Ekkert bendir til annars en að verkfall hefjist á þriðjudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2020 14:45 Samningarfundur Reykjavíkurborgar og Eflingar hjá Ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm „Það hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að [verkfall] muni hefjast á hádegi á þriðjudag og ef það er það sem þarf þá verður svo að vera,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við fréttastofu. Boðað hefur verið til verkfalls sem hefst á þriðjudag komist Efling ekki að samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Eflingar og Sambandsins hjá ríkissáttasemjara á morgun. Viðar segir stöðuna ekki hafa breyst mikið á síðustu dögum, hún hafi haldist sú sama frá síðasta fundi. Hann segir að farið verði inn á fundinn með von um að sambandið muni vera tilbúið að sýna vilja til að leysa úr deilunni á sömu forsendum og leyst var úr kjaradeilum við Reykjavíkurborg og ríkið og við Faxaflóahafnir. „Ég held að sambandið sé að verða mjög einangrað í afstöðu sinni,“ segir Viðar. Hann segist ekki geta sagt að mikið beri á milli samningsaðila. „Málið snýst um hóflega leiðréttingakröfu fyrir allra lægstu laun og sögulega vanmetnar kvennastéttir.“ „Þetta er lausn sem aðrir armar hins opinbera hafa þegar fallist á að gera í kjaraviðræðum við okkur á liðnum vikum. Ég held að það verði æ furðulegra hvers vegna sambandið sker sig úr með þessum hætti.“ Sérðu fyrir þér að þau breyti afstöðu sinni fyrir fundinn á morgun? „Það er þeirra að svara en auðvitað held ég að það verði allra hagur að fara að leysa úr þessari kjaradeilu sem allra fyrst,“ segir Viðar. „Ég held að eina tæka lausnin á þessu máli sé á borðinu og hún er sú sem þegar hefur samist við ríkið og Reykjavíkurborg. Fjórum skólum verður lokað 6. maí hjá Kópavogsbæ, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, takist ekki að semja fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný á morgun 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, það er Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta. Kjaramál Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. 1. maí 2020 12:51 Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18 Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Það hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að [verkfall] muni hefjast á hádegi á þriðjudag og ef það er það sem þarf þá verður svo að vera,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við fréttastofu. Boðað hefur verið til verkfalls sem hefst á þriðjudag komist Efling ekki að samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Eflingar og Sambandsins hjá ríkissáttasemjara á morgun. Viðar segir stöðuna ekki hafa breyst mikið á síðustu dögum, hún hafi haldist sú sama frá síðasta fundi. Hann segir að farið verði inn á fundinn með von um að sambandið muni vera tilbúið að sýna vilja til að leysa úr deilunni á sömu forsendum og leyst var úr kjaradeilum við Reykjavíkurborg og ríkið og við Faxaflóahafnir. „Ég held að sambandið sé að verða mjög einangrað í afstöðu sinni,“ segir Viðar. Hann segist ekki geta sagt að mikið beri á milli samningsaðila. „Málið snýst um hóflega leiðréttingakröfu fyrir allra lægstu laun og sögulega vanmetnar kvennastéttir.“ „Þetta er lausn sem aðrir armar hins opinbera hafa þegar fallist á að gera í kjaraviðræðum við okkur á liðnum vikum. Ég held að það verði æ furðulegra hvers vegna sambandið sker sig úr með þessum hætti.“ Sérðu fyrir þér að þau breyti afstöðu sinni fyrir fundinn á morgun? „Það er þeirra að svara en auðvitað held ég að það verði allra hagur að fara að leysa úr þessari kjaradeilu sem allra fyrst,“ segir Viðar. „Ég held að eina tæka lausnin á þessu máli sé á borðinu og hún er sú sem þegar hefur samist við ríkið og Reykjavíkurborg. Fjórum skólum verður lokað 6. maí hjá Kópavogsbæ, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, takist ekki að semja fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný á morgun 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, það er Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta.
Kjaramál Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. 1. maí 2020 12:51 Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18 Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. 1. maí 2020 12:51
Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18
Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29