Í dag fóru í sölu sérstakir brjóstasnúðar í bakaríum Brauð&Co til styrktar Göngum saman. Styrktarfélagið styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og er þetta þriðja árið í röð sem þessir fallegu hindberjasnúðar eru seldir til þess að safna fyrir félagið. Allur ágóði af sölunni rennur óskipt til Göngum Saman.
„Við hjá Göngum saman eru virkilega þakklát fyrir ómetanlega stuðning Brauð&co.Göngum saman hefur veitt 100 milljónir í styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og hefur stuðningur Brauð&co verið okkur mikils virði. Styrktarfélagið Göngum saman hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini en þær eru undirstaða þess að lækning finnist,“ segir Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður styrktarfélagsins.

„Göngum Saman er að vinna alveg frábært starf og við hjá Brauð&Co erum stolt að vera partur af því. Við hvetjum því alla til að kíkja í bakaríin okkar 4-10. maí, grípa nokkra snúða og styrkja um leið frábært málefni, “ segir Viðar Brink, markaðsstjóri Brauð&co.