Innlent

Lög­reglu­menn fara í raf­ræna kröfu­göngu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu í dag, 1. maí.
Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu í dag, 1. maí. youtube/skjáskot

Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. Því hefur verið blásið til rafrænnar kröfugöngu en ekki eru aðstæður til að halda kröfugöngu á staðnum líkt og tíðkast hefur.

Lögreglumenn fóru síðast í kröfugöngu vegna lausra kjarasamninga við ríkið þann 30. apríl 2001. Lögreglumenn munu nú fara í rafræna kröfugöngu og verður „gangan“ haldin í dag, 1. maí 2020.

Viðræður milli samningsaðila eru enn í gangi en þær ganga hægt. Baldur Ólafsson, lögreglumaður sem einnig á sæti í stjórn Landssambands lögreglumanna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 22. apríl síðastliðinn að viðræðurnar væru einhæfar að þeirra mati. Lögreglumenn séu orðnir langþreyttir á að ekki sé samið og að eðli starfsins sé ekki virt viðlits.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×