Brexit að skapa vandræði fyrir Stóra Sam í björgunaraðgerðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 10:01 Sam Allardyce gæti líklega ekki verið í meira krefjandi verkefni en að reyna að bjarga West Bromwich Albion frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Getty/Adam Fradgley Bretland er ekki lengur í Evrópusambandinu og frjálst flæði leikmanna frá Evrópu tilheyrir nú fortíðinni. Þetta munu liðin í ensku úrvalsdeildinni finna fyrir strax í janúar 2021. Hinn 66 ára gamli Sam Allardyce tók að sér risastórt verkefni á dögunum en hann ætlar að reyna að bjarga West Bromwich Albion frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Til að það takist þá þarf Sam Allardyce auðvitað að sækja sér liðstyrk í janúarglugganum en það gæti reynst enn erfiðara nú þegar nýtt ár er gengið í garð og nýjar reglur eru farnar að flækjast fyrir. Sam Allardyce kvartaði yfir því í gær að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu sé að gera honum mun erfiðara fyrir að fá nýja leikmenn. Bretar gengu endanlega úr Evrópusambandinu um þessi áramót og fyrir vikið er mun meira mál að fá atvinnuleyfi fyrir leikmenn frá þjóðum innan Evrópusambandsins. West Brom have had to pull out of three potential deals over work permit issues. Posted by Sky Sports on Sunnudagur, 3. janúar 2021 Það er líka alveg ljóst að West Bromwich Albion þarf á hjálp að halda en liðið tapaði 4-0 á móti Arsenal á laugardaginn og 5-0 á móti Leeds í leiknum á undan. Sam Allardyce staðfesti það í viðtali við Sky Sports að hann hafi þegar misst af þremur leikmönnum vegna þess að það var ekki hægt að útvega atvinnuleyfi fyrir þá. „Ég var búinn að finna þrjá leikmenn sem gætu komið hingað en mega það ekki. Það er synd,“ sagði Sam Allardyce. Allardyce ætlar að reyna að fá leikmenn á láni eða gera við þá stutta samninga. „Vegna nýrra reglna þá gátu þessir leikmenn ekki komið til landsins en þeir hefðu aftur á móti mátt það áður. Nú þarf ég að velta því fyrir mér hvort leikmenn geta fengið þetta leyfi. Þetta hefur gert stjóralífið mitt aðeins erfiðara. Þetta tengist ekki beint heimsfaraldrinum heldur er þetta tengt reglubreytingum vegna Brexit,“ sagði Sam. „Við munum gera það sem við getum til að finna leikmenn í miðjum heimsfaraldri en þetta verður erfiðasti félagsskiptagluggi sem ég hef unnið með á mínum ferli,“ sagði Sam Allardyce. Stór Sam talaði líka um það að þeir leikmenn sem koma verði að vera betri en þeir leikmenn sem eru fyrir. Enski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira
Hinn 66 ára gamli Sam Allardyce tók að sér risastórt verkefni á dögunum en hann ætlar að reyna að bjarga West Bromwich Albion frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Til að það takist þá þarf Sam Allardyce auðvitað að sækja sér liðstyrk í janúarglugganum en það gæti reynst enn erfiðara nú þegar nýtt ár er gengið í garð og nýjar reglur eru farnar að flækjast fyrir. Sam Allardyce kvartaði yfir því í gær að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu sé að gera honum mun erfiðara fyrir að fá nýja leikmenn. Bretar gengu endanlega úr Evrópusambandinu um þessi áramót og fyrir vikið er mun meira mál að fá atvinnuleyfi fyrir leikmenn frá þjóðum innan Evrópusambandsins. West Brom have had to pull out of three potential deals over work permit issues. Posted by Sky Sports on Sunnudagur, 3. janúar 2021 Það er líka alveg ljóst að West Bromwich Albion þarf á hjálp að halda en liðið tapaði 4-0 á móti Arsenal á laugardaginn og 5-0 á móti Leeds í leiknum á undan. Sam Allardyce staðfesti það í viðtali við Sky Sports að hann hafi þegar misst af þremur leikmönnum vegna þess að það var ekki hægt að útvega atvinnuleyfi fyrir þá. „Ég var búinn að finna þrjá leikmenn sem gætu komið hingað en mega það ekki. Það er synd,“ sagði Sam Allardyce. Allardyce ætlar að reyna að fá leikmenn á láni eða gera við þá stutta samninga. „Vegna nýrra reglna þá gátu þessir leikmenn ekki komið til landsins en þeir hefðu aftur á móti mátt það áður. Nú þarf ég að velta því fyrir mér hvort leikmenn geta fengið þetta leyfi. Þetta hefur gert stjóralífið mitt aðeins erfiðara. Þetta tengist ekki beint heimsfaraldrinum heldur er þetta tengt reglubreytingum vegna Brexit,“ sagði Sam. „Við munum gera það sem við getum til að finna leikmenn í miðjum heimsfaraldri en þetta verður erfiðasti félagsskiptagluggi sem ég hef unnið með á mínum ferli,“ sagði Sam Allardyce. Stór Sam talaði líka um það að þeir leikmenn sem koma verði að vera betri en þeir leikmenn sem eru fyrir.
Enski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira