Hvorki rútur né erlenda ferðamenn að sjá: „Þetta er bara ömurlegt“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. apríl 2020 23:30 Bílastæðin við Gullfoss, sem alla jafnan eru full af rútum, eru nær tóm þessa dagana. Einu bílarnir sem mátti finna þar í dag voru bílar iðnaðarmanna sem voru að vinna á svæðinu. Vísir/Egill Hrun í ferðaþjónustu hefur bitnað illa á íbúum á Suðurlandi, ekki síst í Bláskógabyggð. Sveitarstjórinn segir mikla óvissu ríkja um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér. „Það er náttúrulega mikil óvissa eins og víða þar sem að ferðaþjónustan er svona stór atvinnugrein. Það er þannig að Vinnumálastofnun spáir því að hér verði 26% atvinnuleysi í apríl og það hefur mikil áhrif á samfélagið. Það eru gríðarlega mörg störf í ferðaþjónustunni,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitastjóri Bláskógabyggðar en hún segir hrun í ferðaþjónstu bitna illa á mörgum íbúum sveitarfélagsins.Vísir/Egill Ferðamönnum um svæðið hefur fjölgað ört síðustu ár og segir Ásta höggið því nú mikið. „Við erum náttúrulega að fá á þetta svæði stóran hluta af þeim ferðamönnum sem hafa verið að koma til landsins. Þeir hafa verið yfir milljón síðustu ár. Langflestir fara Gullna hringinn eða einhvern hluta af honum. Koma á Þingvelli eða á Gullfoss og Geysi. Þannig að við erum svona að fá ansi stóran hluta af þeim sem á annað borð koma til landsins til okkar.“ Það þykja nú tíðindi að sjá ferðamenn Yfirleitt hafa bílastæðin við Þingvelli, Gullfoss og Geysi verið yfirfull og rútur flutt þangað á hverjum degi þúsundir ferðamanna. Ásta segir það nú sjaldgæfa sjón að sjá rútur við þessa staði og hvað þá rekast á ferðamenn þar en í dag mátti finna hvorugt. „Maður heyrir af einum og einum.“ Kristján Traustason er framkvæmdastjóri veitingastaðarins Geysir Glíma en hann segir fækkun ferðamanna hafa haft mikil áhrif á reksturinn.Vísir/Egill Flestir veitingastaðir á svæðinu eru lokaðir en einn og einn hefur þó reynt að bjóða upp á mat þrátt fyrir samkomubannið. „Það er búið að vera mjög mjög rólegt hjá okkur. Þetta er alveg mjög mikill samdráttur frá því í fyrra og árið áður,“ segir Kristján Traustason framkvæmdastjóri veitingastaðarins Geysir Glíma. „Þetta er bara ömurlegt“ Fáir voru á ferli við Geysi í dag.Vísir/Egill Kokkurinn á staðnum er vanur að standa í ströngu alla daga en núna koma aðeins örfáir gestir. „Þetta verða svona tuttugu manns eða eitthvað svoleiðis í dag í staðin fyrir tvö hundruð venjulega,“ segir Heiðar Ragnarsson kokkur á veitingastaðnum Geysir Glíma. Heiðar hefur starfað á staðnum í tuttugu og þrjú ár og segir það sérkennilega tilfinningu að sjá svæðið við Geysi nær mannlaust alla daga. „Þetta er ekki gaman. Þetta er bara ömurlegt,“ Njóta náttúrunnar betur nú Birna Guðmundsdóttir skoðaði Kerið í dag ásamt fjölskyldu sinni en þau nutu þess að vera ein á svæðinu.Vísir/Egill Þeir einu sem leggja leið sína að ferðamannastöðunum þessa dagana eru Íslendingar eða útlendingar búsettir hér á landi. Þeir koma helst um helgar og því jafnan fáir á ferli á virkum dögum. Margir kunna því vel að ferðast um landið nú. „Við erum bara að njóta náttúrunnar loksins túristalaus og upplifa þetta á ný eins og þetta var þegar maður var lítill,“ segir Birna Guðmundsdóttir sem var naut þess að skoða Kerið í Grímsnesinu í dag með fjölskyldu sinni. Hún segir miklu betra að ferðast nú en oft síðustu ár þegar vart hefur verið þverfótað fyrir ferðamönnum víða. „Maður líka nýtur sín betur.“ Þessi fækkun ferðamanna hefur auðveldað störf smiða sem eru að vinna að því að laga svæðið við Geysi og leggja þar göngustíga. Þeir segja að ef fjöldi ferðamanna væri nú, líkt og jafnan er, þá yrði flókið að leggja stígana. „Mjög erfitt. Við þyrftum að girða okkur af til að fá vinnufrið,“ segir Egill Nielsen smiður. Gera ráð fyrir að þurfa að byggja upp aftur Gullfoss er ein af þeim náttúruperlum sem flestir erlendir ferðamenn vilja sjá þegar þeir koma til landsinsVísir/Egill „Við auðvitað gerum ekki ráð fyrir því að hér komi milljón ferðamenn um leið og verður opnað fyrir samgöngur. Við erum svolítið kannski að fara nokkur ár aftur í tímann og byrja með nokkur hundruð þúsund ferðamenn kannski og reyna svo þróast áfram en við vonum Ísland verði áfram vinsæll og heitur ferðamannastaður,“ segir Ásta. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. 27. apríl 2020 17:59 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Hrun í ferðaþjónustu hefur bitnað illa á íbúum á Suðurlandi, ekki síst í Bláskógabyggð. Sveitarstjórinn segir mikla óvissu ríkja um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér. „Það er náttúrulega mikil óvissa eins og víða þar sem að ferðaþjónustan er svona stór atvinnugrein. Það er þannig að Vinnumálastofnun spáir því að hér verði 26% atvinnuleysi í apríl og það hefur mikil áhrif á samfélagið. Það eru gríðarlega mörg störf í ferðaþjónustunni,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitastjóri Bláskógabyggðar en hún segir hrun í ferðaþjónstu bitna illa á mörgum íbúum sveitarfélagsins.Vísir/Egill Ferðamönnum um svæðið hefur fjölgað ört síðustu ár og segir Ásta höggið því nú mikið. „Við erum náttúrulega að fá á þetta svæði stóran hluta af þeim ferðamönnum sem hafa verið að koma til landsins. Þeir hafa verið yfir milljón síðustu ár. Langflestir fara Gullna hringinn eða einhvern hluta af honum. Koma á Þingvelli eða á Gullfoss og Geysi. Þannig að við erum svona að fá ansi stóran hluta af þeim sem á annað borð koma til landsins til okkar.“ Það þykja nú tíðindi að sjá ferðamenn Yfirleitt hafa bílastæðin við Þingvelli, Gullfoss og Geysi verið yfirfull og rútur flutt þangað á hverjum degi þúsundir ferðamanna. Ásta segir það nú sjaldgæfa sjón að sjá rútur við þessa staði og hvað þá rekast á ferðamenn þar en í dag mátti finna hvorugt. „Maður heyrir af einum og einum.“ Kristján Traustason er framkvæmdastjóri veitingastaðarins Geysir Glíma en hann segir fækkun ferðamanna hafa haft mikil áhrif á reksturinn.Vísir/Egill Flestir veitingastaðir á svæðinu eru lokaðir en einn og einn hefur þó reynt að bjóða upp á mat þrátt fyrir samkomubannið. „Það er búið að vera mjög mjög rólegt hjá okkur. Þetta er alveg mjög mikill samdráttur frá því í fyrra og árið áður,“ segir Kristján Traustason framkvæmdastjóri veitingastaðarins Geysir Glíma. „Þetta er bara ömurlegt“ Fáir voru á ferli við Geysi í dag.Vísir/Egill Kokkurinn á staðnum er vanur að standa í ströngu alla daga en núna koma aðeins örfáir gestir. „Þetta verða svona tuttugu manns eða eitthvað svoleiðis í dag í staðin fyrir tvö hundruð venjulega,“ segir Heiðar Ragnarsson kokkur á veitingastaðnum Geysir Glíma. Heiðar hefur starfað á staðnum í tuttugu og þrjú ár og segir það sérkennilega tilfinningu að sjá svæðið við Geysi nær mannlaust alla daga. „Þetta er ekki gaman. Þetta er bara ömurlegt,“ Njóta náttúrunnar betur nú Birna Guðmundsdóttir skoðaði Kerið í dag ásamt fjölskyldu sinni en þau nutu þess að vera ein á svæðinu.Vísir/Egill Þeir einu sem leggja leið sína að ferðamannastöðunum þessa dagana eru Íslendingar eða útlendingar búsettir hér á landi. Þeir koma helst um helgar og því jafnan fáir á ferli á virkum dögum. Margir kunna því vel að ferðast um landið nú. „Við erum bara að njóta náttúrunnar loksins túristalaus og upplifa þetta á ný eins og þetta var þegar maður var lítill,“ segir Birna Guðmundsdóttir sem var naut þess að skoða Kerið í Grímsnesinu í dag með fjölskyldu sinni. Hún segir miklu betra að ferðast nú en oft síðustu ár þegar vart hefur verið þverfótað fyrir ferðamönnum víða. „Maður líka nýtur sín betur.“ Þessi fækkun ferðamanna hefur auðveldað störf smiða sem eru að vinna að því að laga svæðið við Geysi og leggja þar göngustíga. Þeir segja að ef fjöldi ferðamanna væri nú, líkt og jafnan er, þá yrði flókið að leggja stígana. „Mjög erfitt. Við þyrftum að girða okkur af til að fá vinnufrið,“ segir Egill Nielsen smiður. Gera ráð fyrir að þurfa að byggja upp aftur Gullfoss er ein af þeim náttúruperlum sem flestir erlendir ferðamenn vilja sjá þegar þeir koma til landsinsVísir/Egill „Við auðvitað gerum ekki ráð fyrir því að hér komi milljón ferðamenn um leið og verður opnað fyrir samgöngur. Við erum svolítið kannski að fara nokkur ár aftur í tímann og byrja með nokkur hundruð þúsund ferðamenn kannski og reyna svo þróast áfram en við vonum Ísland verði áfram vinsæll og heitur ferðamannastaður,“ segir Ásta.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. 27. apríl 2020 17:59 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. 27. apríl 2020 17:59