Nýjustu reglurnar líklega afnumdar fyrst Sylvía Hall skrifar 2. apríl 2020 18:55 Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, á upplýsingafundi almannavarna. Lögreglan Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það vera í skoðun hvernig væri best að aflétta samkomubanninu þegar að því kemur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í dag að samkomubanni yrði aflétt mánudaginn 4. maí. Sjá einnig: Samkomubann verður til 4. maí Að sögn Víðis yrði slíkt gert í skrefum og þyrfti að skoða nánar hvernig það yrði útfært. Það er í samræmi við fyrri yfirlýsingar sóttvarnalæknis, en Víðir segir líklegast að því yrði aflétt í öfugri röð, það er að nýjustu reglurnar yrðu afnumdar fyrst. Líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og sundlaugar voru á meðal þeirra staða sem var lokað þegar samkomubannið var hert og myndu þeir því líklega opna fyrst þegar farið væri að aflétta samkomubanninu. Ekki er vitað hvernig skólastarf yrði útfært, ef samkomubanninu yrði aflétt. „Það er mjög erfitt að segja. Það var með því fyrsta sem við settum á og við höfum verið í samskiptum við menntamálaráðuneytið um það og það er verið að skoða hvernig hægt er að ljúka skólastarfi og reyna að gera áætlanir um það, hvort sem það verður með núverandi ástandi eða með einhverjum breytingum, það er erfitt að segja í augnablikinu,“ segir Víðir. Þá segir Víðir fólk vera hvatt til þess að vera heima um páskana. Það myndi auka álag á heilsugæslustöðvar landsins ef fólk færi að flykkjast út á land í núverandi ástandi því sé best að halda sig heima. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það vera í skoðun hvernig væri best að aflétta samkomubanninu þegar að því kemur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í dag að samkomubanni yrði aflétt mánudaginn 4. maí. Sjá einnig: Samkomubann verður til 4. maí Að sögn Víðis yrði slíkt gert í skrefum og þyrfti að skoða nánar hvernig það yrði útfært. Það er í samræmi við fyrri yfirlýsingar sóttvarnalæknis, en Víðir segir líklegast að því yrði aflétt í öfugri röð, það er að nýjustu reglurnar yrðu afnumdar fyrst. Líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og sundlaugar voru á meðal þeirra staða sem var lokað þegar samkomubannið var hert og myndu þeir því líklega opna fyrst þegar farið væri að aflétta samkomubanninu. Ekki er vitað hvernig skólastarf yrði útfært, ef samkomubanninu yrði aflétt. „Það er mjög erfitt að segja. Það var með því fyrsta sem við settum á og við höfum verið í samskiptum við menntamálaráðuneytið um það og það er verið að skoða hvernig hægt er að ljúka skólastarfi og reyna að gera áætlanir um það, hvort sem það verður með núverandi ástandi eða með einhverjum breytingum, það er erfitt að segja í augnablikinu,“ segir Víðir. Þá segir Víðir fólk vera hvatt til þess að vera heima um páskana. Það myndi auka álag á heilsugæslustöðvar landsins ef fólk færi að flykkjast út á land í núverandi ástandi því sé best að halda sig heima.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41
Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54