Hefja formlegar viðræður við SA vegna alvarlegrar stöðu á vinnumarkaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 18:40 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að finna þurfi leiðir til þess að verja stöðu launafólks nú þegar ástandið á vinnumarkaði versni dag frá degi. Vísir/Vilhelm VR, ásamt Framsýn stéttarfélagi og Verkalýðsfélagi Akraness, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi á vinnumarkaði. Frá þessu greinir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á Facebook-síðu sinni í dag. Þar bendir hann á að ástandið á vinnumarkaði versni dag frá degi og líklegt sé að mánaðamótin sem nú fara í hönd verði þau svörtustu í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Vegna þess hafi félagið ákveðið að fara í formlegar viðræður við SA „um um leiðir til að verja kjarasamninginn okkar, kaupmáttinn og störfin. Markmiðið er að finna leiðir til að verja stöðu okkar fólks og fá stjórnvöld að borðinu líka. Við getum ekki horft upp á þá skelfilegu stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði án þess að taka þetta skref og ræða þríhliða lausnir,“ segir Ragnar Þór í færslu sinni. Athygli vekur að félögin þrjú gera þetta ekki í samfloti með Alþýðusambandi Íslands (ASÍ), heildarsamtökum launafólks í landinu, en miðað við atburðarásina í byrjun mánaðarins þarf það ekki endilega að koma á óvart. Þá sögðu þeir Ragnar Þór og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sig úr miðstjórn ASÍ vegna ágreinings um það hvernig bregðast ætti við alvarlegri stöðu á vinnumarkaði en tugþúsundir hafa misst vinnuna, að öllu leyti eða að hluta, á undanförnum vikum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á efnahagslífið. Ragnar Þór sagði þá að hann legðist alfarið gegn hugmyndum um að fresta boðuðum launahækkunum sem tóku gildi samkvæmt lífskjarasamningnum þann 1. apríl. Sú afstaða ASÍ að vera ekki reiðubúið að skoða fleiri leiðir á borð við tímabundnu skerðingu lífeyrisgreiðslna voru Ragnari vonbrigði. „Niðurstaðan varð sú að gera ekki neitt sem að okkur þótti vera versti kosturinn að fara og þar af leiðandi sáum við ekki ástæðu til að halda áfram vinnu á þessum vettvangi,“ sagði Ragnar Þór í samtali við fréttastofu í byrjun apríl. Í færslu sinni á Facebook í dag segir Ragnar Þór að það sé „dapurlegt að aðgerðapakkar ríkisins skuli ákveðnir af fámennum hópi í stað víðtækara samráðs aðila vinnumarkaðarins og stjórnarandstöðunnar. Sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg staðan er og þá staðreynd að allar ákvarðanir og skuldbindingar hafa mikil áhrif á lífskjör almennings og komandi kynslóðir. Með VR í þessari vegferð eru Framsýn stéttarfélag og Verkalýðsfélag Akranes en þessi félög ásamt Landssambandi verslunarmanna fara með umboð um 47 þúsund félagsmanna. Von er á því að fleiri félög bætist í hópinn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
VR, ásamt Framsýn stéttarfélagi og Verkalýðsfélagi Akraness, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi á vinnumarkaði. Frá þessu greinir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á Facebook-síðu sinni í dag. Þar bendir hann á að ástandið á vinnumarkaði versni dag frá degi og líklegt sé að mánaðamótin sem nú fara í hönd verði þau svörtustu í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Vegna þess hafi félagið ákveðið að fara í formlegar viðræður við SA „um um leiðir til að verja kjarasamninginn okkar, kaupmáttinn og störfin. Markmiðið er að finna leiðir til að verja stöðu okkar fólks og fá stjórnvöld að borðinu líka. Við getum ekki horft upp á þá skelfilegu stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði án þess að taka þetta skref og ræða þríhliða lausnir,“ segir Ragnar Þór í færslu sinni. Athygli vekur að félögin þrjú gera þetta ekki í samfloti með Alþýðusambandi Íslands (ASÍ), heildarsamtökum launafólks í landinu, en miðað við atburðarásina í byrjun mánaðarins þarf það ekki endilega að koma á óvart. Þá sögðu þeir Ragnar Þór og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sig úr miðstjórn ASÍ vegna ágreinings um það hvernig bregðast ætti við alvarlegri stöðu á vinnumarkaði en tugþúsundir hafa misst vinnuna, að öllu leyti eða að hluta, á undanförnum vikum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á efnahagslífið. Ragnar Þór sagði þá að hann legðist alfarið gegn hugmyndum um að fresta boðuðum launahækkunum sem tóku gildi samkvæmt lífskjarasamningnum þann 1. apríl. Sú afstaða ASÍ að vera ekki reiðubúið að skoða fleiri leiðir á borð við tímabundnu skerðingu lífeyrisgreiðslna voru Ragnari vonbrigði. „Niðurstaðan varð sú að gera ekki neitt sem að okkur þótti vera versti kosturinn að fara og þar af leiðandi sáum við ekki ástæðu til að halda áfram vinnu á þessum vettvangi,“ sagði Ragnar Þór í samtali við fréttastofu í byrjun apríl. Í færslu sinni á Facebook í dag segir Ragnar Þór að það sé „dapurlegt að aðgerðapakkar ríkisins skuli ákveðnir af fámennum hópi í stað víðtækara samráðs aðila vinnumarkaðarins og stjórnarandstöðunnar. Sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg staðan er og þá staðreynd að allar ákvarðanir og skuldbindingar hafa mikil áhrif á lífskjör almennings og komandi kynslóðir. Með VR í þessari vegferð eru Framsýn stéttarfélag og Verkalýðsfélag Akranes en þessi félög ásamt Landssambandi verslunarmanna fara með umboð um 47 þúsund félagsmanna. Von er á því að fleiri félög bætist í hópinn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira