KR-ingar halda upp á „Stöndum saman“ með hátíð á fésbókinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 16:30 Jón Arnór Stefánsson með Íslandsbikarinn sem KR-liðið vann sjötta árið í röð fyrir ári síðan. vísir/daníel KR-ingar ætla að fá leikmenn og þjálfara meistaraflokka sinna til að gera upp 2019-20 tímabilið á sérstakri uppgjörshátíð „Stöndum saman“ verkefnisins á morgun og gefa stuðningsfólki sínu tækifæri á að fylgjast með því í beinni útsendingu í gegnum fésbókina. „Stöndum saman“ verkefninu lýkur formlega á morgun föstudaginn 1. maí en þar var körfuknattleiksdeild KR að leita eftir fjárhagsstuðningi frá sínu stuðningsfólki eftir að úrslitakeppnin var flautuð af vegna kórónuveirunnar. KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð í karlaflokki og ein aðalinnkoma körfuknattleiksdeildarinnar tengdist heimaleikjum liðanna í úrslitakeppninni á vorin. Tekjumissirinn af úrslitakeppninni er því deildinni erfið. View this post on Instagram Á öllum helstu streymisveitum innan tíðar! #allirsemeinn A post shared by KR Körfubolti (@krbasket) on Apr 24, 2020 at 3:11pm PDT Stöndum Saman snýst um að slá aðsóknarmet í DHL-höllina á leik sem fer þó aldrei fram. Aðsóknarmetið er 2500 manns. Það eru tveir möguleikar í boði. Í fyrsta lagi er að fá ímyndaðan burger, ímyndaðan drykk og miða á leikinn sem kostar 4000 krónur en það er líka hægt að fá bara miða á leikinn á 2500 krónur. KR-ingar ætla að vera í beinni á Facebook-síðu KR körfu klukkan 16:00 á morgun. Þeir hvetja jafnframt alla KR-inga að taka þátt í söfnuninni áður henni lýkur formlega á morgun. Ingvar Örn Ákason (Byssan) mun þarna fá til sín góða gesti. Hann ætlar að komast að því hvernig fjáröflunin gekk, mun gera upp tímabilið sem er að baki sem og að spá í það næsta og slá á létta strengi. Meðal gesta verða: Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir (Obba), fyrirliði mfl. Kvenna Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður mfl. Kvenna Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari mfl. Kvenna Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði mfl. Karla Kristófer Acox, leikmaður mfl. Karla Helgi Már Magnússon, leikmaður mfl. Karla Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari mfl. Karla Böðvar Guðjónsson, formaður kkd KR Það verður vissulega athyglisvert að sjá hvernig söfnunin hefur gengið hjá KR-ingum og líka hvort „gömlu karlarnir“, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon, séu kannski búnir að ákveða það að taka eitt tímabil í viðbót. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KR Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
KR-ingar ætla að fá leikmenn og þjálfara meistaraflokka sinna til að gera upp 2019-20 tímabilið á sérstakri uppgjörshátíð „Stöndum saman“ verkefnisins á morgun og gefa stuðningsfólki sínu tækifæri á að fylgjast með því í beinni útsendingu í gegnum fésbókina. „Stöndum saman“ verkefninu lýkur formlega á morgun föstudaginn 1. maí en þar var körfuknattleiksdeild KR að leita eftir fjárhagsstuðningi frá sínu stuðningsfólki eftir að úrslitakeppnin var flautuð af vegna kórónuveirunnar. KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð í karlaflokki og ein aðalinnkoma körfuknattleiksdeildarinnar tengdist heimaleikjum liðanna í úrslitakeppninni á vorin. Tekjumissirinn af úrslitakeppninni er því deildinni erfið. View this post on Instagram Á öllum helstu streymisveitum innan tíðar! #allirsemeinn A post shared by KR Körfubolti (@krbasket) on Apr 24, 2020 at 3:11pm PDT Stöndum Saman snýst um að slá aðsóknarmet í DHL-höllina á leik sem fer þó aldrei fram. Aðsóknarmetið er 2500 manns. Það eru tveir möguleikar í boði. Í fyrsta lagi er að fá ímyndaðan burger, ímyndaðan drykk og miða á leikinn sem kostar 4000 krónur en það er líka hægt að fá bara miða á leikinn á 2500 krónur. KR-ingar ætla að vera í beinni á Facebook-síðu KR körfu klukkan 16:00 á morgun. Þeir hvetja jafnframt alla KR-inga að taka þátt í söfnuninni áður henni lýkur formlega á morgun. Ingvar Örn Ákason (Byssan) mun þarna fá til sín góða gesti. Hann ætlar að komast að því hvernig fjáröflunin gekk, mun gera upp tímabilið sem er að baki sem og að spá í það næsta og slá á létta strengi. Meðal gesta verða: Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir (Obba), fyrirliði mfl. Kvenna Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður mfl. Kvenna Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari mfl. Kvenna Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði mfl. Karla Kristófer Acox, leikmaður mfl. Karla Helgi Már Magnússon, leikmaður mfl. Karla Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari mfl. Karla Böðvar Guðjónsson, formaður kkd KR Það verður vissulega athyglisvert að sjá hvernig söfnunin hefur gengið hjá KR-ingum og líka hvort „gömlu karlarnir“, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon, séu kannski búnir að ákveða það að taka eitt tímabil í viðbót.
Meðal gesta verða: Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir (Obba), fyrirliði mfl. Kvenna Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður mfl. Kvenna Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari mfl. Kvenna Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði mfl. Karla Kristófer Acox, leikmaður mfl. Karla Helgi Már Magnússon, leikmaður mfl. Karla Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari mfl. Karla Böðvar Guðjónsson, formaður kkd KR
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KR Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira