KR-ingar halda upp á „Stöndum saman“ með hátíð á fésbókinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 16:30 Jón Arnór Stefánsson með Íslandsbikarinn sem KR-liðið vann sjötta árið í röð fyrir ári síðan. vísir/daníel KR-ingar ætla að fá leikmenn og þjálfara meistaraflokka sinna til að gera upp 2019-20 tímabilið á sérstakri uppgjörshátíð „Stöndum saman“ verkefnisins á morgun og gefa stuðningsfólki sínu tækifæri á að fylgjast með því í beinni útsendingu í gegnum fésbókina. „Stöndum saman“ verkefninu lýkur formlega á morgun föstudaginn 1. maí en þar var körfuknattleiksdeild KR að leita eftir fjárhagsstuðningi frá sínu stuðningsfólki eftir að úrslitakeppnin var flautuð af vegna kórónuveirunnar. KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð í karlaflokki og ein aðalinnkoma körfuknattleiksdeildarinnar tengdist heimaleikjum liðanna í úrslitakeppninni á vorin. Tekjumissirinn af úrslitakeppninni er því deildinni erfið. View this post on Instagram Á öllum helstu streymisveitum innan tíðar! #allirsemeinn A post shared by KR Körfubolti (@krbasket) on Apr 24, 2020 at 3:11pm PDT Stöndum Saman snýst um að slá aðsóknarmet í DHL-höllina á leik sem fer þó aldrei fram. Aðsóknarmetið er 2500 manns. Það eru tveir möguleikar í boði. Í fyrsta lagi er að fá ímyndaðan burger, ímyndaðan drykk og miða á leikinn sem kostar 4000 krónur en það er líka hægt að fá bara miða á leikinn á 2500 krónur. KR-ingar ætla að vera í beinni á Facebook-síðu KR körfu klukkan 16:00 á morgun. Þeir hvetja jafnframt alla KR-inga að taka þátt í söfnuninni áður henni lýkur formlega á morgun. Ingvar Örn Ákason (Byssan) mun þarna fá til sín góða gesti. Hann ætlar að komast að því hvernig fjáröflunin gekk, mun gera upp tímabilið sem er að baki sem og að spá í það næsta og slá á létta strengi. Meðal gesta verða: Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir (Obba), fyrirliði mfl. Kvenna Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður mfl. Kvenna Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari mfl. Kvenna Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði mfl. Karla Kristófer Acox, leikmaður mfl. Karla Helgi Már Magnússon, leikmaður mfl. Karla Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari mfl. Karla Böðvar Guðjónsson, formaður kkd KR Það verður vissulega athyglisvert að sjá hvernig söfnunin hefur gengið hjá KR-ingum og líka hvort „gömlu karlarnir“, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon, séu kannski búnir að ákveða það að taka eitt tímabil í viðbót. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KR Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
KR-ingar ætla að fá leikmenn og þjálfara meistaraflokka sinna til að gera upp 2019-20 tímabilið á sérstakri uppgjörshátíð „Stöndum saman“ verkefnisins á morgun og gefa stuðningsfólki sínu tækifæri á að fylgjast með því í beinni útsendingu í gegnum fésbókina. „Stöndum saman“ verkefninu lýkur formlega á morgun föstudaginn 1. maí en þar var körfuknattleiksdeild KR að leita eftir fjárhagsstuðningi frá sínu stuðningsfólki eftir að úrslitakeppnin var flautuð af vegna kórónuveirunnar. KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð í karlaflokki og ein aðalinnkoma körfuknattleiksdeildarinnar tengdist heimaleikjum liðanna í úrslitakeppninni á vorin. Tekjumissirinn af úrslitakeppninni er því deildinni erfið. View this post on Instagram Á öllum helstu streymisveitum innan tíðar! #allirsemeinn A post shared by KR Körfubolti (@krbasket) on Apr 24, 2020 at 3:11pm PDT Stöndum Saman snýst um að slá aðsóknarmet í DHL-höllina á leik sem fer þó aldrei fram. Aðsóknarmetið er 2500 manns. Það eru tveir möguleikar í boði. Í fyrsta lagi er að fá ímyndaðan burger, ímyndaðan drykk og miða á leikinn sem kostar 4000 krónur en það er líka hægt að fá bara miða á leikinn á 2500 krónur. KR-ingar ætla að vera í beinni á Facebook-síðu KR körfu klukkan 16:00 á morgun. Þeir hvetja jafnframt alla KR-inga að taka þátt í söfnuninni áður henni lýkur formlega á morgun. Ingvar Örn Ákason (Byssan) mun þarna fá til sín góða gesti. Hann ætlar að komast að því hvernig fjáröflunin gekk, mun gera upp tímabilið sem er að baki sem og að spá í það næsta og slá á létta strengi. Meðal gesta verða: Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir (Obba), fyrirliði mfl. Kvenna Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður mfl. Kvenna Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari mfl. Kvenna Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði mfl. Karla Kristófer Acox, leikmaður mfl. Karla Helgi Már Magnússon, leikmaður mfl. Karla Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari mfl. Karla Böðvar Guðjónsson, formaður kkd KR Það verður vissulega athyglisvert að sjá hvernig söfnunin hefur gengið hjá KR-ingum og líka hvort „gömlu karlarnir“, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon, séu kannski búnir að ákveða það að taka eitt tímabil í viðbót.
Meðal gesta verða: Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir (Obba), fyrirliði mfl. Kvenna Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður mfl. Kvenna Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari mfl. Kvenna Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði mfl. Karla Kristófer Acox, leikmaður mfl. Karla Helgi Már Magnússon, leikmaður mfl. Karla Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari mfl. Karla Böðvar Guðjónsson, formaður kkd KR
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KR Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira