Yfir þrjú hundruð milljarða reikningur sem lendir á skattgreiðendum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. maí 2020 20:00 VR hafa aldrei borist fleiri tilkynningar vegna brota á réttindum launafólks en nú. Formaður félagsins vill að fyrirtækjum verði gert að endurgreiða fjárstuðning stjórnvalda ef þau verða uppvís að broti. Atvinnuleysi hefur aukist mikið síðustu vikurnar. Núna um mánaðamótin misstu um fimm þúsund vinnuna í hópuppsögnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í árferði sem þessu fjölgi jafnan brotum atvinnurekenda á réttindum launafólks. „Bæði út af því að þessar leiðir ríkisstjórnarinnar, bæði varðandi hlutabótaleiðina og svo þessa nýju leið að greiða stóran hluta af uppsagnarfresti, að þetta hefur verið óljóst. Við höfum fengið mjög mikið af tilkynningum þar sem fyrirtæki hafa bara hreinlega misskilið hvernig úrræðin virka. Mikið af tilkynningum frá fólki sem þarf að vinna meira en 25 prósent en er bara í 25 prósentum. Þetta virðist gæta bara misskilnings en síðan eru líka fleiri tilkynningar sem við fáum og aldrei verið fleiri í sjálfu sér þar sem að fyrirtæki eru sko að brjóta á sem sagt réttindum fólks.“ Skattgreiðendur þurfa að standa undir aðgerðum ríkisstjórnarinnar Ragnar vill að fylgst sé vel með atvinnurekendum. Sérstaklega þeim sem nýta sér nú úrræði ríkisstjórnarinnar. „Það verði gerð krafa á endurgreiðslu verði brotið á réttindum launafólks. Við vitum nákvæmlega hverjir þurfa að borga reikninginn fyrir þetta allt saman. Hann er væntanlega að detta yfir þrjú hundruð milljarða. Allavega þeir tékkar sem hafa nú þegar verið skrifaðir út og það munum við almenningur, skattgreiðendur í landinu, þurfa að standa undir.“ Heimavinna reynist þeim efnaminni oft erfiðari Vinnuveitendur hafa margir hverjir farið fram á það að fólk vinni heima og hafa sumir gert það í einn og hálfan mánuð. Þeir sjá ekki fyrir endann á því á meðan að tveggja metra reglan er í gildi. Ragnar segir þetta íþyngjandi fyrir marga sem hafa kvartað yfir þessu til félagsins. „Þá erum við að horfa á hluti sem snúa bara að búnaði sem fólk er jafnvel að leggja sjálft fram. Krafa um vinnu á heimili þar sem jafnvel er ekki aðstaða til. Við vitum það að þeir efnameiri hafa meira pláss, búa í stærri húsum en efnaminni fjölskyldur og einstaklingar sem eru skikkaðir til þess að vinna heima eru kannski í misgóðum aðstæðum til þess.“ Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
VR hafa aldrei borist fleiri tilkynningar vegna brota á réttindum launafólks en nú. Formaður félagsins vill að fyrirtækjum verði gert að endurgreiða fjárstuðning stjórnvalda ef þau verða uppvís að broti. Atvinnuleysi hefur aukist mikið síðustu vikurnar. Núna um mánaðamótin misstu um fimm þúsund vinnuna í hópuppsögnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í árferði sem þessu fjölgi jafnan brotum atvinnurekenda á réttindum launafólks. „Bæði út af því að þessar leiðir ríkisstjórnarinnar, bæði varðandi hlutabótaleiðina og svo þessa nýju leið að greiða stóran hluta af uppsagnarfresti, að þetta hefur verið óljóst. Við höfum fengið mjög mikið af tilkynningum þar sem fyrirtæki hafa bara hreinlega misskilið hvernig úrræðin virka. Mikið af tilkynningum frá fólki sem þarf að vinna meira en 25 prósent en er bara í 25 prósentum. Þetta virðist gæta bara misskilnings en síðan eru líka fleiri tilkynningar sem við fáum og aldrei verið fleiri í sjálfu sér þar sem að fyrirtæki eru sko að brjóta á sem sagt réttindum fólks.“ Skattgreiðendur þurfa að standa undir aðgerðum ríkisstjórnarinnar Ragnar vill að fylgst sé vel með atvinnurekendum. Sérstaklega þeim sem nýta sér nú úrræði ríkisstjórnarinnar. „Það verði gerð krafa á endurgreiðslu verði brotið á réttindum launafólks. Við vitum nákvæmlega hverjir þurfa að borga reikninginn fyrir þetta allt saman. Hann er væntanlega að detta yfir þrjú hundruð milljarða. Allavega þeir tékkar sem hafa nú þegar verið skrifaðir út og það munum við almenningur, skattgreiðendur í landinu, þurfa að standa undir.“ Heimavinna reynist þeim efnaminni oft erfiðari Vinnuveitendur hafa margir hverjir farið fram á það að fólk vinni heima og hafa sumir gert það í einn og hálfan mánuð. Þeir sjá ekki fyrir endann á því á meðan að tveggja metra reglan er í gildi. Ragnar segir þetta íþyngjandi fyrir marga sem hafa kvartað yfir þessu til félagsins. „Þá erum við að horfa á hluti sem snúa bara að búnaði sem fólk er jafnvel að leggja sjálft fram. Krafa um vinnu á heimili þar sem jafnvel er ekki aðstaða til. Við vitum það að þeir efnameiri hafa meira pláss, búa í stærri húsum en efnaminni fjölskyldur og einstaklingar sem eru skikkaðir til þess að vinna heima eru kannski í misgóðum aðstæðum til þess.“
Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira