Seinni bylgjan: Snorra Stein dreymir um þjálfa landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2020 14:00 Snorri Steinn hefur þjálfað Val síðan 2017. Ekki er langt síðan hann skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið. vísir/bára Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari deildarmeistara Vals, var valinn þjálfari ársins í Olís-deild karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Valsmenn byrjuðu mótið afar illa og töpuðu fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deildinni. Snorri segir að andvökunæturnar hafi verið nokkrar á þeim tíma og hann hafi fengið hjálp við að snúa gengi Vals við. Hann vill ná langt í þjálfun og dreymir um að þjálfa íslenska landsliðið einn daginn. „Eins og margoft hefur komið fram var byrjunin á tímabilinu erfið, þung og leiðinleg. Það þurfti töluvert til að snúa við blaðinu. Ég hef hrósað strákunum því þeir sneru blaðinu við. Það varð ákveðin hugarfarsbreyting. Við þurftum ekki að umturna neinu. Byrjunin var léleg en það var ekkert allt í skrúfunni,“ sagði Snorri en þrjú af fjórum töpum Vals í byrjun tímabils voru með einu marki. „Ég er ekkert feiminn að viðurkenna að auðvitað efaðist maður. Þegar það gengur illa er eðlilegt að spyrja sjálfan sig. Kannski það fyrsta sem þú þarft að gera sem þjálfari er að líta í eigin barm. Klárlega var eitthvað sem við vorum ekki að gera upp á tíu og það voru margir klukkutímar í svona vangaveltur og nokkrar nætur.“ Eftirminnilegur krísufundur með Degi Snorri var ófeiminn að leita hjálpar þegar sem verst gekk hjá Val í byrjun tímabilsins. „Þegar þú tapar nokkrum leikjum í röð og ert í fallsæti má alveg kalla það krísufundi. Ég leitaði mér líka aðstoðar. Ég er með Óskar Bjarna [Óskarsson] sem er stórkostlegur og fleiri góða menn sem ég leitaði til og komu á fundi,“ sagði Snorri. „Pabbi hans Agnars Smára [Jón Halldórsson] er frábær og hefur reynst mér vel og þjálfaði mig þegar ég leit út eins og geimvera. Ég leita enn til hans. Svo fékk ég Dag Sigurðsson eftirminnilega á einn krísufund. Við töpuðum held ég bara einum leik eftir það.“ Gæti verið að þjálfa erlendis Snorri hefur mikinn metnað í þjálfun og stefnir á að ná langt á því sviði. Hann er þó ekkert að flýta sér aftur erlendis. „Mér líður rosalega vel á Íslandi. Ég var einhver fimmtán ár erlendis og það var komið nóg af því. Ég hef alveg fengið einhverjar fyrirspurnir og gæti hafa verið farinn út að þjálfa. En hugurinn er ekki þar eins og er. Mig langar að prófa mig á stóru sviði en eins og staðan er í dag er ég ekkert að velta því fyrir mér og það er þægilegt,“ sagði Snorri sem neitar því ekki að hann hefði áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Já, það er klárlega draumur að þjálfa landsliðið. Það er alls ekkert leyndarmál. Tíminn með landsliðinu var ómetanlegur og mér þykir mjög vænt um það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Snorri Steinn besti þjálfarinn Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari deildarmeistara Vals, var valinn þjálfari ársins í Olís-deild karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Valsmenn byrjuðu mótið afar illa og töpuðu fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deildinni. Snorri segir að andvökunæturnar hafi verið nokkrar á þeim tíma og hann hafi fengið hjálp við að snúa gengi Vals við. Hann vill ná langt í þjálfun og dreymir um að þjálfa íslenska landsliðið einn daginn. „Eins og margoft hefur komið fram var byrjunin á tímabilinu erfið, þung og leiðinleg. Það þurfti töluvert til að snúa við blaðinu. Ég hef hrósað strákunum því þeir sneru blaðinu við. Það varð ákveðin hugarfarsbreyting. Við þurftum ekki að umturna neinu. Byrjunin var léleg en það var ekkert allt í skrúfunni,“ sagði Snorri en þrjú af fjórum töpum Vals í byrjun tímabils voru með einu marki. „Ég er ekkert feiminn að viðurkenna að auðvitað efaðist maður. Þegar það gengur illa er eðlilegt að spyrja sjálfan sig. Kannski það fyrsta sem þú þarft að gera sem þjálfari er að líta í eigin barm. Klárlega var eitthvað sem við vorum ekki að gera upp á tíu og það voru margir klukkutímar í svona vangaveltur og nokkrar nætur.“ Eftirminnilegur krísufundur með Degi Snorri var ófeiminn að leita hjálpar þegar sem verst gekk hjá Val í byrjun tímabilsins. „Þegar þú tapar nokkrum leikjum í röð og ert í fallsæti má alveg kalla það krísufundi. Ég leitaði mér líka aðstoðar. Ég er með Óskar Bjarna [Óskarsson] sem er stórkostlegur og fleiri góða menn sem ég leitaði til og komu á fundi,“ sagði Snorri. „Pabbi hans Agnars Smára [Jón Halldórsson] er frábær og hefur reynst mér vel og þjálfaði mig þegar ég leit út eins og geimvera. Ég leita enn til hans. Svo fékk ég Dag Sigurðsson eftirminnilega á einn krísufund. Við töpuðum held ég bara einum leik eftir það.“ Gæti verið að þjálfa erlendis Snorri hefur mikinn metnað í þjálfun og stefnir á að ná langt á því sviði. Hann er þó ekkert að flýta sér aftur erlendis. „Mér líður rosalega vel á Íslandi. Ég var einhver fimmtán ár erlendis og það var komið nóg af því. Ég hef alveg fengið einhverjar fyrirspurnir og gæti hafa verið farinn út að þjálfa. En hugurinn er ekki þar eins og er. Mig langar að prófa mig á stóru sviði en eins og staðan er í dag er ég ekkert að velta því fyrir mér og það er þægilegt,“ sagði Snorri sem neitar því ekki að hann hefði áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Já, það er klárlega draumur að þjálfa landsliðið. Það er alls ekkert leyndarmál. Tíminn með landsliðinu var ómetanlegur og mér þykir mjög vænt um það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Snorri Steinn besti þjálfarinn Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni