Handbolti

Jóhann Gunnar um Barbasinski skottæknina: „Þetta er ákveðin taktík“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aðdragandi að svaðalegu Barbasinski klúðri.
Aðdragandi að svaðalegu Barbasinski klúðri. Seinni bylgjan/Skjáskot

Á dögunum fór fram uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar. Þar var farið yfir allt það helsta sem gerðist á leiktíðinni. Sýnd voru skemmtileg tilþrif, helstu klúðrin og margt, margt fleira. Þar á meðal var „Barbasinski-syrpan“ sýnd.

Fyrir þá sem ekki vita, er skotið í gólfið og boltinn á svo að fara upp í þaknetið á markinu. Hins vegar mistekst skotið og boltinn fer yfir, og oft himinhátt yfir, markið.

Þóttist Jóhann Gunnar Einarsson, einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar, aldrei hafa klúðrað skoti á þennan hátt. „Þetta er ákveðin taktík að dúndra ekki í gólfið,“ sagði Jóhann Gunnar um tæknina á bakvið gott „Barbasinski-skot.“

Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Barbasinski syrpa

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir

Fyndnustu atvik tímabilsins: „Versta lokasókn aldarinnar“

Þjálfari bókstaflega henti leikmanni sínum inn á völlinn, Kári Kristján lenti í klemmu, og Afturelding átti líklega verstu lokasókn aldarinnar. Þetta og fleira til má sjá í síðustu útgáfunni af Hvað ertu að gera maður?

Seinni bylgjan: Tíu bestu tilþrif vetrarins

Eyjamenn áttu allra flottustu tilþrif handboltavetrarins að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar en ýmsir fleiri sýndu mögnuð tilþrif á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×