Gríðarlega stolt af skólakerfinu sem hafi tæknivæðst á mettíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. maí 2020 13:01 Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, heimsótti nokkra skóla nú í morgunsárið eftir að skólastarf hófst með hefðbundnum hætti. Hún kveðst stolt af íslenskum nemendum og kennurum sem hafi yfirstigið fjölmargar hindranir í samkomubanninu. Vísir Fjórði maí er runninn upp sem þýðir að samkomubannið, sem hefur verið í gildi, verður í dag að hluta til aflétt. Skólahald í leik-og grunnskólum hófst með hefðbundnum hætti í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra heimsótti nokkra skóla í morgunsárið og kvaðst vera gríðarlega stolt af því þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið. Það hafi tæknivæðst á mettíma í samkomubanninu. Í dag hófst skólastarf í leik-og grunnskólum með eðlilegum hætti. Í framhalds- og grunnskólum gildir meginreglan um hámark fimmtíu einstaklinga í sama rými. Byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, verða þá opnaðar að nýju. Lilja stödd í Seljaskóla þegar fréttastofa náði tali af henni en áður heimsótti hún Menntaskólann við Hamrahlíð. „Mér finnst bara svo brýnt að við fáum það svona beint í æð, nákvæmlega það sem er að gerast í skólakerfinu og ég er gríðarlega stolt af þessu þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið á tímum samkomubanns.“ Lilja segir að taka þurfi tillit til þeirra aðstæðna sem séu uppi. Faraldurinn hafi mismunandi áhrif á börn en einnig foreldra. Þannig þurfi að sýna sveigjanleika en um leið festu. Lilja segir að þjóðin megi vera stolt af íslensku menntakerfi, vel hafi tekist til þrátt fyrir stórar og miklar áskoranir. „Allir hafa þurft að breyta því hvernig þeir nema og kenna og annað slíkt og það er álag en það eru líka tækifæri í þessu. Við erum búin að tæknivæðast á mjög skömmum tíma. Ég vil líka segja að það er tekið eftir þessu erlendis. Ég held að við séum eitt af mjög fáum ríkjum þar sem haldið verður námsmat. „Við erum öll tiltölulega glöð í hjartanu“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, minnir á skólaskylduna sem við lýði er í landinu. Hún bindur vonir við að skólastarf verði með hefðbundnum hætti út skólaárið. Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að flest börn hafi snúið aftur í skólann í morgun. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera meðvituð um að það er skólaskylda. Það er mikilvægt fyrir krakkana að koma inn núna. Það er stutt þangað til við förum í sumarfrí. Við teljum það, allavega hér í Háteigsskóla, vera mjög mikilvægt að við klárum skólaárið eins rútínukennt og hefðbundið og hægt er“ Arndís segir krakkana vera afar meðvitaða um hvernig beri að haga sér í faraldri með tilliti til sóttvarna. „Það er nú svo skemmtilegt að krakkarnir eru mjög sáttir og ánægðir með þetta. Ég held að við séum öll tiltölulega glöð í hjartanu. Hvað varðar allar fjarlægðartakmarkanir og allt þetta þá virðast allir vera mjög meðvitaðir. Krakkarnir eru meðvitaðir og fullorðna fólkið er meðvitað. En það er svona aðeins frjálslegra fas en það var fyrir helgina,“ segir Arndís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Víðir með þeim fyrstu til að fara í klippingu Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 09:30 Þessir staðir opna á ný í dag Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós. 4. maí 2020 12:59 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Fjórði maí er runninn upp sem þýðir að samkomubannið, sem hefur verið í gildi, verður í dag að hluta til aflétt. Skólahald í leik-og grunnskólum hófst með hefðbundnum hætti í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra heimsótti nokkra skóla í morgunsárið og kvaðst vera gríðarlega stolt af því þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið. Það hafi tæknivæðst á mettíma í samkomubanninu. Í dag hófst skólastarf í leik-og grunnskólum með eðlilegum hætti. Í framhalds- og grunnskólum gildir meginreglan um hámark fimmtíu einstaklinga í sama rými. Byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, verða þá opnaðar að nýju. Lilja stödd í Seljaskóla þegar fréttastofa náði tali af henni en áður heimsótti hún Menntaskólann við Hamrahlíð. „Mér finnst bara svo brýnt að við fáum það svona beint í æð, nákvæmlega það sem er að gerast í skólakerfinu og ég er gríðarlega stolt af þessu þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið á tímum samkomubanns.“ Lilja segir að taka þurfi tillit til þeirra aðstæðna sem séu uppi. Faraldurinn hafi mismunandi áhrif á börn en einnig foreldra. Þannig þurfi að sýna sveigjanleika en um leið festu. Lilja segir að þjóðin megi vera stolt af íslensku menntakerfi, vel hafi tekist til þrátt fyrir stórar og miklar áskoranir. „Allir hafa þurft að breyta því hvernig þeir nema og kenna og annað slíkt og það er álag en það eru líka tækifæri í þessu. Við erum búin að tæknivæðast á mjög skömmum tíma. Ég vil líka segja að það er tekið eftir þessu erlendis. Ég held að við séum eitt af mjög fáum ríkjum þar sem haldið verður námsmat. „Við erum öll tiltölulega glöð í hjartanu“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, minnir á skólaskylduna sem við lýði er í landinu. Hún bindur vonir við að skólastarf verði með hefðbundnum hætti út skólaárið. Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að flest börn hafi snúið aftur í skólann í morgun. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera meðvituð um að það er skólaskylda. Það er mikilvægt fyrir krakkana að koma inn núna. Það er stutt þangað til við förum í sumarfrí. Við teljum það, allavega hér í Háteigsskóla, vera mjög mikilvægt að við klárum skólaárið eins rútínukennt og hefðbundið og hægt er“ Arndís segir krakkana vera afar meðvitaða um hvernig beri að haga sér í faraldri með tilliti til sóttvarna. „Það er nú svo skemmtilegt að krakkarnir eru mjög sáttir og ánægðir með þetta. Ég held að við séum öll tiltölulega glöð í hjartanu. Hvað varðar allar fjarlægðartakmarkanir og allt þetta þá virðast allir vera mjög meðvitaðir. Krakkarnir eru meðvitaðir og fullorðna fólkið er meðvitað. En það er svona aðeins frjálslegra fas en það var fyrir helgina,“ segir Arndís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Víðir með þeim fyrstu til að fara í klippingu Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 09:30 Þessir staðir opna á ný í dag Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós. 4. maí 2020 12:59 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Víðir með þeim fyrstu til að fara í klippingu Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 09:30
Þessir staðir opna á ný í dag Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós. 4. maí 2020 12:59
Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04