4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2020 17:20 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. Fjölmargar tilkynningar bárust stofnuninni í gær og þá bættist heilmikið við í dag að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, en rætt var við hana í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hópuppsagnirnar vera hjá stærri fyrirtækjum og það sé alltaf dálítill fjöldi starfsmanna undir í hverri uppsögn. „Mér sýnist þetta vera langmest í ferðaþjónustunni og það eru þá fyrirtæki sem eru að segja öllu sínu starfsfólki upp og eru þá að stefna að því að fara í svona hýði þangað til að eitthvað rætist úr. Það má segja að þetta hafi legið í loftinu undanfarna daga frá því að ríkisstjórnin kynnti þessi úrræði,“ segir Unnur. Þá bendir hún á að þessar tölur komi ekki inn í tölfræði um atvinnuleysi strax. „Þetta fólk er allt að fara inn í uppsagnarfrestinn. Þetta er í rauninni þannig að þetta fer út úr okkar kerfi núna aftur inn í sínar gömlu stöður í sinni vinnu, vinnur sinn uppsagnarfrest og síðan sjáum við til eftir þrjá mánuði, sem er nú algengasti uppsagnarfresturinn, hvort að eitthvað hafi rofað til. Við verðum að vona það mjög heitt og innilega að allt þetta fólk komi ekki inn á atvinnuleysisskrá,“ segir Unnur. Mikið álag hefur verið hjá Vinnumálastofnun undanfarið og hafa verið ráðnir inn hátt í þrjátíu manns vegna anna. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði gætu dregist í einhverjum tilfellum vegna anna. „Það er töf hjá greiðslum hjá þeim sem hafa farið á villulista. Það er til dæmis fólk sem er að fá greitt í minnkuðu starfshlutfalli, ef mikið hefur verið fiktað, það hefur kannski byrjað í 25% vinnu, svo hefur verið hækkað upp í 50% og svo aftur lækkað. Tölvukerfið fer dálítið á hliðina við þetta og við þurfum svolítið að handvinna þetta og það veldur því að þetta tefst. Þetta er eitt af dæmunum,“ segir Unnur en viðtalið við hana í heild sinni má heyra hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. Fjölmargar tilkynningar bárust stofnuninni í gær og þá bættist heilmikið við í dag að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, en rætt var við hana í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hópuppsagnirnar vera hjá stærri fyrirtækjum og það sé alltaf dálítill fjöldi starfsmanna undir í hverri uppsögn. „Mér sýnist þetta vera langmest í ferðaþjónustunni og það eru þá fyrirtæki sem eru að segja öllu sínu starfsfólki upp og eru þá að stefna að því að fara í svona hýði þangað til að eitthvað rætist úr. Það má segja að þetta hafi legið í loftinu undanfarna daga frá því að ríkisstjórnin kynnti þessi úrræði,“ segir Unnur. Þá bendir hún á að þessar tölur komi ekki inn í tölfræði um atvinnuleysi strax. „Þetta fólk er allt að fara inn í uppsagnarfrestinn. Þetta er í rauninni þannig að þetta fer út úr okkar kerfi núna aftur inn í sínar gömlu stöður í sinni vinnu, vinnur sinn uppsagnarfrest og síðan sjáum við til eftir þrjá mánuði, sem er nú algengasti uppsagnarfresturinn, hvort að eitthvað hafi rofað til. Við verðum að vona það mjög heitt og innilega að allt þetta fólk komi ekki inn á atvinnuleysisskrá,“ segir Unnur. Mikið álag hefur verið hjá Vinnumálastofnun undanfarið og hafa verið ráðnir inn hátt í þrjátíu manns vegna anna. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði gætu dregist í einhverjum tilfellum vegna anna. „Það er töf hjá greiðslum hjá þeim sem hafa farið á villulista. Það er til dæmis fólk sem er að fá greitt í minnkuðu starfshlutfalli, ef mikið hefur verið fiktað, það hefur kannski byrjað í 25% vinnu, svo hefur verið hækkað upp í 50% og svo aftur lækkað. Tölvukerfið fer dálítið á hliðina við þetta og við þurfum svolítið að handvinna þetta og það veldur því að þetta tefst. Þetta er eitt af dæmunum,“ segir Unnur en viðtalið við hana í heild sinni má heyra hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira