Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. apríl 2020 14:12 Stórtækar skipulagsbreytingar hafa verið tilkynntar hjá Icelandair Vísir/vilhelm Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. Um er að ræða uppsagnir tvö þúsund starfsmanna og breytingar á skipulagi til að bregðast við þeirri stöðu sem félagið stendur frammi fyrir vegna útbreiðslu COVID-19 farsóttarinnar, með tilheyrandi ferðatakmörkunum. Boðað hefur verið til starfsmannafundar núna klukkan 15 þar sem Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs, mun ræða við flugfreyjur og þjóna um tíðindi dagsins. Í tilkynningu félagsins til Kauphallar segir að Icelandair Group mun grípa til eftirfarandi aðgerða á næstu dögum: Upphaf uppsagnarbréfsins sem barst rúmlega tvö þúsund starfsmönnum Icelandair í dag. Rúmlega tvö þúsund starfsmönnum verður sagt upp störfum, þar af 897 flugfreyjum og þjónum. Uppsagnirnar ná til allra hópa innan félagsins, en þær hafa þó mest áhrif á störf beintengd framleiðslu, svo sem áhafnir, viðhaldsþjónustu og starfsfólk flug- og farþegaþjónustu. Þeir sem starfa áfram hjá félaginu eru langflestir í skertu starfshlutfalli og aðrir í fullu starfi með skert laun. Sviðum og stjórnendum fækkað Til viðbótar við þessar aðgerðir hafa breytingar verið gerðar á skipulagi félagsins. Starfseminni verður framvegis skipt í sjö svið í stað átta áður. Í kjölfar þessara breytinga verða átta í framkvæmdastjórn að meðtöldum forstjóra í stað níu áður. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir aðgerðirnir erfiðar en nauðsynlegar.Vísir/vilhelm Einnig hafa talsverðar skipulagsbreytingar verið gerðar innan sviða og deilda fyrirtækisins og við það fækkar stjórnendum í efstu lögum um 19. Nánari útlistun á þessum breytingum má nálgast hér. Haft er eftir forstjóra Icelandair Group, Boga Nils Bogasyni, að þessar aðgerðir séu erfiðar en nauðsynlegar. Það sé gríðarleg óvissa framundan og félagið þurfi að undirbúa sig fyrir takmarkaða starfsemi um óákveðinn tíma. „Við vonumst til að aðstæður í heiminum fari að batna sem fyrst og að við getum boðið sem stærstum hluta starfsmanna sem um ræðir vinnu aftur. Markmiðið með þessum aðgerðum er jafnframt að tryggja grunnstarfsemi félagsins og halda nauðsynlegum sveigjanleika til að geta brugðist hratt við þegar eftirspurn tekur við sér á ný,“ segir Bogi Nils. Legið í loftinu Aðgerðir Icelandair koma ekki sem þruma úr heiðskýru lofti. Bogi hafði sjálfur sagt, síðast um helgina, að stórtækar uppsagnir væru yfirvofandi hjá félaginu. Þær mætti ekki síst rekja til þess gríðarlegar samdráttar sem orðið hefur í eftirspurn eftir flugferðum í kjölfar kórónuveirunnar. Ætla má að Icelandair hafi ákveðið að bíða með uppsagnirnar til dagsins í dag, eftir að stjórnvöld kynntu áætlanir sínar um að auðvelda fyrirtækjum að greiða uppsagnafrest starfsmanna. Nánar um þær aðgerðir hér. Nú um mánaðamótin verða liðnir þrír mánuðir frá því að Icelandair byrjaði að finna fyrir miklu tekjutapi vegna skerts flugs. Nú eru sex brottfarir á vegum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli á viku, þær áttu að vera 216. Bogi telur þó mikil mikil tækifæri í félaginu, það sótti nýtt eiginfé 2010-2011 í tengslum við endurskipulagningu þá sem nam 70 milljónum Bandaríkjadala og síðan þá hefur félagið skilað hagnaði öll ár nema 2018. Félagið búi vel að því að vera staðsett hér á Íslandi og mörg tækifæri séu í kortunum þegar óvissuástandinu lýkur. Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. 27. apríl 2020 18:49 Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. 26. apríl 2020 15:00 Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. Um er að ræða uppsagnir tvö þúsund starfsmanna og breytingar á skipulagi til að bregðast við þeirri stöðu sem félagið stendur frammi fyrir vegna útbreiðslu COVID-19 farsóttarinnar, með tilheyrandi ferðatakmörkunum. Boðað hefur verið til starfsmannafundar núna klukkan 15 þar sem Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs, mun ræða við flugfreyjur og þjóna um tíðindi dagsins. Í tilkynningu félagsins til Kauphallar segir að Icelandair Group mun grípa til eftirfarandi aðgerða á næstu dögum: Upphaf uppsagnarbréfsins sem barst rúmlega tvö þúsund starfsmönnum Icelandair í dag. Rúmlega tvö þúsund starfsmönnum verður sagt upp störfum, þar af 897 flugfreyjum og þjónum. Uppsagnirnar ná til allra hópa innan félagsins, en þær hafa þó mest áhrif á störf beintengd framleiðslu, svo sem áhafnir, viðhaldsþjónustu og starfsfólk flug- og farþegaþjónustu. Þeir sem starfa áfram hjá félaginu eru langflestir í skertu starfshlutfalli og aðrir í fullu starfi með skert laun. Sviðum og stjórnendum fækkað Til viðbótar við þessar aðgerðir hafa breytingar verið gerðar á skipulagi félagsins. Starfseminni verður framvegis skipt í sjö svið í stað átta áður. Í kjölfar þessara breytinga verða átta í framkvæmdastjórn að meðtöldum forstjóra í stað níu áður. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir aðgerðirnir erfiðar en nauðsynlegar.Vísir/vilhelm Einnig hafa talsverðar skipulagsbreytingar verið gerðar innan sviða og deilda fyrirtækisins og við það fækkar stjórnendum í efstu lögum um 19. Nánari útlistun á þessum breytingum má nálgast hér. Haft er eftir forstjóra Icelandair Group, Boga Nils Bogasyni, að þessar aðgerðir séu erfiðar en nauðsynlegar. Það sé gríðarleg óvissa framundan og félagið þurfi að undirbúa sig fyrir takmarkaða starfsemi um óákveðinn tíma. „Við vonumst til að aðstæður í heiminum fari að batna sem fyrst og að við getum boðið sem stærstum hluta starfsmanna sem um ræðir vinnu aftur. Markmiðið með þessum aðgerðum er jafnframt að tryggja grunnstarfsemi félagsins og halda nauðsynlegum sveigjanleika til að geta brugðist hratt við þegar eftirspurn tekur við sér á ný,“ segir Bogi Nils. Legið í loftinu Aðgerðir Icelandair koma ekki sem þruma úr heiðskýru lofti. Bogi hafði sjálfur sagt, síðast um helgina, að stórtækar uppsagnir væru yfirvofandi hjá félaginu. Þær mætti ekki síst rekja til þess gríðarlegar samdráttar sem orðið hefur í eftirspurn eftir flugferðum í kjölfar kórónuveirunnar. Ætla má að Icelandair hafi ákveðið að bíða með uppsagnirnar til dagsins í dag, eftir að stjórnvöld kynntu áætlanir sínar um að auðvelda fyrirtækjum að greiða uppsagnafrest starfsmanna. Nánar um þær aðgerðir hér. Nú um mánaðamótin verða liðnir þrír mánuðir frá því að Icelandair byrjaði að finna fyrir miklu tekjutapi vegna skerts flugs. Nú eru sex brottfarir á vegum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli á viku, þær áttu að vera 216. Bogi telur þó mikil mikil tækifæri í félaginu, það sótti nýtt eiginfé 2010-2011 í tengslum við endurskipulagningu þá sem nam 70 milljónum Bandaríkjadala og síðan þá hefur félagið skilað hagnaði öll ár nema 2018. Félagið búi vel að því að vera staðsett hér á Íslandi og mörg tækifæri séu í kortunum þegar óvissuástandinu lýkur.
Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. 27. apríl 2020 18:49 Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. 26. apríl 2020 15:00 Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. 27. apríl 2020 18:49
Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. 26. apríl 2020 15:00
Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41