Þórunn full tilhlökkunar að snúa aftur á þing eftir veikindaleyfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 13:04 Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, snýr aftur á þing í dag eftir að hafa verið í veikindaleyfi í rúmt ár vegna þriðja stigs brjóstakrabbameins sem hún greindist með í fyrra. Hún segir það leggjast afskaplega vel í sig að snúast aftur á þing og að hún sé full tilhlökkunar. Þá hafi hún það ótrúlega gott. „Ég er náttúrulega laus við meinið og þá getur maður ekki annað en verið þakklátur og kátur,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Þórarinn Ingi Pétursson tók sæti Þórunnar á þingi þegar hún fór í leyfið á síðasta ári. Þórunn birti mynd af þeim á Facebook-síðu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þar segir hún að liðið ár hafi bæði verið lærdómsríkt og krefjandi. Full þakklætis fyrir góðan árangur horfir hún bjartsýn og hress til framtíðar: Fyrir liggja krefjandi verkefni í þinginu sem ég hlakka til að takast á við með mínum góðu félögum í þingflokki Framsóknar. Ég læt hér fylgja með mynd af okkur Grundarbóndanum þar sem við hittumst við Eyjafjörðinn á leið minni suður. Þar höfðum við ,,lyklaskipti“. Vitni voru fá en athöfnin var góð. Hann steig inn með stuttum fyrirvara og leysti mig af með miklum sóma, fyrir það vil ég þakka. Eins vil ég þakka Líneik Önnu og Hjálmari Boga fyrir einstakan stuðning, vináttu og samvinnu. Það er magnað að tilheyra þessu 4 manna teymi sem hefur samvinnuhugsjónina að leiðarljósi. Takk allir fyrir góðan stuðning, hvatningu og fallegar hugsanir. Vonandi sé ég ykkur sem flest fljótlega og heyri í ykkur,“ segir Þórunn í færslunni sem sjá má hér fyrir neðan. Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, snýr aftur á þing í dag eftir að hafa verið í veikindaleyfi í rúmt ár vegna þriðja stigs brjóstakrabbameins sem hún greindist með í fyrra. Hún segir það leggjast afskaplega vel í sig að snúast aftur á þing og að hún sé full tilhlökkunar. Þá hafi hún það ótrúlega gott. „Ég er náttúrulega laus við meinið og þá getur maður ekki annað en verið þakklátur og kátur,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Þórarinn Ingi Pétursson tók sæti Þórunnar á þingi þegar hún fór í leyfið á síðasta ári. Þórunn birti mynd af þeim á Facebook-síðu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þar segir hún að liðið ár hafi bæði verið lærdómsríkt og krefjandi. Full þakklætis fyrir góðan árangur horfir hún bjartsýn og hress til framtíðar: Fyrir liggja krefjandi verkefni í þinginu sem ég hlakka til að takast á við með mínum góðu félögum í þingflokki Framsóknar. Ég læt hér fylgja með mynd af okkur Grundarbóndanum þar sem við hittumst við Eyjafjörðinn á leið minni suður. Þar höfðum við ,,lyklaskipti“. Vitni voru fá en athöfnin var góð. Hann steig inn með stuttum fyrirvara og leysti mig af með miklum sóma, fyrir það vil ég þakka. Eins vil ég þakka Líneik Önnu og Hjálmari Boga fyrir einstakan stuðning, vináttu og samvinnu. Það er magnað að tilheyra þessu 4 manna teymi sem hefur samvinnuhugsjónina að leiðarljósi. Takk allir fyrir góðan stuðning, hvatningu og fallegar hugsanir. Vonandi sé ég ykkur sem flest fljótlega og heyri í ykkur,“ segir Þórunn í færslunni sem sjá má hér fyrir neðan.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira