Minnst fjórir metrar milli tjalda í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2020 15:40 Tjaldsvæði í Skaftafelli. Vísir/Vilhelm Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu. Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Gestum verður ekki leyfilegt að koma inn á tjaldsvæði, í skála eða fara í skipulagðar ferðir séu þeir í sóttkví, einangrun hafi verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift eða séu þeir með einkenni, þar á meðal kvef og hósta. Þá munu rekstraraðilar þurfa að þrífa og sótthreinsa sameiginleg rými minnst tvisvar á dag. Á tjaldsvæðum munu ekki fleiri en 50 gestir mega vera þar hverju sinni nema hægt sé að skipta svæðinu upp í 50 manna hólf og tryggja á sama tíma tveggja metra fjarlægðartakmarkanir og tvö salerni fyrir hvert hólf ásamt handþvottaaðstöðu. Þá verður að tryggja aðskilnað milli hópa í hverju rými sé baðaðstaða í boði. Þá þarf að tryggja að lágmarki fjögurra metra fjarlægð milli tjalda, tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa og annarra hýsa. Ef tjaldað er í snjó eða mjög köldu veðri skal tvöfalda fjarlægð á milli tjalda. Á hjólhýsasvæðum þarf að tryggja að ekki séu fleiri en 50 manns á sama tíma á sameiginlegum svæðum innan þess. Þá er tveggja metra reglan ítrekuð og minnt á að henni skuli áfram fylgt sem og fyrirmælum um handþvott og almennt hreinlæti þótt að fjöldatakmörkunum sé létt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00 „Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar“ Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum. 26. apríl 2020 11:52 Stefnumót við náttúru Íslands Það má vel vera að mörg hafi séð sumarfríið 2020 fyrir sér á allt annan hátt en nú lítur út fyrir að það muni þróast. Ef til vill eru allskonar plön farin út um þúfur. Ýmislegt sem ekki verður af. En ég verð þess líka áskynja að mörg eru farin að velta fyrir sér nýjum hugmyndum að sumarfríi. 25. apríl 2020 11:30 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira
Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu. Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Gestum verður ekki leyfilegt að koma inn á tjaldsvæði, í skála eða fara í skipulagðar ferðir séu þeir í sóttkví, einangrun hafi verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift eða séu þeir með einkenni, þar á meðal kvef og hósta. Þá munu rekstraraðilar þurfa að þrífa og sótthreinsa sameiginleg rými minnst tvisvar á dag. Á tjaldsvæðum munu ekki fleiri en 50 gestir mega vera þar hverju sinni nema hægt sé að skipta svæðinu upp í 50 manna hólf og tryggja á sama tíma tveggja metra fjarlægðartakmarkanir og tvö salerni fyrir hvert hólf ásamt handþvottaaðstöðu. Þá verður að tryggja aðskilnað milli hópa í hverju rými sé baðaðstaða í boði. Þá þarf að tryggja að lágmarki fjögurra metra fjarlægð milli tjalda, tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa og annarra hýsa. Ef tjaldað er í snjó eða mjög köldu veðri skal tvöfalda fjarlægð á milli tjalda. Á hjólhýsasvæðum þarf að tryggja að ekki séu fleiri en 50 manns á sama tíma á sameiginlegum svæðum innan þess. Þá er tveggja metra reglan ítrekuð og minnt á að henni skuli áfram fylgt sem og fyrirmælum um handþvott og almennt hreinlæti þótt að fjöldatakmörkunum sé létt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00 „Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar“ Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum. 26. apríl 2020 11:52 Stefnumót við náttúru Íslands Það má vel vera að mörg hafi séð sumarfríið 2020 fyrir sér á allt annan hátt en nú lítur út fyrir að það muni þróast. Ef til vill eru allskonar plön farin út um þúfur. Ýmislegt sem ekki verður af. En ég verð þess líka áskynja að mörg eru farin að velta fyrir sér nýjum hugmyndum að sumarfríi. 25. apríl 2020 11:30 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira
Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00
„Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar“ Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum. 26. apríl 2020 11:52
Stefnumót við náttúru Íslands Það má vel vera að mörg hafi séð sumarfríið 2020 fyrir sér á allt annan hátt en nú lítur út fyrir að það muni þróast. Ef til vill eru allskonar plön farin út um þúfur. Ýmislegt sem ekki verður af. En ég verð þess líka áskynja að mörg eru farin að velta fyrir sér nýjum hugmyndum að sumarfríi. 25. apríl 2020 11:30