Rut gæti leikið á Íslandi á næstu leiktíð en segir leiðinlegt að missa af Final Four Anton Ingi Leifsson skrifar 2. maí 2020 07:00 Rut Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu vísir/ernir Landsliðskonan Rut Jónsdóttir, sem varð sófameistari í Danmörku á dögunum, veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér hjá henni og unnusta sínum Ólafi Gústafssyni sem einnig hefur leikið í Danmörku undanfarin ár. Bæði renna þau út af samningi hjá félögum sínum, Team Esbjerg og Kolding í sumar, en Rut hefur orðið danskur meistari síðustu tvö ár. Hún segir titilinn í ár hafa verið öðruvísi enda fékk Esbjerg hann í sófanum eftir að allt var blásið af vegna kórónuveirunnar. „Þetta er mjög sérstakt. Þetta er allt öðruvísi en í fyrra og mér líður ekki eins og við höfum unnið. Ég er mjög fegin að hafa upplifað þetta í fyrra og að fá að upplifa stemninguna í kringum leikina svo þetta er svolítið sérstakt,“ sagði Rut í Sportinu í dag. Rut segir að það gæti farið svo að Esbjerg leiki til úrslita í Meistaradeildinni í september en hún rennur út af samningi í sumar. „Það nýjasta er að Final 4 verði spilað í september og jafnvel verða átta liða úrslitin spiluð á fimmtudeginum fyrir þessa helgi.Ef það verður ekki þá eru bara tvö efstu liðin sem fara beint í Final 4.“ „Það verður alveg erfitt. Það er mjög stórt að vera komin svona langt. Þetta er mjög skrýtið þar sem einhverjir leikmenn eru að skipta um lið og innbyrðis líka.“ Hægri skyttan segir að það komi allt til greina og vegna ástandsins séu þau opin fyrir öllu. Hún er þó svekkt að missa af Final 4 í Meistaradeildinni fari það fram. „Ég er búinn að vera í Danmörku í tólf ár. Ég veit ekki alveg hvað við ætlum að gera núna og það er leiðinlegt af því ef þær komast í Final 4 þar sem það hefur verið draumur að klára árin í Danmörku þannig.“ „Við erum opin fyrir öllu. Við vorum að skoða það að koma heim og líka að vera úti en eins og ástandið er þá höfum við sett þetta á pásu og ætlum að sjá hvernig þetta verður næstu tvo mánuðina.“ Klippa: Sportið í dag - Rut meistari í Danmörku Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Sportið í dag Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Landsliðskonan Rut Jónsdóttir, sem varð sófameistari í Danmörku á dögunum, veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér hjá henni og unnusta sínum Ólafi Gústafssyni sem einnig hefur leikið í Danmörku undanfarin ár. Bæði renna þau út af samningi hjá félögum sínum, Team Esbjerg og Kolding í sumar, en Rut hefur orðið danskur meistari síðustu tvö ár. Hún segir titilinn í ár hafa verið öðruvísi enda fékk Esbjerg hann í sófanum eftir að allt var blásið af vegna kórónuveirunnar. „Þetta er mjög sérstakt. Þetta er allt öðruvísi en í fyrra og mér líður ekki eins og við höfum unnið. Ég er mjög fegin að hafa upplifað þetta í fyrra og að fá að upplifa stemninguna í kringum leikina svo þetta er svolítið sérstakt,“ sagði Rut í Sportinu í dag. Rut segir að það gæti farið svo að Esbjerg leiki til úrslita í Meistaradeildinni í september en hún rennur út af samningi í sumar. „Það nýjasta er að Final 4 verði spilað í september og jafnvel verða átta liða úrslitin spiluð á fimmtudeginum fyrir þessa helgi.Ef það verður ekki þá eru bara tvö efstu liðin sem fara beint í Final 4.“ „Það verður alveg erfitt. Það er mjög stórt að vera komin svona langt. Þetta er mjög skrýtið þar sem einhverjir leikmenn eru að skipta um lið og innbyrðis líka.“ Hægri skyttan segir að það komi allt til greina og vegna ástandsins séu þau opin fyrir öllu. Hún er þó svekkt að missa af Final 4 í Meistaradeildinni fari það fram. „Ég er búinn að vera í Danmörku í tólf ár. Ég veit ekki alveg hvað við ætlum að gera núna og það er leiðinlegt af því ef þær komast í Final 4 þar sem það hefur verið draumur að klára árin í Danmörku þannig.“ „Við erum opin fyrir öllu. Við vorum að skoða það að koma heim og líka að vera úti en eins og ástandið er þá höfum við sett þetta á pásu og ætlum að sjá hvernig þetta verður næstu tvo mánuðina.“ Klippa: Sportið í dag - Rut meistari í Danmörku Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira