Umfangsmikil rannsókn á líkamlegu atgervi ungs knattspyrnufólks: „Gríðarlega gott verkfæri fyrir iðkendur og þjálfara“ Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2020 19:00 Katrín Ýr Friðgeirsdóttir og Lára Hafliðadóttir mættu í Sportið í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta er gríðarlega gott verkfæri fyrir iðkendur, þjálfara og KSÍ,“ segja knattspyrnukonurnar Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir sem í meistaranámi sínu í íþróttafræði við HR hafa kannað líkamlegt atgervi 15-16 ára knattspyrnufólks á Íslandi. Lára og Katrín ræddu um verkefnið, sem er samvinnuverkefni HR og KSÍ, í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Þær lögðu mikla vinnu í að kanna í vetur líkamlegt atgervi leikmanna á eldra ári í 3. flokki í fótbolta á öllu landinu, og segja niðurstöðurnar hjálpa leikmönnum og þjálfurum að sjá hvar þarf að gera betur. Vonin sé svo sú að haldið verði áfram með þessar mælingar næstu árin til að fá samanburð og skýrari sýn á stöðuna. Klippa: Sportið í dag - Mæla líkamlegt atgervi leikmanna í 3. flokki Fannst mega bæta líkamlega þjálfun á landinu „Ég fór sjálf að pæla smá í þessum hlutum áður en ég byrjaði í náminu. Mér fannst mega bæta þessa líkamlegu þjálfun hérna á Íslandi, og fór að kynna mér þetta og spjallaði við ýmsa aðila. Þetta samstarf á milli háskólans og KSÍ hefur svo verið mjög gott og það hjálpaði mikið við að koma þessu af stað. Arnar Viðarsson byrjaði að starfa hjá KSÍ í byrjun síðasta sumars og var með ákveðnar pælingar um hvað þyrfti að gera, og þetta small allt saman og við byrjuðum þetta verkefni,“ segir Lára sem á sínum ferli sem leikmaður lék lengst af með HK/Víkingi. Katrín, sem lék allan sinn feril með Selfossi, bendir á að mikil vinna hafi farið í að ná til leikmanna: „Fyrsti mælingadagur var 25. janúar en á undan því var mjög mikil undirbúningsvinna. Við þurftum að hafa samband við alla þjálfara á landinu og finna hversu margir iðkendur væru hjá hverjum, panta hallir úti um allt land og slíkt. Þessi gríðarlega undirbúningsvinna hófst síðasta haust. Eftir því sem við best vitum eru 736 iðkendur fæddir 2004 á Íslandi. Þetta eru því stærstu líkamlegu mælingar sem gerðar hafa verið á Íslandi og gríðarlega stórt verkefni, og frábært að fá að taka þátt í því,“ segir Katrín. Ef að þjálfunin byggir á þessum niðurstöðum tökum við skref í rétta átt Rannsóknin hafi verið unnin hratt til að niðurstöður yrðu sem nákvæmastar en 360 iðkendur um allt land voru mældir á einum mánuði. Ýmsar mælingar voru gerðar til að meta meðal annars hraða, þol, spyrnuhraða, snerpu og stökkkraft leikmanna. „Þau gögn sem við fáum úr þessu eru skref í rétta átt til að vita hvernig staðan er á leikmönnum og hvort að þjálfunaraðferðirnar séu að virka. Ástæðan fyrir því að við byrjuðum á þessu í upphafi er að landsliðsþjálfarar yngri landsliðanna eru að upplifa að við séum ekkert endilega jöfn í líkamlegri getu gagnvart þeim sem við berum okkur saman við. Þessar mælingar gefa okkur stöðuna, sýna hvar við stöndum og hver næstu skref ættu að vera. Ef að við byggjum þjálfunina upp út frá þessum niðurstöðum þá munum við taka skref í rétta átt,“ segir Katrín, og bætir við: Sjá hvað þarf til að komast í landsliðið „Ég tel að þetta sé gríðarlega mikilvægt, ekki bara fyrir KSÍ heldur líka fyrir þjálfarana, til að sjá hvort að aðferðir þeirra séu að virka. Eins fyrir iðkendurna sjálfa. Þegar niðurstöðurnar verða gefnar út fá iðkendurnir að sjá sínar tölur, og landsmeðaltalið til samanburðar. Allir sem að taka þátt í þessum mælingum hafa þarna því verkfæri til að gera sig betri. Sjá hvar þau eru sterk, hvar veikleikarnir liggja og hvað þarf að gera til að taka næsta skref. Þessar mælingar hafa einnig verið gerðar á yngri kvennalandsliðunum, núna er meistaraverkefni í gangi þar sem verið er að setja viðmið fyrir yngri landsliðin, og það mun einnig vera gott verkefni alla vega fyrir stelpurnar til að sjá hvað þær þurfa að gera til að komast í U17, U19 eða A-landsliðið. Þetta er gríðarlega gott verkfæri fyrir iðkendur, þjálfara og KSÍ.“ Með því að halda mælingum áfram væri svo hægt að koma upp dýrmætum gagnagrunni, bendir Lára á: „Vonandi gerum við þessar mælingar til margra ára og þá söfnum við upp svo ótrúlega mikilvægum gögnum sem munu hjálpa okkur í þessari framþróun í líkamlegri þjálfun á Íslandi. Ég hef heyrt að það sé einsdæmi í heiminum að geta gert það sem við erum að gera hérna, og þetta verða dýrmæt gögn fyrir okkur í framtíðinni.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn KSÍ Sportið í dag Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
„Þetta er gríðarlega gott verkfæri fyrir iðkendur, þjálfara og KSÍ,“ segja knattspyrnukonurnar Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir sem í meistaranámi sínu í íþróttafræði við HR hafa kannað líkamlegt atgervi 15-16 ára knattspyrnufólks á Íslandi. Lára og Katrín ræddu um verkefnið, sem er samvinnuverkefni HR og KSÍ, í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Þær lögðu mikla vinnu í að kanna í vetur líkamlegt atgervi leikmanna á eldra ári í 3. flokki í fótbolta á öllu landinu, og segja niðurstöðurnar hjálpa leikmönnum og þjálfurum að sjá hvar þarf að gera betur. Vonin sé svo sú að haldið verði áfram með þessar mælingar næstu árin til að fá samanburð og skýrari sýn á stöðuna. Klippa: Sportið í dag - Mæla líkamlegt atgervi leikmanna í 3. flokki Fannst mega bæta líkamlega þjálfun á landinu „Ég fór sjálf að pæla smá í þessum hlutum áður en ég byrjaði í náminu. Mér fannst mega bæta þessa líkamlegu þjálfun hérna á Íslandi, og fór að kynna mér þetta og spjallaði við ýmsa aðila. Þetta samstarf á milli háskólans og KSÍ hefur svo verið mjög gott og það hjálpaði mikið við að koma þessu af stað. Arnar Viðarsson byrjaði að starfa hjá KSÍ í byrjun síðasta sumars og var með ákveðnar pælingar um hvað þyrfti að gera, og þetta small allt saman og við byrjuðum þetta verkefni,“ segir Lára sem á sínum ferli sem leikmaður lék lengst af með HK/Víkingi. Katrín, sem lék allan sinn feril með Selfossi, bendir á að mikil vinna hafi farið í að ná til leikmanna: „Fyrsti mælingadagur var 25. janúar en á undan því var mjög mikil undirbúningsvinna. Við þurftum að hafa samband við alla þjálfara á landinu og finna hversu margir iðkendur væru hjá hverjum, panta hallir úti um allt land og slíkt. Þessi gríðarlega undirbúningsvinna hófst síðasta haust. Eftir því sem við best vitum eru 736 iðkendur fæddir 2004 á Íslandi. Þetta eru því stærstu líkamlegu mælingar sem gerðar hafa verið á Íslandi og gríðarlega stórt verkefni, og frábært að fá að taka þátt í því,“ segir Katrín. Ef að þjálfunin byggir á þessum niðurstöðum tökum við skref í rétta átt Rannsóknin hafi verið unnin hratt til að niðurstöður yrðu sem nákvæmastar en 360 iðkendur um allt land voru mældir á einum mánuði. Ýmsar mælingar voru gerðar til að meta meðal annars hraða, þol, spyrnuhraða, snerpu og stökkkraft leikmanna. „Þau gögn sem við fáum úr þessu eru skref í rétta átt til að vita hvernig staðan er á leikmönnum og hvort að þjálfunaraðferðirnar séu að virka. Ástæðan fyrir því að við byrjuðum á þessu í upphafi er að landsliðsþjálfarar yngri landsliðanna eru að upplifa að við séum ekkert endilega jöfn í líkamlegri getu gagnvart þeim sem við berum okkur saman við. Þessar mælingar gefa okkur stöðuna, sýna hvar við stöndum og hver næstu skref ættu að vera. Ef að við byggjum þjálfunina upp út frá þessum niðurstöðum þá munum við taka skref í rétta átt,“ segir Katrín, og bætir við: Sjá hvað þarf til að komast í landsliðið „Ég tel að þetta sé gríðarlega mikilvægt, ekki bara fyrir KSÍ heldur líka fyrir þjálfarana, til að sjá hvort að aðferðir þeirra séu að virka. Eins fyrir iðkendurna sjálfa. Þegar niðurstöðurnar verða gefnar út fá iðkendurnir að sjá sínar tölur, og landsmeðaltalið til samanburðar. Allir sem að taka þátt í þessum mælingum hafa þarna því verkfæri til að gera sig betri. Sjá hvar þau eru sterk, hvar veikleikarnir liggja og hvað þarf að gera til að taka næsta skref. Þessar mælingar hafa einnig verið gerðar á yngri kvennalandsliðunum, núna er meistaraverkefni í gangi þar sem verið er að setja viðmið fyrir yngri landsliðin, og það mun einnig vera gott verkefni alla vega fyrir stelpurnar til að sjá hvað þær þurfa að gera til að komast í U17, U19 eða A-landsliðið. Þetta er gríðarlega gott verkfæri fyrir iðkendur, þjálfara og KSÍ.“ Með því að halda mælingum áfram væri svo hægt að koma upp dýrmætum gagnagrunni, bendir Lára á: „Vonandi gerum við þessar mælingar til margra ára og þá söfnum við upp svo ótrúlega mikilvægum gögnum sem munu hjálpa okkur í þessari framþróun í líkamlegri þjálfun á Íslandi. Ég hef heyrt að það sé einsdæmi í heiminum að geta gert það sem við erum að gera hérna, og þetta verða dýrmæt gögn fyrir okkur í framtíðinni.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn KSÍ Sportið í dag Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira