Dauðsföllum fækkar og skuldastaðan versnar vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. maí 2020 06:59 Íbúar New York reyna að láta daglegt líf ganga sinn vanagang þrátt fyrir að ríkið hafi orðið verst úti í kórónuveirufaraldrinum. Roy Rochlin/Getty Images Dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn vegna Covid 19 voru skráð 1015 og hafa ekki verið færri á einum sólarhring í heilan mánuð. Á heimsvísu eru þeir sem látnir eru í faraldrinum orðnir fleiri en 250 þúsund og þar eru flest dauðsföllin í Bandaríkjunum, 69 þúsund en Ítalía og Bretland fylgja í kjölfarið með rétt um 29 þúsund dauðsföll hvort land fyrir sig. Bandarísk stjórnvöld hafa nú gefið það út að þau ætli að freista þess að taka risalán til að mæta áfallinu af völdum kórónuveirunnar, lán sem nemur um 3000 milljörðum bandaríkjadala. Þetta yrði stærsta einstaka lántaka ríkisins, fimmfalt hærri en lán sem bandarísk stjórnvöld tóku í fjármálahruninu 2008, en á öllu síðasta ári tóku Bandaríkin um 1200 milljarða að láni. Skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna standa nú í heilum 25 þúsund millljörðum bandaríkjadala. Björgunarpakki þarlendra stjórnvalda nemur um 14 prósentum af landsframleiðslu Bandaríkjanna. Rætt er um frekari stuðning stjórnvalda við atvinnulífið en heyrst hafa efasemdir, ekki síst úr röðum repúblikana, um áhrif aukins ríkisframlags á fyrrnefnda skuldastöðu. Hagfræðingar höfðu fyrir lýst áhyggjum af þróuninni fyrir kórónuveirufaraldurinn og sögðust óttast að skuldaukningin kynni að takmarka vaxtarmöguleika bandarísks efnahags til lengri tíma litið. Í nýliðnum aprílmánuði samþykkti fjármálasvið fulltrúadeild bandaríkjaþings að hallinn á rekstri ríkisjóðs myndi nema um 3700 milljörðum bandaríkjadala á árinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, sagði í liðinni viku að það hefði verið heillavænlegra að hans mati að fjárhagur Bandaríkjanna hefði verið betri fyrir útbreiðslu veirunnar. Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn vegna Covid 19 voru skráð 1015 og hafa ekki verið færri á einum sólarhring í heilan mánuð. Á heimsvísu eru þeir sem látnir eru í faraldrinum orðnir fleiri en 250 þúsund og þar eru flest dauðsföllin í Bandaríkjunum, 69 þúsund en Ítalía og Bretland fylgja í kjölfarið með rétt um 29 þúsund dauðsföll hvort land fyrir sig. Bandarísk stjórnvöld hafa nú gefið það út að þau ætli að freista þess að taka risalán til að mæta áfallinu af völdum kórónuveirunnar, lán sem nemur um 3000 milljörðum bandaríkjadala. Þetta yrði stærsta einstaka lántaka ríkisins, fimmfalt hærri en lán sem bandarísk stjórnvöld tóku í fjármálahruninu 2008, en á öllu síðasta ári tóku Bandaríkin um 1200 milljarða að láni. Skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna standa nú í heilum 25 þúsund millljörðum bandaríkjadala. Björgunarpakki þarlendra stjórnvalda nemur um 14 prósentum af landsframleiðslu Bandaríkjanna. Rætt er um frekari stuðning stjórnvalda við atvinnulífið en heyrst hafa efasemdir, ekki síst úr röðum repúblikana, um áhrif aukins ríkisframlags á fyrrnefnda skuldastöðu. Hagfræðingar höfðu fyrir lýst áhyggjum af þróuninni fyrir kórónuveirufaraldurinn og sögðust óttast að skuldaukningin kynni að takmarka vaxtarmöguleika bandarísks efnahags til lengri tíma litið. Í nýliðnum aprílmánuði samþykkti fjármálasvið fulltrúadeild bandaríkjaþings að hallinn á rekstri ríkisjóðs myndi nema um 3700 milljörðum bandaríkjadala á árinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, sagði í liðinni viku að það hefði verið heillavænlegra að hans mati að fjárhagur Bandaríkjanna hefði verið betri fyrir útbreiðslu veirunnar.
Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira