Krefjast þess að líkamsræktarstöðvar verði opnaðar um leið og sundlaugar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2020 18:11 Frá World Class í Laugum. Vísir/vilhelm Yfir þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt við undirskriftalista þar sem þrýst er á stjórnvöld að opna líkamsræktarstöðvar um leið og sundlaugar þann 18. maí. Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar hafa verið lokaðar frá því að hert samkomubann tók gildi 24. mars. Ekki var viðbúið að þær yrðu opnaðar aftur fyrr en um mánaðamótin maí/júní hið fyrsta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti svo óvænt í gær að nú væri stefnt að því að opna sundlaugar 18. maí, með takmörkunum. En eftir sátu líkamsræktarstöðvarnar. Björn Leifsson, eigandi World Class, kvaðst afar ósáttur við þessa ákvörðun heilbrigðisyfirvalda, þ.e. að boða snemmbúna opnun sundlauga en halda líkamsræktinni áfram lokaðri. „„Það leggst mjög illa í mig eins og væntanlega flesta landsmenn. Ef eitthvað er þá eru fleiri sem stunda líkamsræktarstöðvar á landinu og eru ekki síður mikilvægar,“ sagði Björn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Áður en það var lokað þá var nóg pláss fyrir alla. Ég veit ekki til þess að nein smit hafi verið rakin inn á líkamsræktarstöðvarnar. Ég sé ekki mun á sundi og líkamsrækt í þeim efnum. Þar fyrir utan voru þau búin að tilkynna það áður að sund og líkamsræktarstöðvar yrðu ekki slitin í sundur.“ Og fleiri virðast ósáttir við fyrirhugaða þróun mála. Viktor Berg Margrétarson er aðstandandi téðrar undirskriftarsöfnunar sem birt var í gegnum vef Þjóðskrár Íslands í dag. Þar er þess krafist að líkamsræktarstöðvar fylgi sundlaugunum og verði einnig opnaðar 18. maí. Þegar þetta er ritað hafa 1020 skráð sig á listann. Viktor segir á Facebook-síðu sinni í dag að honum finnist frábært að verið sé að létta á veirutakmörkunum og kveðst vona að allir haldi áfram að fara varlega. „Þetta er hinsvegar ákveðið prinsipp mál að opna líkamsræktarstöðvarnar þegar það er hægt að opna sundlaugar ofl staði,“ skrifar Viktor. Undirskriftalistann má nálgast hér. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. 4. maí 2020 14:18 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Yfir þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt við undirskriftalista þar sem þrýst er á stjórnvöld að opna líkamsræktarstöðvar um leið og sundlaugar þann 18. maí. Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar hafa verið lokaðar frá því að hert samkomubann tók gildi 24. mars. Ekki var viðbúið að þær yrðu opnaðar aftur fyrr en um mánaðamótin maí/júní hið fyrsta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti svo óvænt í gær að nú væri stefnt að því að opna sundlaugar 18. maí, með takmörkunum. En eftir sátu líkamsræktarstöðvarnar. Björn Leifsson, eigandi World Class, kvaðst afar ósáttur við þessa ákvörðun heilbrigðisyfirvalda, þ.e. að boða snemmbúna opnun sundlauga en halda líkamsræktinni áfram lokaðri. „„Það leggst mjög illa í mig eins og væntanlega flesta landsmenn. Ef eitthvað er þá eru fleiri sem stunda líkamsræktarstöðvar á landinu og eru ekki síður mikilvægar,“ sagði Björn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Áður en það var lokað þá var nóg pláss fyrir alla. Ég veit ekki til þess að nein smit hafi verið rakin inn á líkamsræktarstöðvarnar. Ég sé ekki mun á sundi og líkamsrækt í þeim efnum. Þar fyrir utan voru þau búin að tilkynna það áður að sund og líkamsræktarstöðvar yrðu ekki slitin í sundur.“ Og fleiri virðast ósáttir við fyrirhugaða þróun mála. Viktor Berg Margrétarson er aðstandandi téðrar undirskriftarsöfnunar sem birt var í gegnum vef Þjóðskrár Íslands í dag. Þar er þess krafist að líkamsræktarstöðvar fylgi sundlaugunum og verði einnig opnaðar 18. maí. Þegar þetta er ritað hafa 1020 skráð sig á listann. Viktor segir á Facebook-síðu sinni í dag að honum finnist frábært að verið sé að létta á veirutakmörkunum og kveðst vona að allir haldi áfram að fara varlega. „Þetta er hinsvegar ákveðið prinsipp mál að opna líkamsræktarstöðvarnar þegar það er hægt að opna sundlaugar ofl staði,“ skrifar Viktor. Undirskriftalistann má nálgast hér.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. 4. maí 2020 14:18 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00
Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. 4. maí 2020 14:18
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent