„Óhjákvæmilegt“ að margir greinist á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2021 11:38 Það er ekki bara fjöldi fólks sem nú streymir til landsins eftir að hafa varið jólunum í útlöndum. Líkt og sjá má á þessari mynd úr brottfararsal í Keflavík voru einnig nokkuð margir á leið úr landi í morgun eftir að hafa varið jólunum á Íslandi. Vísir/Erla Björg Fjórir greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Mun fleiri, eða alls fjórtán greindust á landamærum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir fjölda smitaðra sem greindust á landamærum ekki koma á óvart, enda séu margir að snúa heim eftir að hafa varið jólunum í útlöndum. Enginn greindist með veiruna í fyrradag, hvorki innanlands né á landamærum, enda fór engin skipulögð sýnataka fram á nýjársdag. Aðeins var skimað hluta úr degi á gamlársdag en þá greindust þrír með covid-19. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að vel yfir þúsund sýni hafi verið tekin í gær. „Átján tilfelli eftir sýnatöku gærdagsins, en það jákvæða er að fjórir af þeim voru innanlands og af þeim voru allir í sóttkví. Þannig að það er í sjálfu sér jákvætt. En hinir fjórtán eru á landamærunum,“ segir Rögnvaldur. Honum sé ekki kunnugt um hvort eða hversu margir sem greindust á landamærunum bíði niðurstöðu mótefnamælingar. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir „Þetta svona kannski kemur svo sem ekkert rosalega mikið á óvart í rauninni. Náttúrlega það að þessi fjögur smit innanlands hafi verið í sóttkví er náttúrlega bara mjög jákvætt, því það er alltaf gott ef að við erum búin að finna þessi smit áður en þau dúkka upp en þessi fjöldi á landamærunum er líka eitthvað sem við áttum alveg von á að myndi gerast núna, þegar fólk fer að koma aftur heim eftir jólafrí með fjölskyldu og vinum erlendis,“ segir Rögnvaldur. „Miðað við hvernig staðan er á faraldrinum erlendis, hann er náttúrlega í mjög mikilli uppsveiflu mjög víða, og þá er þetta bara óhjákvæmilegt að það muni nokkuð margir greinast á landamærunum og við munum að sjálfsögðu halda áfram að skima þar og erum náttúrlega með ákveðin prótókól í gangi varðandi landamærin og þetta sýnir bara að það er full ástæða til að halda því,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Enginn greindist með veiruna í fyrradag, hvorki innanlands né á landamærum, enda fór engin skipulögð sýnataka fram á nýjársdag. Aðeins var skimað hluta úr degi á gamlársdag en þá greindust þrír með covid-19. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að vel yfir þúsund sýni hafi verið tekin í gær. „Átján tilfelli eftir sýnatöku gærdagsins, en það jákvæða er að fjórir af þeim voru innanlands og af þeim voru allir í sóttkví. Þannig að það er í sjálfu sér jákvætt. En hinir fjórtán eru á landamærunum,“ segir Rögnvaldur. Honum sé ekki kunnugt um hvort eða hversu margir sem greindust á landamærunum bíði niðurstöðu mótefnamælingar. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir „Þetta svona kannski kemur svo sem ekkert rosalega mikið á óvart í rauninni. Náttúrlega það að þessi fjögur smit innanlands hafi verið í sóttkví er náttúrlega bara mjög jákvætt, því það er alltaf gott ef að við erum búin að finna þessi smit áður en þau dúkka upp en þessi fjöldi á landamærunum er líka eitthvað sem við áttum alveg von á að myndi gerast núna, þegar fólk fer að koma aftur heim eftir jólafrí með fjölskyldu og vinum erlendis,“ segir Rögnvaldur. „Miðað við hvernig staðan er á faraldrinum erlendis, hann er náttúrlega í mjög mikilli uppsveiflu mjög víða, og þá er þetta bara óhjákvæmilegt að það muni nokkuð margir greinast á landamærunum og við munum að sjálfsögðu halda áfram að skima þar og erum náttúrlega með ákveðin prótókól í gangi varðandi landamærin og þetta sýnir bara að það er full ástæða til að halda því,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira