Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2021 15:35 Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Vísir/Baldur Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Flugeldasala fór vel af stað í ár og var meiri en árin á undan hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. „Í heildina litið er einhver greinanleg aukning á flugeldasölu sem er mjög jákvætt og við þakklát fyrir enda hefur hún kannski heldur verið niður á við síðust tvö ár þannig þetta er bara ánægjulegt,“ sagði Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Megnið af sölunni voru flugeldar þó að sala á rótarskotum hafi komið sterk inn síðustu ár. Þrátt fyrir mikla sölu er nóg til fyrir þrettándann. Þór segir ýmislegt úrskýra aukningu í sölu á flugeldum. „Bæði vegna þess að eflaust eru fleiri á landinu. Það eru margir farnir að stunda það að vera erlendis yfir áramótin en það var ekki auðvelt núna þessi áramótin þannig mögulega er það hluti skýringarinnar en örugglega líka það að fólk ætlaði virkilega að kveðja þett ár og sjá til þess að það kæmi ekki aftur, sprengja það í burtu,“ sagði Þór. Björgunarsveitin var nokkuð oft kölluð úr á árinu vegna náttúruhamfara. Þór segir það þó ekki endilega skila sér í meiri sölu. „Stuðningur þjóðarinnar við okkar starf er alltaf mjög mikill og við erum ákaflega þakklát fyrir það. Ég held að árið í ár sé ekkert sérstaklega að valda því en hann er stöðugur og á meðan við stöndum okkur og stöndum undir merkjum þá styður þjóðin við okkur.“ Áramót Flugeldar Björgunarsveitir Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Flugeldasala fór vel af stað í ár og var meiri en árin á undan hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. „Í heildina litið er einhver greinanleg aukning á flugeldasölu sem er mjög jákvætt og við þakklát fyrir enda hefur hún kannski heldur verið niður á við síðust tvö ár þannig þetta er bara ánægjulegt,“ sagði Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Megnið af sölunni voru flugeldar þó að sala á rótarskotum hafi komið sterk inn síðustu ár. Þrátt fyrir mikla sölu er nóg til fyrir þrettándann. Þór segir ýmislegt úrskýra aukningu í sölu á flugeldum. „Bæði vegna þess að eflaust eru fleiri á landinu. Það eru margir farnir að stunda það að vera erlendis yfir áramótin en það var ekki auðvelt núna þessi áramótin þannig mögulega er það hluti skýringarinnar en örugglega líka það að fólk ætlaði virkilega að kveðja þett ár og sjá til þess að það kæmi ekki aftur, sprengja það í burtu,“ sagði Þór. Björgunarsveitin var nokkuð oft kölluð úr á árinu vegna náttúruhamfara. Þór segir það þó ekki endilega skila sér í meiri sölu. „Stuðningur þjóðarinnar við okkar starf er alltaf mjög mikill og við erum ákaflega þakklát fyrir það. Ég held að árið í ár sé ekkert sérstaklega að valda því en hann er stöðugur og á meðan við stöndum okkur og stöndum undir merkjum þá styður þjóðin við okkur.“
Áramót Flugeldar Björgunarsveitir Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14