Biðlar til þjóðarinnar að veitast ekki að Ítölum Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2020 14:52 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir biðlar til Íslendinga að veitast ekki að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu vegna kórónuveirunnar. Fregnir, þó óstaðfestar séu, hafa borist af slíku undanfarna daga. Öll staðfest smit á Íslandi má rekja til Ítalíu og hefur allt landið nú verið skilgreint sem hættusvæði. Vakin var athygli á því inni í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar nú um helgina að ítölskum ferðamönnum hefði verið sýnd óvild og ókurteisi eftir að fregnir fóru að berast af kórónuveirusmitum þaðan. Mbl greindi svo frá því í gær að ítölskum hjónum um sjötugt hefði verið neitað um afgreiðslu í verslun á Suðurlandi á laugardag. Þau hefðu fengið viðkvæðið: „Ítalir eru ekki leyfðir hér“ er þau gengu inn í verslunina. Aðstandendur verslunarinnar segja þó í samtali við Mbl í dag að hjónunum hafi ekki verið vísað út vegna þjóðernis heldur vegna þess að búðin var ekki tilbúin til opnunar. Frá fundi landlæknisembættisins og almannavarna vegna kórónuveirunnar klukkan 14 í dag. Ítalir eru fórnarlömbin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók þessi mál sérstaklega til umfjöllunar á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hann benti á að nú bærust fréttir af því að ítalskir ferðamenn yrðu fyrir aðkasti hér á landi vegna veirunnar. Hvort sem þær fréttir væru sannar eður ei bað Þórólfur Íslendinga um að gera það alls ekki. Ítalir væru fórnarlömb í þessu máli. „Ég biðla til fólks að vera ekki að veitast að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu,“ sagði Þórólfur. „Ég vil biðla til þjóðarinnar að gera það alls ekki.“ Þá voru landsmenn hvattir til að fylgjast áfram með þróun mála í fjölmiðlum. Staðfest kórónuveirusmit á Íslandi eru enn þrjú, líkt og í gær. Þá eru enn vel á þriðja hundrað manns í sóttkví hér á landi og fleiri munu bætast við. Fólki er bent á að upplýsingar birtast einnig jafnóðum á vef landlæknisembættisins. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 13:36 Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Sóttvarnalæknir biðlar til Íslendinga að veitast ekki að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu vegna kórónuveirunnar. Fregnir, þó óstaðfestar séu, hafa borist af slíku undanfarna daga. Öll staðfest smit á Íslandi má rekja til Ítalíu og hefur allt landið nú verið skilgreint sem hættusvæði. Vakin var athygli á því inni í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar nú um helgina að ítölskum ferðamönnum hefði verið sýnd óvild og ókurteisi eftir að fregnir fóru að berast af kórónuveirusmitum þaðan. Mbl greindi svo frá því í gær að ítölskum hjónum um sjötugt hefði verið neitað um afgreiðslu í verslun á Suðurlandi á laugardag. Þau hefðu fengið viðkvæðið: „Ítalir eru ekki leyfðir hér“ er þau gengu inn í verslunina. Aðstandendur verslunarinnar segja þó í samtali við Mbl í dag að hjónunum hafi ekki verið vísað út vegna þjóðernis heldur vegna þess að búðin var ekki tilbúin til opnunar. Frá fundi landlæknisembættisins og almannavarna vegna kórónuveirunnar klukkan 14 í dag. Ítalir eru fórnarlömbin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók þessi mál sérstaklega til umfjöllunar á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hann benti á að nú bærust fréttir af því að ítalskir ferðamenn yrðu fyrir aðkasti hér á landi vegna veirunnar. Hvort sem þær fréttir væru sannar eður ei bað Þórólfur Íslendinga um að gera það alls ekki. Ítalir væru fórnarlömb í þessu máli. „Ég biðla til fólks að vera ekki að veitast að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu,“ sagði Þórólfur. „Ég vil biðla til þjóðarinnar að gera það alls ekki.“ Þá voru landsmenn hvattir til að fylgjast áfram með þróun mála í fjölmiðlum. Staðfest kórónuveirusmit á Íslandi eru enn þrjú, líkt og í gær. Þá eru enn vel á þriðja hundrað manns í sóttkví hér á landi og fleiri munu bætast við. Fólki er bent á að upplýsingar birtast einnig jafnóðum á vef landlæknisembættisins. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 13:36 Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 13:36
Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22
Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00