Björgvin Páll gaf ekki kost á sér vegna fjölskylduástæðna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 11:12 Björgvin Páll Gústavsson er reyndasti leikmaður HM-hópsins og sá eini sem hefur spilað meira en tvö hundruð landsleiki. Vísir/Daníel Björgvin Páll Gústavsson hefur stigið fram og útskýrt af hverju hann er ekki með íslenska landsliðinu út í Portúgal. Björgvin Páll fór ekki með íslenska handboltalandsliðinu út til Portúgal í morgun þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM í vikunni. Hann var þó ekki skilinn eftir heima. Björgvin Páll gaf út stutta yfirlýsingu á fésbókinni í dag þar sem hann sagðist hafa fengið spurningar um það í morgun af hverju hann yrði ekki með íslenska landsliðinu í þessu verkefni. „Ég hef í morgunsárið fengið nokkur skilaboð og símtöl um hvers vegna èg fór ekki með landsliðinu til Portúgal. Í fyrsta lagi þá gaf èg ekki kost á mèr í þá ferð af fjölskylduástæðum,“ skrifaði Björgvin Páll. Björgvin Páll var að verða faðir í fjórða sinn á dögunum en hann eignaðist þá dóttur sem hefur verið nefnd Eva. Fyrir áttu hann og kona hans Karen Einarsdóttir tvær stelpur og einn strák. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Björgvin Páll hvetur líka hina markverðina áfram. Markverðir Íslands í leiknum verða þeir Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson. Þeir spila báðir í Danmörku, Viktor með GOG og Ágúst með Kolding. Björgvin Páll hefur ekkert spilað með Haukum síðan í september, enda deildin legið niðri vegna samkomutakmarkana, en lék landsleik á móti Litháen í nóvemberbyrjun. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri fyrir hina tvo markmennina til þess að láta ljós sitt skína og hafa þeir báðir staðið sig frábærlega síðustu vikur og eru 100% klárir í bátana. Þó að ég hefði gefið kost á mér er ekkert víst að ég hefði verið fyrir framan þá tvo en ég hef auðvitað ekki verið að spila handbolta uppvá síðkastið. Hlakka til að fylgjast með leiknum í Portúgal í faðmi fjölskyldunnar og hitta svo liðið aftur þegar þeir koma heim með 2 stig í bakpokanum. Áfram Ísland!,“ skrifaði Björgvin Páll. Èg hef í morgunsárið fengið nokkur skilaboð og símtöl um hvers vegna èg fór ekki með landsliðinu til Portúgal. Í fyrsta...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Mánudagur, 4. janúar 2021 Björgvin Páll er reynasti leikmaður íslenska HM-hópsins með 232 landsleiki á bakinu. HM 2021 í handbolta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Björgvin Páll fór ekki með íslenska handboltalandsliðinu út til Portúgal í morgun þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM í vikunni. Hann var þó ekki skilinn eftir heima. Björgvin Páll gaf út stutta yfirlýsingu á fésbókinni í dag þar sem hann sagðist hafa fengið spurningar um það í morgun af hverju hann yrði ekki með íslenska landsliðinu í þessu verkefni. „Ég hef í morgunsárið fengið nokkur skilaboð og símtöl um hvers vegna èg fór ekki með landsliðinu til Portúgal. Í fyrsta lagi þá gaf èg ekki kost á mèr í þá ferð af fjölskylduástæðum,“ skrifaði Björgvin Páll. Björgvin Páll var að verða faðir í fjórða sinn á dögunum en hann eignaðist þá dóttur sem hefur verið nefnd Eva. Fyrir áttu hann og kona hans Karen Einarsdóttir tvær stelpur og einn strák. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Björgvin Páll hvetur líka hina markverðina áfram. Markverðir Íslands í leiknum verða þeir Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson. Þeir spila báðir í Danmörku, Viktor með GOG og Ágúst með Kolding. Björgvin Páll hefur ekkert spilað með Haukum síðan í september, enda deildin legið niðri vegna samkomutakmarkana, en lék landsleik á móti Litháen í nóvemberbyrjun. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri fyrir hina tvo markmennina til þess að láta ljós sitt skína og hafa þeir báðir staðið sig frábærlega síðustu vikur og eru 100% klárir í bátana. Þó að ég hefði gefið kost á mér er ekkert víst að ég hefði verið fyrir framan þá tvo en ég hef auðvitað ekki verið að spila handbolta uppvá síðkastið. Hlakka til að fylgjast með leiknum í Portúgal í faðmi fjölskyldunnar og hitta svo liðið aftur þegar þeir koma heim með 2 stig í bakpokanum. Áfram Ísland!,“ skrifaði Björgvin Páll. Èg hef í morgunsárið fengið nokkur skilaboð og símtöl um hvers vegna èg fór ekki með landsliðinu til Portúgal. Í fyrsta...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Mánudagur, 4. janúar 2021 Björgvin Páll er reynasti leikmaður íslenska HM-hópsins með 232 landsleiki á bakinu.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira