Liverpool á eftir manninum sem afgreiddi íslenska landsliðið í Zagreb Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 10:30 Marcelo Brozovic í baráttunni við Kára Árnason í leiknum í Zagreb í undankeppni HM 2018. Brozovic tryggði Króatíu sigur með tveimur mörkum. EPA/ANTONIO BAT Liverpool er sagt vera á eftir króatískum miðjumanni Internazionale og nýjustu fréttir frá Ítalíu segja að staða á samningaviðræðum leikmannsins auki líkurnar á því að hann endi á Anfield. Marcelo Brozovic skrifaði undir nýjasta samning sinn við Inter í október 2018 og hann rennur út í lok júní næsta sumar. Inter er að reyna að semja aftur við hann en CalcioMercato segir að leikmaðurinn vilji fá miklu meira en félagið er að bjóða. Liverpool handed £53m Marcelo Brozovic transfer boost as Inter Milan face contract problem#LFC #Inter https://t.co/syfDjIZ0FQ pic.twitter.com/28jLCwlfgv— Express Sport (@DExpress_Sport) April 29, 2020 Brozovic fær nú í kringum þrjár milljónir punda í árslaun en sækist eftir því að fá 5,2 milljónir punda í nýjum samningi. Inter hefur aðeins boðið 3,9 milljónir punda samkvæmt heimildum ítalska miðilsins. Jürgen Klopp er sagður hafa mikinn áhuga á að fá kappann inn á miðju Liverpool en Brozovic getur spilað alls staðar á miðjunni þótt hans besta staða sé varnartengiliður. Liverpool ætti því að geta fengið hann með því að kaupa upp gamla samninginn en sú upphæð er talin vera 53 milljónir punda. ?? Timo Werner 'will leave'?? Two Lille stars linked?? Marcelo Brozovic 'boost'Follow all of the latest Liverpool news and transfers right here ??https://t.co/AqXxKbjxyl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 29, 2020 Marcelo Brozovic er 27 ára gamall og hefur leikið með Internazionale frá 2015 en hann kom fyrst til ítalska liðsins á láni. Inter keypti hann síðan af Dinamo Zagreb. Íslendingar ættu að muna eftir stráknum því hann afgreiddi íslenska landsliðið með því að skora bæði mörkin í 2-0 sigri Króatíu á Íslandi í Zagreb í nóvember 2016. Fyrra markið skoraði Brozovic með föstu skoti utan teigs á 15. mínútu en það síðara á lokamínútunni með föstu skoti frá vítateig eftir snögga sókn. Marcelo Brozovic hefur skorað 6 mörk í 51 landsleik fyrir Króatíu en hann var með liðinu á EM 2016 og á HM 2018. Á HM í Rússlandi spilaði hann allan tímann í bæði undanúrslitaleiknum á móti Englandi og í úrslitaleiknum á móti Frökkum. Report: Distance between #Inter and #Brozovic; #Liverpool remain interested https://t.co/xC9XCT66Ec pic.twitter.com/dltFAdCBc8— CalcioMercato (En) (@CmdotCom_En) April 28, 2020 Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
Liverpool er sagt vera á eftir króatískum miðjumanni Internazionale og nýjustu fréttir frá Ítalíu segja að staða á samningaviðræðum leikmannsins auki líkurnar á því að hann endi á Anfield. Marcelo Brozovic skrifaði undir nýjasta samning sinn við Inter í október 2018 og hann rennur út í lok júní næsta sumar. Inter er að reyna að semja aftur við hann en CalcioMercato segir að leikmaðurinn vilji fá miklu meira en félagið er að bjóða. Liverpool handed £53m Marcelo Brozovic transfer boost as Inter Milan face contract problem#LFC #Inter https://t.co/syfDjIZ0FQ pic.twitter.com/28jLCwlfgv— Express Sport (@DExpress_Sport) April 29, 2020 Brozovic fær nú í kringum þrjár milljónir punda í árslaun en sækist eftir því að fá 5,2 milljónir punda í nýjum samningi. Inter hefur aðeins boðið 3,9 milljónir punda samkvæmt heimildum ítalska miðilsins. Jürgen Klopp er sagður hafa mikinn áhuga á að fá kappann inn á miðju Liverpool en Brozovic getur spilað alls staðar á miðjunni þótt hans besta staða sé varnartengiliður. Liverpool ætti því að geta fengið hann með því að kaupa upp gamla samninginn en sú upphæð er talin vera 53 milljónir punda. ?? Timo Werner 'will leave'?? Two Lille stars linked?? Marcelo Brozovic 'boost'Follow all of the latest Liverpool news and transfers right here ??https://t.co/AqXxKbjxyl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 29, 2020 Marcelo Brozovic er 27 ára gamall og hefur leikið með Internazionale frá 2015 en hann kom fyrst til ítalska liðsins á láni. Inter keypti hann síðan af Dinamo Zagreb. Íslendingar ættu að muna eftir stráknum því hann afgreiddi íslenska landsliðið með því að skora bæði mörkin í 2-0 sigri Króatíu á Íslandi í Zagreb í nóvember 2016. Fyrra markið skoraði Brozovic með föstu skoti utan teigs á 15. mínútu en það síðara á lokamínútunni með föstu skoti frá vítateig eftir snögga sókn. Marcelo Brozovic hefur skorað 6 mörk í 51 landsleik fyrir Króatíu en hann var með liðinu á EM 2016 og á HM 2018. Á HM í Rússlandi spilaði hann allan tímann í bæði undanúrslitaleiknum á móti Englandi og í úrslitaleiknum á móti Frökkum. Report: Distance between #Inter and #Brozovic; #Liverpool remain interested https://t.co/xC9XCT66Ec pic.twitter.com/dltFAdCBc8— CalcioMercato (En) (@CmdotCom_En) April 28, 2020
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira