Umskurn á kynfærum kvenna og stúlkna bönnuð í Súdan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2020 09:40 Súdanskar konur mótmæla stöðu kvenna í Kartúm. EPA/MORWAN ALI Stjórnvöld í Súdan samþykktu í vikunni að banna umskurn á kynfærum kvenna. Umskurn telst nú refsivert athæfi og getur hver sem brýtur lögin átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist og sekt. Málið hefur lengi verið gagnrýnt og fagna baráttusamtök gegn umskurn og limlesti stúlkna og kvenna lögunum. Þá segir á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna að breytingarnar marki tímamót í réttindamálum stúlkna í landinu. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa nærri níu af hverjum tíu konum og stúlkum í Súdan verið limlestar á kynfærum. Umskurnin felur í sér að hluti eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð og getur það valdið miklum heilsufarsvandamálum sem dæmi eru um að hafi dregið konur til dauða. Bráðabirgða- eða umskiptastjórn er við völd í Súdan en hún samþykkti breytingu á hegningarlögjöf landsins sem kveður á um að refsa skuli hverjum þeim sem limlesti kynfæri kvenna og stúlkna. Kynfæralimlestingar á stúlkum og konum eru enn stundaðar í minnst 27 ríkjum Afríku sem og í ríkjum Asíu og Mið-Austurlanda. Ástandið er einna verst í Egyptalandi og Súdan sem og Eþíópíu, Keníu, Búrkína Fasó, Nígeríu, Djibútí og Senegal. Ríkisstjórn Súdan tók við fyrir tæpu ári og í henni sitja herforingjar og umbótasinnar sem leiddu uppreisn sem leiddi til stjórnarfarsbreytinga í landinu. Stjórninni hefur verið falið það hlutverk að leiða umbætur í landinu í átt að lýðræði og undirbýr hún lýðræðislegar kosningar í landinu. Þá hefur stjórninni einnig verið falið það hlutverk að koma af stað aðgerðum sem leiða muni til umbóta, til dæmis banni á umskurn stúlkna og kvenna. Frá sjálfstæði hefur hver óstöðuga ríkisstjórnin á fætur annarri verið við völd, hvort sem það hafa verið herstjórnir eða einræðisstjórnir. Omar al-Bashir, fyrrverandi einræðisherra landsins sem steypt var af stóli í byrjun apríl 2019, hafði setið á valdastóli frá árinu 1989. Súdan Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm. 9. mars 2020 19:37 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Stjórnvöld í Súdan samþykktu í vikunni að banna umskurn á kynfærum kvenna. Umskurn telst nú refsivert athæfi og getur hver sem brýtur lögin átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist og sekt. Málið hefur lengi verið gagnrýnt og fagna baráttusamtök gegn umskurn og limlesti stúlkna og kvenna lögunum. Þá segir á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna að breytingarnar marki tímamót í réttindamálum stúlkna í landinu. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa nærri níu af hverjum tíu konum og stúlkum í Súdan verið limlestar á kynfærum. Umskurnin felur í sér að hluti eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð og getur það valdið miklum heilsufarsvandamálum sem dæmi eru um að hafi dregið konur til dauða. Bráðabirgða- eða umskiptastjórn er við völd í Súdan en hún samþykkti breytingu á hegningarlögjöf landsins sem kveður á um að refsa skuli hverjum þeim sem limlesti kynfæri kvenna og stúlkna. Kynfæralimlestingar á stúlkum og konum eru enn stundaðar í minnst 27 ríkjum Afríku sem og í ríkjum Asíu og Mið-Austurlanda. Ástandið er einna verst í Egyptalandi og Súdan sem og Eþíópíu, Keníu, Búrkína Fasó, Nígeríu, Djibútí og Senegal. Ríkisstjórn Súdan tók við fyrir tæpu ári og í henni sitja herforingjar og umbótasinnar sem leiddu uppreisn sem leiddi til stjórnarfarsbreytinga í landinu. Stjórninni hefur verið falið það hlutverk að leiða umbætur í landinu í átt að lýðræði og undirbýr hún lýðræðislegar kosningar í landinu. Þá hefur stjórninni einnig verið falið það hlutverk að koma af stað aðgerðum sem leiða muni til umbóta, til dæmis banni á umskurn stúlkna og kvenna. Frá sjálfstæði hefur hver óstöðuga ríkisstjórnin á fætur annarri verið við völd, hvort sem það hafa verið herstjórnir eða einræðisstjórnir. Omar al-Bashir, fyrrverandi einræðisherra landsins sem steypt var af stóli í byrjun apríl 2019, hafði setið á valdastóli frá árinu 1989.
Súdan Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm. 9. mars 2020 19:37 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm. 9. mars 2020 19:37