„Stundum tölum við um Covid-byltinguna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2020 14:35 Hildur Ingvarsdóttir er skólameistari Tækniskólans. Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, telur að framhaldsskólarnir muni koma sterkari út úr kórónuveirufaraldrinum heldur en áður. Ástæðan er að stigin hafa verið stór skref í að nýta tæknilausnir til að efla kennslu. Hildur var ein af gestum daglegs upplýsingafundar almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins en áherslan í dag var lögð á skólamál. Hildur var þar fulltrúi framhaldsskólanna og sagði hún að framundan væri tímamót á mánudaginn þegar um 800 nemendur muni mæta í skólann á ný til þess að ljúka önninni. Búið er að klára flest allt bóklegt nám með fjarkennslu. „En svo eru ákveðnir þættir sem verða ekki gerðir við stofuborðið. Þar skortir yfirleitt rennibekki og málmsuðubása og gufupressur og vélsagir og fleira. Nú höfum við þá tækifæri til að hleypa nemendum inn til þess að klára þá þætti sem ekki verða gerðir heima fyrir og sjálfsögðu eftir stífustu reglum,“ sagði Hildur. Framhaldsskólar hafa verið lokaðir frá því að samkomubann var sett á en skólastarf hefur engu að síður haldið áfram. Sagði Hildur að nemendur og kennarar hafi verið einstaklega útsjónarsamir í að finna lausnir á því hvernig væri hægt að stunda námið áfram, og yfirleitt var það gert í gegnum tölvu. „Við höfum lært gríðarlega mikið á þessum öllu saman og eiginlega frá því að við fórum að hugsa þennan möguleika að kannski yrði skólum lokað, stundum tölum við um Covid-byltinguna í kennsluháttum,“ sagði Hildur. Hún fælist í að nýta sér tæknina, tækni sem hafi verið til staðar en ekki kannski nýtt til fulls. „Ég held að við höfum tekið stórt stökk á svipstundu við að nýta okkur tækni, tækni sem að var til en við vorum að nota mismikið en urðum að nota núna. Námið heyri ég, bæði í mínum skólum og frá öðrum skólameisturum framhaldsskóla landsins, hefur gengið vonum framar en að sjálfsögðu ekki vandkvæðalaust,“ sagði Hildur. Þetta myndi skila sér inn í skólastarf í framtíðinni. „Ég held að við verðum með öflugri framhaldsskóla vegna þess að við komum með alls konar hluti út úr þessu sem við getum tekið inn í áframhaldandi nám.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, telur að framhaldsskólarnir muni koma sterkari út úr kórónuveirufaraldrinum heldur en áður. Ástæðan er að stigin hafa verið stór skref í að nýta tæknilausnir til að efla kennslu. Hildur var ein af gestum daglegs upplýsingafundar almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins en áherslan í dag var lögð á skólamál. Hildur var þar fulltrúi framhaldsskólanna og sagði hún að framundan væri tímamót á mánudaginn þegar um 800 nemendur muni mæta í skólann á ný til þess að ljúka önninni. Búið er að klára flest allt bóklegt nám með fjarkennslu. „En svo eru ákveðnir þættir sem verða ekki gerðir við stofuborðið. Þar skortir yfirleitt rennibekki og málmsuðubása og gufupressur og vélsagir og fleira. Nú höfum við þá tækifæri til að hleypa nemendum inn til þess að klára þá þætti sem ekki verða gerðir heima fyrir og sjálfsögðu eftir stífustu reglum,“ sagði Hildur. Framhaldsskólar hafa verið lokaðir frá því að samkomubann var sett á en skólastarf hefur engu að síður haldið áfram. Sagði Hildur að nemendur og kennarar hafi verið einstaklega útsjónarsamir í að finna lausnir á því hvernig væri hægt að stunda námið áfram, og yfirleitt var það gert í gegnum tölvu. „Við höfum lært gríðarlega mikið á þessum öllu saman og eiginlega frá því að við fórum að hugsa þennan möguleika að kannski yrði skólum lokað, stundum tölum við um Covid-byltinguna í kennsluháttum,“ sagði Hildur. Hún fælist í að nýta sér tæknina, tækni sem hafi verið til staðar en ekki kannski nýtt til fulls. „Ég held að við höfum tekið stórt stökk á svipstundu við að nýta okkur tækni, tækni sem að var til en við vorum að nota mismikið en urðum að nota núna. Námið heyri ég, bæði í mínum skólum og frá öðrum skólameisturum framhaldsskóla landsins, hefur gengið vonum framar en að sjálfsögðu ekki vandkvæðalaust,“ sagði Hildur. Þetta myndi skila sér inn í skólastarf í framtíðinni. „Ég held að við verðum með öflugri framhaldsskóla vegna þess að við komum með alls konar hluti út úr þessu sem við getum tekið inn í áframhaldandi nám.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira