Fjármálaráðherra segir enga fá meira en samið hafi verið um við aðra Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2020 17:21 Alþingi í dag. Fámennt í þingsal vegna sóttvarna. Vísir/Vilhelm Hvorki lögreglumenn né hjúkrunarfræðingar geta vænst þess að ná fram meiri heildarhækkunum í samningum en ríkið hefur nú þegar samið um við aðra hópa að sögn fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir ráðherrann kominn á endastöð. Í svari við fyrirspurn Halldóru Mogensen þingmanns Pírata á Alþingi í dag sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telja nýfelldan kjarasamning hjúkrunarfræðöinga vera gott veganesti. Samningafólk hans hefði fullt samningsumboð og hann teldi góðar líkur á að samningar tækjust fljótlega. En þeir yrðu að rúmast inn þess ramma sem aðrir samningar ríkisins væruj. Halldóra sagði að þá gæti verið að ramminn sem miðað væri við væri allt of þröngur. „Við vitum núorðið ýmislegt um þennan nýfellda samning sem var mikil óánægja með. Eins og til dæpmis að samþykkt hans fæli í sér launalækkun fyrir að minnsta kosti hluta hjúkrunarfræðinga. Það voru upplýsingarnar sem við fengum frá hjúkrunarfræðingumog að launaliðurinn, launahækkanir hjúkrunarfræðinga, næðu ekki upp í sjötíu þúsund krónur á fjögurra ára tímabili," sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir samningar ekki hafa náðst við hópa þar sem kröfur eru umfram það sem samið hafi verið um við aðra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði alla umræðu um kjarasamningagerð hafa tilhneigingu til að verða óskaplega yfirborðskennda í þingsal og tilgangslítil. „Háttvirtur þingmaður segir að kjarasamningurinn feli í sér launalækkun. Þetta er alger misskilningurl, fullkominn misskilningur. Að sjálfsögðu er verið að tala um hækkun launa og betri kjör frá einum kjarasamningi til þess næsta," sagði fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögreglumenn árum saman hafa reynt að ná eyrum ráðmanna en án árangurs.Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði óheppilegt við núverandi aðstæður að mikilvægar stéttir eins og hjúkrunarfræðingar og lögreglumenn væru með lausa samninga. Lögreglumenn sem hefðu ekki verkfallsrétt hefðu árum saman reynt að ná raunverulegum viðræðum við ráðmenn um sín mál án árangurs. Þeir hefðu nú birt ákall til þjóðarinnar í auglýsingu í fjölmiðlum. Fjármálaráðherra sagði það sama gilda um lögreglumenn og aðra hópa sem ríkið hefði samið við. „Hér er staða lögreglumanna líka tekin upp. Þar hef ég bara nákvæmlega sömu sögu að segja. Þar sem ekki hafa tekist samningar við opinbera starfsmenn hefur það verið vegna þess að viðsemjendur okkar hafa krafist þess að heildarniðurstaða samninganna væri umfram það sem samið hefur verið um við alla aðra. Við höfum ekki getað orðið við því," sagði Bjarni. Þingflokksformaður Viðreisnar sagði samningaviðræður hljóta að snúast um að hver aðili um sig kæmi með sitt að borðinu og síðan næðust samningar. „Þetta var áhugaverð ádrepa sem ég túlka sem svo að hæstvirtur ráðherra sé kominn á endastöð í sínum tilraunum til að nálgast þessa mikilvægu hópa. Það er ekki hægt að orða þetta öðruvísi. Það er búið að gefa upp boltann. Hann ætlar ekki að ganga lengra," sagði Hanna Katrín. Lögreglan Kjaramál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Hvorki lögreglumenn né hjúkrunarfræðingar geta vænst þess að ná fram meiri heildarhækkunum í samningum en ríkið hefur nú þegar samið um við aðra hópa að sögn fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir ráðherrann kominn á endastöð. Í svari við fyrirspurn Halldóru Mogensen þingmanns Pírata á Alþingi í dag sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telja nýfelldan kjarasamning hjúkrunarfræðöinga vera gott veganesti. Samningafólk hans hefði fullt samningsumboð og hann teldi góðar líkur á að samningar tækjust fljótlega. En þeir yrðu að rúmast inn þess ramma sem aðrir samningar ríkisins væruj. Halldóra sagði að þá gæti verið að ramminn sem miðað væri við væri allt of þröngur. „Við vitum núorðið ýmislegt um þennan nýfellda samning sem var mikil óánægja með. Eins og til dæpmis að samþykkt hans fæli í sér launalækkun fyrir að minnsta kosti hluta hjúkrunarfræðinga. Það voru upplýsingarnar sem við fengum frá hjúkrunarfræðingumog að launaliðurinn, launahækkanir hjúkrunarfræðinga, næðu ekki upp í sjötíu þúsund krónur á fjögurra ára tímabili," sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir samningar ekki hafa náðst við hópa þar sem kröfur eru umfram það sem samið hafi verið um við aðra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði alla umræðu um kjarasamningagerð hafa tilhneigingu til að verða óskaplega yfirborðskennda í þingsal og tilgangslítil. „Háttvirtur þingmaður segir að kjarasamningurinn feli í sér launalækkun. Þetta er alger misskilningurl, fullkominn misskilningur. Að sjálfsögðu er verið að tala um hækkun launa og betri kjör frá einum kjarasamningi til þess næsta," sagði fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögreglumenn árum saman hafa reynt að ná eyrum ráðmanna en án árangurs.Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði óheppilegt við núverandi aðstæður að mikilvægar stéttir eins og hjúkrunarfræðingar og lögreglumenn væru með lausa samninga. Lögreglumenn sem hefðu ekki verkfallsrétt hefðu árum saman reynt að ná raunverulegum viðræðum við ráðmenn um sín mál án árangurs. Þeir hefðu nú birt ákall til þjóðarinnar í auglýsingu í fjölmiðlum. Fjármálaráðherra sagði það sama gilda um lögreglumenn og aðra hópa sem ríkið hefði samið við. „Hér er staða lögreglumanna líka tekin upp. Þar hef ég bara nákvæmlega sömu sögu að segja. Þar sem ekki hafa tekist samningar við opinbera starfsmenn hefur það verið vegna þess að viðsemjendur okkar hafa krafist þess að heildarniðurstaða samninganna væri umfram það sem samið hefur verið um við alla aðra. Við höfum ekki getað orðið við því," sagði Bjarni. Þingflokksformaður Viðreisnar sagði samningaviðræður hljóta að snúast um að hver aðili um sig kæmi með sitt að borðinu og síðan næðust samningar. „Þetta var áhugaverð ádrepa sem ég túlka sem svo að hæstvirtur ráðherra sé kominn á endastöð í sínum tilraunum til að nálgast þessa mikilvægu hópa. Það er ekki hægt að orða þetta öðruvísi. Það er búið að gefa upp boltann. Hann ætlar ekki að ganga lengra," sagði Hanna Katrín.
Lögreglan Kjaramál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent