HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 09:00 Pétur Árni Hauksson skoraði 3,6 mörk í leik í 19 leikjum með HK-liðnu í Olís deildinni í vetur og var að auki með 2,4 stoðsendingar að meðaltali. Vísir/Bára Handboltamaðurinn Pétur Árni Hauksson gekk til liðs við Stjörnuna um síðustu helgi en í yfirlýsingu frá HK kemur fram að Pétur hafi verið með samning við HK út næsta tímabil. HK furðar sig á því að viðræður hafi átt sér stað milli Péturs og Stjörnunnar sem og að gengið hafi verið frá samningi við leikmanninn, á meðan samningur Péturs Árna og HK var enn í gildi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá HK þá var rennur samningur Péturs Árna Haukssonar við HK ekki út fyrr en í júní 2021. Stjarnan bað HK ekki um leyfi til að ræða við leikmanninn en reglur HSÍ kveða á um það að aðildarfélögum HSÍ og þjálfurum sé óheimilt að hefja samningaviðræður við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá félagi viðkomandi leikmanns. HK hefur sent inn formlega kvörtun til Handknattsleikssambands Íslands vegna málsins en lítur samt svo á að með því sé málinu lokið af sinni hálfu og þakkar Pétri Árna fyrir sitt framlag á liðnum vetri og HK óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Hér fyrir neðan má sjá alla fréttatilkynninguna frá handknattleiksdeild HK vegna félagaskipta Péturs Árna Haukssonar. Fréttatilkynning frá HKUm liðna helgi voru fluttar fregnir að því að leikmaður HK, Pétur Árni Hauksson, hefði skrifað undir samning og gengið til liðs við Stjörnuna. Komu þessar fréttir stjórn handknattleiksdeildar HK í opna skjöldu þar sem Pétur Árni er samningsbundinn HK til júní árið 2021. Furðar handknattleiksdeild HK sig á því, bæði að viðræður hafi átt sér stað sem og að gengið hafi verið frá samningi við leikmanninn, á meðan samningur Péturs Árna og HK var enn í gildi. Á þeim tíma er fréttirnar bárust hafði handknattleiksdeild HK hvorki borist beiðni frá Pétri né frá handknattleiksdeild Stjörnunnar um að hefja viðræður þeirra á milli. Reglur HSÍ kveða á um það að aðildarfélögum HSÍ og þjálfurum sé óheimilt að hefja samningsviðræður við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá félagi viðkomandi leikmanns. Handknattleiksdeild HK harmar það að þau vinnubrögð séu viðhöfð að rætt sé við og samið við samningsbundna leikmenn án vitneskju félags leikmannsins. Handknattleiksdeild HK telur þetta óásættanlega hattsemi og skýrt brot á reglum HSÍ. Hefur HK því ákveðið að senda inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. Handknattleikdseild HK lítur svo á að með því sé málinu lokið af sinni hálfu, en vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að svona háttsemi endurtaki sig í framtíðinni. Að lokum vill handknattleiksdeild HK þakka Pétri Árna fyrir sitt framlag á liðnum vetri og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Brynjar F. Valsteinsson Formaður Handknattleiksdeildar HK. Olís-deild karla HK Stjarnan Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjá meira
Handboltamaðurinn Pétur Árni Hauksson gekk til liðs við Stjörnuna um síðustu helgi en í yfirlýsingu frá HK kemur fram að Pétur hafi verið með samning við HK út næsta tímabil. HK furðar sig á því að viðræður hafi átt sér stað milli Péturs og Stjörnunnar sem og að gengið hafi verið frá samningi við leikmanninn, á meðan samningur Péturs Árna og HK var enn í gildi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá HK þá var rennur samningur Péturs Árna Haukssonar við HK ekki út fyrr en í júní 2021. Stjarnan bað HK ekki um leyfi til að ræða við leikmanninn en reglur HSÍ kveða á um það að aðildarfélögum HSÍ og þjálfurum sé óheimilt að hefja samningaviðræður við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá félagi viðkomandi leikmanns. HK hefur sent inn formlega kvörtun til Handknattsleikssambands Íslands vegna málsins en lítur samt svo á að með því sé málinu lokið af sinni hálfu og þakkar Pétri Árna fyrir sitt framlag á liðnum vetri og HK óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Hér fyrir neðan má sjá alla fréttatilkynninguna frá handknattleiksdeild HK vegna félagaskipta Péturs Árna Haukssonar. Fréttatilkynning frá HKUm liðna helgi voru fluttar fregnir að því að leikmaður HK, Pétur Árni Hauksson, hefði skrifað undir samning og gengið til liðs við Stjörnuna. Komu þessar fréttir stjórn handknattleiksdeildar HK í opna skjöldu þar sem Pétur Árni er samningsbundinn HK til júní árið 2021. Furðar handknattleiksdeild HK sig á því, bæði að viðræður hafi átt sér stað sem og að gengið hafi verið frá samningi við leikmanninn, á meðan samningur Péturs Árna og HK var enn í gildi. Á þeim tíma er fréttirnar bárust hafði handknattleiksdeild HK hvorki borist beiðni frá Pétri né frá handknattleiksdeild Stjörnunnar um að hefja viðræður þeirra á milli. Reglur HSÍ kveða á um það að aðildarfélögum HSÍ og þjálfurum sé óheimilt að hefja samningsviðræður við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá félagi viðkomandi leikmanns. Handknattleiksdeild HK harmar það að þau vinnubrögð séu viðhöfð að rætt sé við og samið við samningsbundna leikmenn án vitneskju félags leikmannsins. Handknattleiksdeild HK telur þetta óásættanlega hattsemi og skýrt brot á reglum HSÍ. Hefur HK því ákveðið að senda inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. Handknattleikdseild HK lítur svo á að með því sé málinu lokið af sinni hálfu, en vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að svona háttsemi endurtaki sig í framtíðinni. Að lokum vill handknattleiksdeild HK þakka Pétri Árna fyrir sitt framlag á liðnum vetri og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Brynjar F. Valsteinsson Formaður Handknattleiksdeildar HK.
Fréttatilkynning frá HKUm liðna helgi voru fluttar fregnir að því að leikmaður HK, Pétur Árni Hauksson, hefði skrifað undir samning og gengið til liðs við Stjörnuna. Komu þessar fréttir stjórn handknattleiksdeildar HK í opna skjöldu þar sem Pétur Árni er samningsbundinn HK til júní árið 2021. Furðar handknattleiksdeild HK sig á því, bæði að viðræður hafi átt sér stað sem og að gengið hafi verið frá samningi við leikmanninn, á meðan samningur Péturs Árna og HK var enn í gildi. Á þeim tíma er fréttirnar bárust hafði handknattleiksdeild HK hvorki borist beiðni frá Pétri né frá handknattleiksdeild Stjörnunnar um að hefja viðræður þeirra á milli. Reglur HSÍ kveða á um það að aðildarfélögum HSÍ og þjálfurum sé óheimilt að hefja samningsviðræður við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá félagi viðkomandi leikmanns. Handknattleiksdeild HK harmar það að þau vinnubrögð séu viðhöfð að rætt sé við og samið við samningsbundna leikmenn án vitneskju félags leikmannsins. Handknattleiksdeild HK telur þetta óásættanlega hattsemi og skýrt brot á reglum HSÍ. Hefur HK því ákveðið að senda inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. Handknattleikdseild HK lítur svo á að með því sé málinu lokið af sinni hálfu, en vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að svona háttsemi endurtaki sig í framtíðinni. Að lokum vill handknattleiksdeild HK þakka Pétri Árna fyrir sitt framlag á liðnum vetri og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Brynjar F. Valsteinsson Formaður Handknattleiksdeildar HK.
Olís-deild karla HK Stjarnan Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjá meira