Hafþór um bardagann gegn Hall: „Sé þetta fyrir mér að ég roti hann í fyrstu lotu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 20:00 Hafþór ætlar að ganga frá Eddie í 1. lotu í Las Vegas á næsta ári. vísir/s2s Það var staðfest í kvöld að heimsmethafinn í réttstöðulyftu, Hafþór Júlíus Björnsson, mun berjast við Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári en þetta staðfesti Hafþór sjálfur í þættinum Sportinu í dag sem fór fram eins og alla virka daga á Stöð 2 Sport í dag. Hafþór bætti heimsmet Eddie um helgina en hann er einnig aflraunamaður. Hafþór og Eddie hafa lengi eldað grátt silfur saman og úr því varð þessi risabardagi en Hafþór greindi frá því um helgina að þetta væri sjö stafa tala sem hann fengi fyrir bardagann. Það er eðlilega spenningur í Hafþóri. „Þetta er „professional“ bardagi og þó að séum ekki „professional fighterarar“ þá gerum við þetta allt eftir þeirra reglum. Það eru sömu lotur og allt það. Núna taka við miklar æfingar og öðruvísi æfingar. Mikil tæknivinna og ég veit vel að ég er enginn boxari en ég er mikill íþróttamaður. Þetta er mikið tækifæri fyrir mig og fjölskylduna,“ sagði Hafþór en hann hefur fengið mörg spennandi tilboð á síðustu árum. „Ég er búinn að vinna allt sem ég get unnið í aflraunum. Næsta skref var í þessa áttina og ég var búinn að fá boð í restling, NFL og alls konar dót sem leit mjög vel út. Þetta leit best út svo ég tók þetta.“ Hafþór segir að hann sé enginn boxari en hann hefur nægan tíma til þess að bæta sig. Vinir hans hafa einnig fengið að finna fyrir því, að sögn Hafþórs. „Við sjáum til. Nú hef ég ár til þess að undirbúa mig fyrir þetta. Ég ætla að æfa vel fyrir þetta. Ég er mikill íþróttamaður og með mikinn metnað. Ég mun vinna vel og æfa stíft svo sjáum við hvað ég get bætt mig mikið.“ „Ég hef leikið mér með strákunum. Ég veit vel að ég þarf að bæta mig en ég er reiðubúinn að leggja á mig þessa vinnu. Það er allt í vinnslu varðandi þjálfara og ég á einn góðan vin sem ég hef núna. Hann keppti lengi vel í boxi; bæði úti og hér heima og þjálfaði. Ég hef hann og mun byrja strax að æfa með honum. Síðan mun ég bæta við,“ en hversu stór er samningurinn sem hann skrifaði undir við Core Sport? „Hann er stór. Mjög spennandi.“ Köldu lofti andar á milli Hafþórs og Eddie en ólíklegt er að bardaginn fari í tólf lotur. „Ég sé þetta fyrir mér að ég rota hann í fyrstu lotu. Það er bara þannig. Ég hef armalengdina. Ég ætla að æfa vel og létta mig mikið. Úthaldið mun verða betra og ég veit hvað ég þarf að gera. Ég mun sanka að mér góðu liði til þess að geta æft mig 100% fyrir þetta og það er fullt af fólki sem heldur að við munum deyja í fyrstu lotu en það væri þvæla að fara mæta í þetta 200 kíló með ekkert úthald. Það er hægt að gera helling á rúmu ári. Það er fínn tími og hægt að æfa sig vel.“ Klippa: Sportið í dag - Hafþór Júlíus um bardagann Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Box Sportið í dag Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Það var staðfest í kvöld að heimsmethafinn í réttstöðulyftu, Hafþór Júlíus Björnsson, mun berjast við Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári en þetta staðfesti Hafþór sjálfur í þættinum Sportinu í dag sem fór fram eins og alla virka daga á Stöð 2 Sport í dag. Hafþór bætti heimsmet Eddie um helgina en hann er einnig aflraunamaður. Hafþór og Eddie hafa lengi eldað grátt silfur saman og úr því varð þessi risabardagi en Hafþór greindi frá því um helgina að þetta væri sjö stafa tala sem hann fengi fyrir bardagann. Það er eðlilega spenningur í Hafþóri. „Þetta er „professional“ bardagi og þó að séum ekki „professional fighterarar“ þá gerum við þetta allt eftir þeirra reglum. Það eru sömu lotur og allt það. Núna taka við miklar æfingar og öðruvísi æfingar. Mikil tæknivinna og ég veit vel að ég er enginn boxari en ég er mikill íþróttamaður. Þetta er mikið tækifæri fyrir mig og fjölskylduna,“ sagði Hafþór en hann hefur fengið mörg spennandi tilboð á síðustu árum. „Ég er búinn að vinna allt sem ég get unnið í aflraunum. Næsta skref var í þessa áttina og ég var búinn að fá boð í restling, NFL og alls konar dót sem leit mjög vel út. Þetta leit best út svo ég tók þetta.“ Hafþór segir að hann sé enginn boxari en hann hefur nægan tíma til þess að bæta sig. Vinir hans hafa einnig fengið að finna fyrir því, að sögn Hafþórs. „Við sjáum til. Nú hef ég ár til þess að undirbúa mig fyrir þetta. Ég ætla að æfa vel fyrir þetta. Ég er mikill íþróttamaður og með mikinn metnað. Ég mun vinna vel og æfa stíft svo sjáum við hvað ég get bætt mig mikið.“ „Ég hef leikið mér með strákunum. Ég veit vel að ég þarf að bæta mig en ég er reiðubúinn að leggja á mig þessa vinnu. Það er allt í vinnslu varðandi þjálfara og ég á einn góðan vin sem ég hef núna. Hann keppti lengi vel í boxi; bæði úti og hér heima og þjálfaði. Ég hef hann og mun byrja strax að æfa með honum. Síðan mun ég bæta við,“ en hversu stór er samningurinn sem hann skrifaði undir við Core Sport? „Hann er stór. Mjög spennandi.“ Köldu lofti andar á milli Hafþórs og Eddie en ólíklegt er að bardaginn fari í tólf lotur. „Ég sé þetta fyrir mér að ég rota hann í fyrstu lotu. Það er bara þannig. Ég hef armalengdina. Ég ætla að æfa vel og létta mig mikið. Úthaldið mun verða betra og ég veit hvað ég þarf að gera. Ég mun sanka að mér góðu liði til þess að geta æft mig 100% fyrir þetta og það er fullt af fólki sem heldur að við munum deyja í fyrstu lotu en það væri þvæla að fara mæta í þetta 200 kíló með ekkert úthald. Það er hægt að gera helling á rúmu ári. Það er fínn tími og hægt að æfa sig vel.“ Klippa: Sportið í dag - Hafþór Júlíus um bardagann Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Box Sportið í dag Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti