Innlent

Koma þarf bóluefni til landsins með öllum tiltækum ráðum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti nýársávarp sitt frá Bessastöðum. 
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti nýársávarp sitt frá Bessastöðum.  Vísir/Vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að koma þurfi bóluefni gegn kórónuveirunni hingað til lans með öllum tiltækum ráðum. Þetta sagði hann í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar. 

„Þetta var nú meira árið. Þetta ár sem nú er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka syngjum við á gamlárskvöldi. Eflaust fögnuðu mörg okkar þeirri laglínu sérstaklega í þetta sinn. Ársins verður án efa minnst fyrir veiru og veikindi, sóttvarnir og búsifjar,“ sagði Guðni í ávarpi sínu á RÚV fyrir stundu.

Hann sagði seiglu og þrek landsmanna hafa verið til staðar á árinu og oft hafi gefist þörf fyrir að þakka mikilsverð störf í þágu þjóðarinnar.

Þá sagði hann bjartari tíma framundan. „Dagur er að rísa með birtu og yl. Senn fær þjóðarskútan vind í seglin um það er ég handviss. Bóluefnið er lent. Bjargræði sem við þurfum að koma áfram hingað til lands með öllum tiltækum ráðum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×