Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2020 10:40 Kynnisferðir halda m.a. úti hópbifreiðaakstri undir merkjum Reykjavík Excursions. Vísir/vilhelm Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem send var út nú fyrir hádegi. Öllum starfsmönnum Ferðaskrifstofu Kynnisferða, sem og Bílaleigu Kynnisferða, verður sagt upp. Þá verður tæplega 70 starfsmönnum sagt upp hjá Hópbifreiðum og Almenningsvögnum Kynnisferða. Í frétt Mbl, sem greindi fyrst frá uppsögnunum í morgun, segir að starfsfólki hafi verið tilkynnt um uppsagnirnar í gær og klukkan tíu í morgun hafi hafist starfsmannafundur þar sem farið verður yfir stöðu mála. Haft er eftir Birni í tilkynningu að erfitt sé að lýsa því hversu sorglegt það sé að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „[...] en hugur stjórnar og stjórnenda er fyrst og fremst hjá okkar frábæra fólki sem nú sér fram á að missa vinnuna. Við vonumst svo sannarlega til þess að geta boðið stærstum hluta starfsmanna vinnu aftur um leið og aðstæður batna.“ Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri KynnisferðaVísir/Arnar Halldórsson Í tilkynningu eru uppsagnirnar jafnframt raktar til áhrifa af faraldri kórónuveiru, sem lamað hefur nær allt millilandaflug. Kynnisferðir hafi getað nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda því vonast hafi verið til um tímabundið ástand væri að ræða. Til að bjarga rekstri félagsins sé þó nauðsynlegt að ráðast í þessar aðgerðir nú. „Við ætlum okkur að vera tilbúin að sækja fram þegar tækifæri gefst á ný. Við munum bjóða nokkrum starfsmönnum endurráðningu til að geta haldið rekstri félagsins í lágmarki,“ er haft eftir Birni í tilkynningu. Sjá einnig: Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Björn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að vænta mætti uppsagna hjá fyrirtækinu fyrir helgi. Um 320 starfsmenn störfuðu hjá Kynnisferðum fyrir uppsagnir. Viðbúið er að mörgþúsund missi vinnuna í uppsögnum nú um mánaðamótin og næstu misseri vegna faraldurs kórónuveiru, sem einkum hefur leikið ferðaþjónustuna grátt. Icelandair tilkynnti til að mynda í gær um uppsögn um 2000 starfsmanna sinna. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Sjá meira
Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem send var út nú fyrir hádegi. Öllum starfsmönnum Ferðaskrifstofu Kynnisferða, sem og Bílaleigu Kynnisferða, verður sagt upp. Þá verður tæplega 70 starfsmönnum sagt upp hjá Hópbifreiðum og Almenningsvögnum Kynnisferða. Í frétt Mbl, sem greindi fyrst frá uppsögnunum í morgun, segir að starfsfólki hafi verið tilkynnt um uppsagnirnar í gær og klukkan tíu í morgun hafi hafist starfsmannafundur þar sem farið verður yfir stöðu mála. Haft er eftir Birni í tilkynningu að erfitt sé að lýsa því hversu sorglegt það sé að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „[...] en hugur stjórnar og stjórnenda er fyrst og fremst hjá okkar frábæra fólki sem nú sér fram á að missa vinnuna. Við vonumst svo sannarlega til þess að geta boðið stærstum hluta starfsmanna vinnu aftur um leið og aðstæður batna.“ Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri KynnisferðaVísir/Arnar Halldórsson Í tilkynningu eru uppsagnirnar jafnframt raktar til áhrifa af faraldri kórónuveiru, sem lamað hefur nær allt millilandaflug. Kynnisferðir hafi getað nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda því vonast hafi verið til um tímabundið ástand væri að ræða. Til að bjarga rekstri félagsins sé þó nauðsynlegt að ráðast í þessar aðgerðir nú. „Við ætlum okkur að vera tilbúin að sækja fram þegar tækifæri gefst á ný. Við munum bjóða nokkrum starfsmönnum endurráðningu til að geta haldið rekstri félagsins í lágmarki,“ er haft eftir Birni í tilkynningu. Sjá einnig: Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Björn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að vænta mætti uppsagna hjá fyrirtækinu fyrir helgi. Um 320 starfsmenn störfuðu hjá Kynnisferðum fyrir uppsagnir. Viðbúið er að mörgþúsund missi vinnuna í uppsögnum nú um mánaðamótin og næstu misseri vegna faraldurs kórónuveiru, sem einkum hefur leikið ferðaþjónustuna grátt. Icelandair tilkynnti til að mynda í gær um uppsögn um 2000 starfsmanna sinna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Sjá meira