Óttast að lögum um hópuppsagnir sé ekki alltaf fylgt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 19:19 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Friðrik Þór Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsögnum í dag en enn eiga fleiri tilkynningar eftir að berast Vinnumálastofnun. Dæmi eru um að öllu starfsfólki fyrirtækja í ferðaþjónustu hafi verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Eflingar óttast að lögum um hópuppsagnir sé ekki fylgt í öllum tilfellum. Gray Line sagði upp 107 starfsmönnum í dag. Þórir Garðarsson stjórnarformaður vonar að hann geti ráðið fólkið aftur til starfa síðar. „Við neyddumst til þess að segja upp um 93% af starfsmönnum og það er náttúrlega mjög sárt. Hérna er starfsfólk sem hefur unnið hjá okkur í Fyrirtækið er aðeins eitt af fjölmörgum sem hafa séð sig knúin til að grípa til uppsagna nú um mánaðamótin. Sjá einnig: Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum. Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélags Isavia, var sagt upp í morgun og um hundrað boðið lægra starfshlutfall. Arctic Adventures sagði upp öllum 152 starfsmönnum sínum og Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Öllum sextíu starfsmönnum Hótels Sögu var sagt upp í dag og Íslandshótel segja upp um 230 starfsmönnum. Svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu grípa aðrar stórar hótelkeðjur einnig til umfangsmikilla uppsagna. Segir ekkert undantekningarástand í samfélaginu Margt starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja er í Eflingu. „Atvinnurekendum ber að fara í einu og öllu eftir lögum um hópuppsögnum og ég vil kannski minna á það að í þeim lögum er kveðið á um að það eigi að vera samráð, raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna, trúnaðarmann ef að honum er til að dreifa,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Dæmi séu um að því sé ekki fylgt. „Við höfum fengið því miður tilfelli um það þar sem er verið að framkvæma hópuppsagnir og því er haldið fram við starfsfólk að það sé eitthvert undantekningarástand í samfélaginu og þurfi ekki að fara eftir þessum reglum. Ég vil líka beina því til atvinnurekenda að ef að það er ekki farið eftir þessum lögum, þá eru uppsagnirnar ekki gildar,“ segir Viðar. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsögnum í dag en enn eiga fleiri tilkynningar eftir að berast Vinnumálastofnun. Dæmi eru um að öllu starfsfólki fyrirtækja í ferðaþjónustu hafi verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Eflingar óttast að lögum um hópuppsagnir sé ekki fylgt í öllum tilfellum. Gray Line sagði upp 107 starfsmönnum í dag. Þórir Garðarsson stjórnarformaður vonar að hann geti ráðið fólkið aftur til starfa síðar. „Við neyddumst til þess að segja upp um 93% af starfsmönnum og það er náttúrlega mjög sárt. Hérna er starfsfólk sem hefur unnið hjá okkur í Fyrirtækið er aðeins eitt af fjölmörgum sem hafa séð sig knúin til að grípa til uppsagna nú um mánaðamótin. Sjá einnig: Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum. Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélags Isavia, var sagt upp í morgun og um hundrað boðið lægra starfshlutfall. Arctic Adventures sagði upp öllum 152 starfsmönnum sínum og Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Öllum sextíu starfsmönnum Hótels Sögu var sagt upp í dag og Íslandshótel segja upp um 230 starfsmönnum. Svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu grípa aðrar stórar hótelkeðjur einnig til umfangsmikilla uppsagna. Segir ekkert undantekningarástand í samfélaginu Margt starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja er í Eflingu. „Atvinnurekendum ber að fara í einu og öllu eftir lögum um hópuppsögnum og ég vil kannski minna á það að í þeim lögum er kveðið á um að það eigi að vera samráð, raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna, trúnaðarmann ef að honum er til að dreifa,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Dæmi séu um að því sé ekki fylgt. „Við höfum fengið því miður tilfelli um það þar sem er verið að framkvæma hópuppsagnir og því er haldið fram við starfsfólk að það sé eitthvert undantekningarástand í samfélaginu og þurfi ekki að fara eftir þessum reglum. Ég vil líka beina því til atvinnurekenda að ef að það er ekki farið eftir þessum lögum, þá eru uppsagnirnar ekki gildar,“ segir Viðar.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira