðu á lokasprettinum en varð á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Manchester City. 27. apríl 2014 var mikill örlagadagur fyrir Liverpool liðið og þá sérstaklega Steven Gerrard sjálfan. Gerrard er líka endalaust minntur á þennan dag þegar hann rann á rassgatið í leik á móti Chelsea á Anfield. Liverpool liðið átti bara eftir þrjá leiki og hafði spilað sextán leiki í röð án þess að tapa. Liverpool hafði unnð ellefu leiki í röð þegar Chelsea kom í heimsókn á Anfield. Liverpool komst á toppinn eftir 3-2 sigur á Manchester City tveimur vikum áður þar sem Steven Gerrard kallaði á alla leikmenn liðsins eftir leikinn og ræddi við þá í einum hóp út á velli. jónvarpsvélarnar náðu því þegar hann sagði: „This does not f*cking slip now!“ eða „Við látum þetta ekki renna okkur úr greipum núna,“ á íslensku. The moment that will haunt Steven Gerrard forever. Six years ago today. pic.twitter.com/1kmxp2Bh9L— B/R Football (@brfootball) April 27, 2020 Liverpool þurfti bara á sjö stigum að halda út úr síðustu þremur leikjum sínum sem voru á móti Chelsea, Crystal Palace og Newcastle. Öll staðan breyttist hins vegar þegar Steven Gerrard flaug á hausinn í öftustu línu og færði Chelsea fyrsta markið á silfurfati. Chelsea bætti við öðru marki í uppbótartíma og vann leikinn 2-0. Manchester City var nú aftur með þetta í sínum höndum og tryggði sér titilinn með því að vinna síðustu leiki sína. ON THIS DAY 6 YEARS AGO: THAT famous Steven Gerrard slip happened and Demba Ba showed no remorse... pic.twitter.com/116C2Bcn9P— ODDSbible (@ODDSbible) April 27, 2020 Steven Gerrard og félagar misstu af titlinum og ári síðar lék hann síðasta leik fyrir Liverpool. Hann náði því aldrei að verða enskur meistari. Það sem gerir þetta illt verra er að stuðningsmenn andstæðinga Liverpool elska það að ein stærsta hetjan í sögu Liverpool liðsins hafi runnið á rassinn á úrslitastundu. Þeir eru því duglegir að syngja um klúður Steven Gerrard sem er einnig reglulega minntur á þennan örlagadag í hans lífi. „Steve Gerrard, Gerrard, He slipped on his f*cking arse, He gave it to Demba Ba, Steve Gerrard, Gerrard.“ .@dembabafoot v Liverpool. Six years ago today! pic.twitter.com/SR2aJfr5wP— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 27, 2020 Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Steven Gerrard spilaði í sautján ár með aðalliði Liverpool og vann fjölda titla með félaginu þar á meðal Meistaradeildina árið 2005. Hann varð aftur á móti aldrei enskur meistari. Liverpool er enn að bíða eftir fyrsta Englandsmeistaratitli sínum frá 1990. Næst komst Steven Gerrard enska meistaratitlinum vorið 2014 þegar Liverpool liðið var komið í lykilstöðu á lokasprettinum en varð á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Manchester City. 27. apríl 2014 var mikill örlagadagur fyrir Liverpool liðið og þá sérstaklega Steven Gerrard sjálfan. Gerrard er líka endalaust minntur á þennan dag þegar hann rann á rassgatið í leik á móti Chelsea á Anfield. Liverpool liðið átti bara eftir þrjá leiki og hafði spilað sextán leiki í röð án þess að tapa. Liverpool hafði unnð ellefu leiki í röð þegar Chelsea kom í heimsókn á Anfield. Liverpool komst á toppinn eftir 3-2 sigur á Manchester City tveimur vikum áður þar sem Steven Gerrard kallaði á alla leikmenn liðsins eftir leikinn og ræddi við þá í einum hóp út á velli. jónvarpsvélarnar náðu því þegar hann sagði: „This does not f*cking slip now!“ eða „Við látum þetta ekki renna okkur úr greipum núna,“ á íslensku. The moment that will haunt Steven Gerrard forever. Six years ago today. pic.twitter.com/1kmxp2Bh9L— B/R Football (@brfootball) April 27, 2020 Liverpool þurfti bara á sjö stigum að halda út úr síðustu þremur leikjum sínum sem voru á móti Chelsea, Crystal Palace og Newcastle. Öll staðan breyttist hins vegar þegar Steven Gerrard flaug á hausinn í öftustu línu og færði Chelsea fyrsta markið á silfurfati. Chelsea bætti við öðru marki í uppbótartíma og vann leikinn 2-0. Manchester City var nú aftur með þetta í sínum höndum og tryggði sér titilinn með því að vinna síðustu leiki sína. ON THIS DAY 6 YEARS AGO: THAT famous Steven Gerrard slip happened and Demba Ba showed no remorse... pic.twitter.com/116C2Bcn9P— ODDSbible (@ODDSbible) April 27, 2020 Steven Gerrard og félagar misstu af titlinum og ári síðar lék hann síðasta leik fyrir Liverpool. Hann náði því aldrei að verða enskur meistari. Það sem gerir þetta illt verra er að stuðningsmenn andstæðinga Liverpool elska það að ein stærsta hetjan í sögu Liverpool liðsins hafi runnið á rassinn á úrslitastundu. Þeir eru því duglegir að syngja um klúður Steven Gerrard sem er einnig reglulega minntur á þennan örlagadag í hans lífi. „Steve Gerrard, Gerrard, He slipped on his f*cking arse, He gave it to Demba Ba, Steve Gerrard, Gerrard.“ .@dembabafoot v Liverpool. Six years ago today! pic.twitter.com/SR2aJfr5wP— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 27, 2020
„Steve Gerrard, Gerrard, He slipped on his f*cking arse, He gave it to Demba Ba, Steve Gerrard, Gerrard.“
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira