Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 2. maí 2020 11:15 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna Vísir/Vilhelm Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. Hæsta krafan nemur ríflega 30 milljónum króna. Tvö slík mál fara fyrir dóm í vikunni. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að tveir þriðju málanna snúist um kröfur tengdum kórónuveirufaraldrinum þar sem búið er að greiða fyrir þjónustu sem er svo ekki veitt. „Það eru pakkaferðir, námskeið, íþróttafélög og líkamsræktarstöðvar,“ segir Breki. „Þetta varðar aðallega það að fólk fær ekki þá þjónustu sem það hefur greitt fyrir eða enn þá verið að draga af kortum án þess að þjónustan sé veitt.“ Breki segir að samtökin séu með á annan hundrað mál í vinnslu og varði 400-600 manns. Hann nefnir dæmi um ungmenni á tvítugsaldri sem yrði gert að lána ferðaskrifstofu allt að tveimur milljónum króna. „Málin eru allt frá eins manns ferðum og allt að 32 milljóna króna þar sem eru útskriftarferðir eða eitthvað slíkt,“ segir hann. „Margir neytendur hafa líka misst viðurværi sitt og eru líka að glíma við lausafjárvanda.“ Hann segir rétt neytenda ótvíræðan. „Að megin stefnu er hann þannig að sé þjónustan ekki veitt þá á ekki að greiða fyrir hana.“ Segir frumvarp ekki standast stjórnarskrá Nú liggur frumvarp fyrir Alþingi að fyrirtæki geta breytt kröfum neytenda í inneign. „Okkur krossbrá þegar frumvarpið kom fram. Því þarna átti að færa lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytenda. Það leysir engan vanda að færa hann til.“ „Ég bara trúi ekki að þetta fari í gegn því þetta gengur þvílíkt gegn stjórnarskránni.“ Þá séu dæmi um að fyrirtæki hafi frestað endurgreiðslum en hafi áður samþykkt þær. „Þegar þetta frumvarp kom fram ákváðu ferðaskrifstofurnar að bíða með endurgreiðslu. Þar til eftir að frumvarpið yrði þá samþykkt. Það er fáránlegt og gengur gegn stjórnarskránni að setja lög sem eiga að gilda aftur í tímann.“ Hann telur að fresti ferðaskrifstofur að greiða á þennan hátt beri þeim að greiða dráttarvexti af greiðslunni. Samtökin hafi lagt til aðrar lausnir. „Þeir sem vilja þiggi þá inneignarnótur gegn einhvers konar tryggingu um að þær verði endurgreiddar ef að ferðaskrifstofan fer í þrot.“ Tvö slík mál fara fyrir dóm í næstu viku. „Við vitum af dæmum þar sem ferðaskrifstofum hefur verið stefnd og mál verða dómtekin í næstu viku.“ Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00 Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00 Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. Hæsta krafan nemur ríflega 30 milljónum króna. Tvö slík mál fara fyrir dóm í vikunni. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að tveir þriðju málanna snúist um kröfur tengdum kórónuveirufaraldrinum þar sem búið er að greiða fyrir þjónustu sem er svo ekki veitt. „Það eru pakkaferðir, námskeið, íþróttafélög og líkamsræktarstöðvar,“ segir Breki. „Þetta varðar aðallega það að fólk fær ekki þá þjónustu sem það hefur greitt fyrir eða enn þá verið að draga af kortum án þess að þjónustan sé veitt.“ Breki segir að samtökin séu með á annan hundrað mál í vinnslu og varði 400-600 manns. Hann nefnir dæmi um ungmenni á tvítugsaldri sem yrði gert að lána ferðaskrifstofu allt að tveimur milljónum króna. „Málin eru allt frá eins manns ferðum og allt að 32 milljóna króna þar sem eru útskriftarferðir eða eitthvað slíkt,“ segir hann. „Margir neytendur hafa líka misst viðurværi sitt og eru líka að glíma við lausafjárvanda.“ Hann segir rétt neytenda ótvíræðan. „Að megin stefnu er hann þannig að sé þjónustan ekki veitt þá á ekki að greiða fyrir hana.“ Segir frumvarp ekki standast stjórnarskrá Nú liggur frumvarp fyrir Alþingi að fyrirtæki geta breytt kröfum neytenda í inneign. „Okkur krossbrá þegar frumvarpið kom fram. Því þarna átti að færa lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytenda. Það leysir engan vanda að færa hann til.“ „Ég bara trúi ekki að þetta fari í gegn því þetta gengur þvílíkt gegn stjórnarskránni.“ Þá séu dæmi um að fyrirtæki hafi frestað endurgreiðslum en hafi áður samþykkt þær. „Þegar þetta frumvarp kom fram ákváðu ferðaskrifstofurnar að bíða með endurgreiðslu. Þar til eftir að frumvarpið yrði þá samþykkt. Það er fáránlegt og gengur gegn stjórnarskránni að setja lög sem eiga að gilda aftur í tímann.“ Hann telur að fresti ferðaskrifstofur að greiða á þennan hátt beri þeim að greiða dráttarvexti af greiðslunni. Samtökin hafi lagt til aðrar lausnir. „Þeir sem vilja þiggi þá inneignarnótur gegn einhvers konar tryggingu um að þær verði endurgreiddar ef að ferðaskrifstofan fer í þrot.“ Tvö slík mál fara fyrir dóm í næstu viku. „Við vitum af dæmum þar sem ferðaskrifstofum hefur verið stefnd og mál verða dómtekin í næstu viku.“
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00 Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00 Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00
Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00
Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56