„Við verðum með lægra verð núna í sumar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 20:25 Ferðamenn sjást hér við Gullfoss en búast má við því að lítið verði um erlenda ferðamenn við fossinn í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Svavar Njarðarson, eigandi Gullfoss Kaffis, veitingastaðar við einn vinsælasta ferðamannastað landsins, Gullfoss, segir að hægt verði að lækka vöruverð í sumar. Staðurinn hefur verið lokaður frá því um miðjan mars og áætlar Svavar að hafa opið í júní, júlí og ágúst „í mýflugumynd“, eins og hann orðar það, en síðan verði lokað aftur í haust. Tíu til fimmtán prósent starfsmanna hefur verið sagt upp en um tuttugu starfsmenn fóru í 25% starfshlutfall í hlutabótaleið stjórnvalda. „Þegar að þeirri leið sleppir verður væntanlega bara venjuleg uppsögn sem tekur við,“ segir Svavar en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir erlenda ferðamenn hafa verið 99% viðskiptavina Gullfoss Kaffis síðustu ár. Breyting verði væntanlega á því í sumar. Spurður út í verðlagninguna sem Íslendingar hafa löngum kvartað yfir að sé of há hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu og hvað gerist þegar nýr hópur kemur inn sem er kannski ekki tilbúinn til að borga eins mikið fyrir vörurnar segir Svavar: „Það er aðlögun í verðlagningunni hjá okkur, ekki það svo sem að maður hafi verið að okra neitt áður. Ég veit það ekki, það er náttúrulega búið að hækka mikið kostnaðurinn og annað en við verðum með lægra verð núna í sumar.“ Er það af því að þið teljist ykkur neyðast til þess? „Ég held að það verði bara það fáir á ferðinni og annað. Ég veit ekki til þess að það sé neitt, það verði bara lægra þjónustustig og annað þannig að við getum kannski leyft okkur það að hafa aðeins lægri verð, minni opnunartími og annað,“ segir Svavar en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Svavar Njarðarson, eigandi Gullfoss Kaffis, veitingastaðar við einn vinsælasta ferðamannastað landsins, Gullfoss, segir að hægt verði að lækka vöruverð í sumar. Staðurinn hefur verið lokaður frá því um miðjan mars og áætlar Svavar að hafa opið í júní, júlí og ágúst „í mýflugumynd“, eins og hann orðar það, en síðan verði lokað aftur í haust. Tíu til fimmtán prósent starfsmanna hefur verið sagt upp en um tuttugu starfsmenn fóru í 25% starfshlutfall í hlutabótaleið stjórnvalda. „Þegar að þeirri leið sleppir verður væntanlega bara venjuleg uppsögn sem tekur við,“ segir Svavar en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir erlenda ferðamenn hafa verið 99% viðskiptavina Gullfoss Kaffis síðustu ár. Breyting verði væntanlega á því í sumar. Spurður út í verðlagninguna sem Íslendingar hafa löngum kvartað yfir að sé of há hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu og hvað gerist þegar nýr hópur kemur inn sem er kannski ekki tilbúinn til að borga eins mikið fyrir vörurnar segir Svavar: „Það er aðlögun í verðlagningunni hjá okkur, ekki það svo sem að maður hafi verið að okra neitt áður. Ég veit það ekki, það er náttúrulega búið að hækka mikið kostnaðurinn og annað en við verðum með lægra verð núna í sumar.“ Er það af því að þið teljist ykkur neyðast til þess? „Ég held að það verði bara það fáir á ferðinni og annað. Ég veit ekki til þess að það sé neitt, það verði bara lægra þjónustustig og annað þannig að við getum kannski leyft okkur það að hafa aðeins lægri verð, minni opnunartími og annað,“ segir Svavar en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira