Dæmi um persónuleg markmið í vinnunni 2021 Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. janúar 2021 07:01 Hvaða markmið viltu setja þér í starfi fyrir árið 2021? Vísir/Vilhelm Um áramótin setjum við okkur oft alls kyns markmið fyrir nýtt ár, ekki síst á sviði hreyfingu og hollustu. En það getur líka verið gott að setja sér persónuleg markmið fyrir vinnuna og hér eru dæmi um hvernig slík markmiðasetning gæti litið út. Áður en farið er af stað er gott að hafa til hliðsjónar eftirfarandi fjögur atriði: Framtíðarsýnin, þ.e. sjáðu fyrir þér hvaða markmiðum þú ætlar að ná. Þessi markmið geta snúið að þér persónulega eða hæfni, reynslu, þekkingu eða getu. Vertu með hugmyndir um það hvernig þú ætlar þér að ná þessum markmiðum (aðgerðaráætlun). Mótaðu þér hugmyndir um það hvernig þú getur fylgst með því hvernig þér gengur að ná settum markmiðum. Hvaða mælikvarða getur þú notað, hvernig og hvenær. Endurskoðun, endurgjöf. Markmiðasetningu er gott að endurskoða reglulega. Er hún raunhæf í tímaáætlun? Er ávinningurinn í takt við upphafleg áform? Þegar þú ert búin að móta þér hugmyndir um hver markmiðin eru, er ágætt að máta þau við SMART-regluna, þ.e. að markmiðin séu: S = Skýr M = Mælanleg A = Aðlaðandi, þ.e. þú verður að geta náð þeim R = Raunhæf, þ.e. það má ekki taka of langan tíma að ná þeim Markmið sem þú getur sett þér í starfi fyrir árið 2021 geta snúið að þér persónulega eða hæfni, reynslu, þekkingu eða getu.Vísir/Getty Dæmi um markmið Markmið fyrir vinnuna geta verið jafn ólík og við erum mörg. Sum þeirra snúa kannski að markmiðum þar sem við sjálf sem manneskjur ætlum að bæta okkur í einhverju, t.d. að verða betri hlustendur. Önnur markmið eru kannski verkefna- og vinnutengd og praktísk í eðli sínu. En til að gefa hugmyndir að því hvernig markmiðalisti gæti litið út fyrir vinnuna 2021 eru hér dæmi. Að bæta mig í tímastjórnun Að auka á jafnvægi heimilis og vinnu Að bæta samskiptahæfnina mína enn frekar Að efla þrautseigju og seiglu (hugsa í lausnum, halda í bjartsýnina, ekki gefast upp o.s.frv.) Að verða betri hlustandi Að læra með lestri, þ.e. setja sér markmið um að lesa meira efni sem þú getur lært af (gæti verið tengt faginu þínu, stjórnun o.s.frv.) Að læra eitthvað nýtt í vinnunni, t.d. í hverjum mánuði eða reglulega yfir árið Að læra að koma fram, halda ræður eða kynningar eða tjá þig á fundum eða í fjölmiðlum Að efla tengslanetið, að kynnast nýju fólki Góðu ráðin Tengdar fréttir Starfsframinn: Að vinna eins og forstjóri Það er oft sagt að vinnuveitendur falist sérstaklega eftir starfsfólki sem kann að sýna gott frumkvæði í starfi. Enda ekki nema von. Starfsmaður sem sýnir dugnað, afkastagetu og frumkvæði er oftast starfsmaður sem stjórnandi þarf lítið að hafa áhyggjur eða afskipti af. Sem aftur gerir viðkomandi að eftirsóttum starfsmanni. Og hver vill ekki teljast eftirsóttur starfsmaður? 18. desember 2020 07:00 Stjórnun 2021: „Þetta reddast“ hefur fengið nýja merkingu Í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Atvinnulífið á Vísi má sjá að 75 prósent þeirra sem starfa í fjarvinnu myndu kjósa að vinna heiman frá sér í tvo til þrjá daga í viku. Ýmsir spá því að fjarvinna í bland við vinnu á staðnum verði framtíðarfyrirkomulag sem mörg fyrirtæki munu taka upp í kjölfar Covid. En að hverju þurfa stjórnendur að huga að ef þetta verður þróunin? 10. desember 2020 07:01 Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? 4. desember 2020 07:00 Að komast á rétt ról (á ný) með tímastjórnun Þótt unnið sé heiman frá þarf að huga að ýmsum atriðum eins og að forðast kulnun, að gera verkefnalista, að hafa stjórn á truflun og fleira. Hér eru nokkur einföld ráð til að ná tökum á tímastjórnun í fjarvinnu. 1. desember 2020 07:01 Tólf uppáhalds bækur Jeff Bezos sem stjórnendur geta lært af Forstjóri Amazon, Jeff Bezos, segir stjórnendur geta lært mikið af bókum um fólk og ævisögur. 7. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Áður en farið er af stað er gott að hafa til hliðsjónar eftirfarandi fjögur atriði: Framtíðarsýnin, þ.e. sjáðu fyrir þér hvaða markmiðum þú ætlar að ná. Þessi markmið geta snúið að þér persónulega eða hæfni, reynslu, þekkingu eða getu. Vertu með hugmyndir um það hvernig þú ætlar þér að ná þessum markmiðum (aðgerðaráætlun). Mótaðu þér hugmyndir um það hvernig þú getur fylgst með því hvernig þér gengur að ná settum markmiðum. Hvaða mælikvarða getur þú notað, hvernig og hvenær. Endurskoðun, endurgjöf. Markmiðasetningu er gott að endurskoða reglulega. Er hún raunhæf í tímaáætlun? Er ávinningurinn í takt við upphafleg áform? Þegar þú ert búin að móta þér hugmyndir um hver markmiðin eru, er ágætt að máta þau við SMART-regluna, þ.e. að markmiðin séu: S = Skýr M = Mælanleg A = Aðlaðandi, þ.e. þú verður að geta náð þeim R = Raunhæf, þ.e. það má ekki taka of langan tíma að ná þeim Markmið sem þú getur sett þér í starfi fyrir árið 2021 geta snúið að þér persónulega eða hæfni, reynslu, þekkingu eða getu.Vísir/Getty Dæmi um markmið Markmið fyrir vinnuna geta verið jafn ólík og við erum mörg. Sum þeirra snúa kannski að markmiðum þar sem við sjálf sem manneskjur ætlum að bæta okkur í einhverju, t.d. að verða betri hlustendur. Önnur markmið eru kannski verkefna- og vinnutengd og praktísk í eðli sínu. En til að gefa hugmyndir að því hvernig markmiðalisti gæti litið út fyrir vinnuna 2021 eru hér dæmi. Að bæta mig í tímastjórnun Að auka á jafnvægi heimilis og vinnu Að bæta samskiptahæfnina mína enn frekar Að efla þrautseigju og seiglu (hugsa í lausnum, halda í bjartsýnina, ekki gefast upp o.s.frv.) Að verða betri hlustandi Að læra með lestri, þ.e. setja sér markmið um að lesa meira efni sem þú getur lært af (gæti verið tengt faginu þínu, stjórnun o.s.frv.) Að læra eitthvað nýtt í vinnunni, t.d. í hverjum mánuði eða reglulega yfir árið Að læra að koma fram, halda ræður eða kynningar eða tjá þig á fundum eða í fjölmiðlum Að efla tengslanetið, að kynnast nýju fólki
Góðu ráðin Tengdar fréttir Starfsframinn: Að vinna eins og forstjóri Það er oft sagt að vinnuveitendur falist sérstaklega eftir starfsfólki sem kann að sýna gott frumkvæði í starfi. Enda ekki nema von. Starfsmaður sem sýnir dugnað, afkastagetu og frumkvæði er oftast starfsmaður sem stjórnandi þarf lítið að hafa áhyggjur eða afskipti af. Sem aftur gerir viðkomandi að eftirsóttum starfsmanni. Og hver vill ekki teljast eftirsóttur starfsmaður? 18. desember 2020 07:00 Stjórnun 2021: „Þetta reddast“ hefur fengið nýja merkingu Í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Atvinnulífið á Vísi má sjá að 75 prósent þeirra sem starfa í fjarvinnu myndu kjósa að vinna heiman frá sér í tvo til þrjá daga í viku. Ýmsir spá því að fjarvinna í bland við vinnu á staðnum verði framtíðarfyrirkomulag sem mörg fyrirtæki munu taka upp í kjölfar Covid. En að hverju þurfa stjórnendur að huga að ef þetta verður þróunin? 10. desember 2020 07:01 Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? 4. desember 2020 07:00 Að komast á rétt ról (á ný) með tímastjórnun Þótt unnið sé heiman frá þarf að huga að ýmsum atriðum eins og að forðast kulnun, að gera verkefnalista, að hafa stjórn á truflun og fleira. Hér eru nokkur einföld ráð til að ná tökum á tímastjórnun í fjarvinnu. 1. desember 2020 07:01 Tólf uppáhalds bækur Jeff Bezos sem stjórnendur geta lært af Forstjóri Amazon, Jeff Bezos, segir stjórnendur geta lært mikið af bókum um fólk og ævisögur. 7. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Starfsframinn: Að vinna eins og forstjóri Það er oft sagt að vinnuveitendur falist sérstaklega eftir starfsfólki sem kann að sýna gott frumkvæði í starfi. Enda ekki nema von. Starfsmaður sem sýnir dugnað, afkastagetu og frumkvæði er oftast starfsmaður sem stjórnandi þarf lítið að hafa áhyggjur eða afskipti af. Sem aftur gerir viðkomandi að eftirsóttum starfsmanni. Og hver vill ekki teljast eftirsóttur starfsmaður? 18. desember 2020 07:00
Stjórnun 2021: „Þetta reddast“ hefur fengið nýja merkingu Í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Atvinnulífið á Vísi má sjá að 75 prósent þeirra sem starfa í fjarvinnu myndu kjósa að vinna heiman frá sér í tvo til þrjá daga í viku. Ýmsir spá því að fjarvinna í bland við vinnu á staðnum verði framtíðarfyrirkomulag sem mörg fyrirtæki munu taka upp í kjölfar Covid. En að hverju þurfa stjórnendur að huga að ef þetta verður þróunin? 10. desember 2020 07:01
Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? 4. desember 2020 07:00
Að komast á rétt ról (á ný) með tímastjórnun Þótt unnið sé heiman frá þarf að huga að ýmsum atriðum eins og að forðast kulnun, að gera verkefnalista, að hafa stjórn á truflun og fleira. Hér eru nokkur einföld ráð til að ná tökum á tímastjórnun í fjarvinnu. 1. desember 2020 07:01
Tólf uppáhalds bækur Jeff Bezos sem stjórnendur geta lært af Forstjóri Amazon, Jeff Bezos, segir stjórnendur geta lært mikið af bókum um fólk og ævisögur. 7. ágúst 2020 11:00