„Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les“ Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2021 17:01 Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænsku úrvalsdeildinni á nýliðnu ári. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson þvertekur fyrir það að ljóst sé að hann muni fara frá sænska knattspyrnufélaginu Norrköping í janúar. Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var fullyrt á dögunum að Ísak væri á förum frá Norrköping. Ísak hefur áður verið sagður á ratsjánni hjá stórliðum á borð við Real Madrid, Juventus og Manhcester United, eftir frábæra frammistöðu á sinni fyrstu leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni. Hjörvar Hafliðason þáttastjórnandi Dr. Football kvaðst hins vegar reikna með því að Ísak færi ekki í eitthvert stórlið að þessu sinni, heldur tæki minna skref. Hann hefði hins vegar spilað sinn síðasta leik fyrir Norrköping. Fótbolti.net birti í gær frétt byggða á ummælum Hjörvars. „Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les,“ sagði Ísak þegar sænski miðillinn Aftonbladet spurði hann í dag hvort hann væri á förum frá Norrköping í janúar. „Þetta er ekki rétt. Ég er leikmaður IFK Norrköping og mun gera allt fyrir félagið. Ég ræð því hins vegar ekki hvað er sagt í fjölmiðlum, en ég get einbeitt mér að því að gera mitt besta á æfingum og koma til baka til Norrköping eins góður og mögulegt er,“ sagði Ísak sem fagnaði nýja árinu heima á Íslandi. Ísak er nú kominn með nýjan þjálfara en Jens Gustafsson, sem gaf Ísaki gott tækifæri til að láta ljós sitt skína, er hættur hjá Norrköping og Rikard Norling tekinn við. „Ég er svo þakklátur honum [Gustafsson] fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. En nú er kominn nýr þjálfari hjá Norrköping og það verður spennandi. Ég hlakka til að hitta hann og sjá hvernig þetta verður,“ sagði Ísak. Sænski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Verði Ísak áfram hjá Norrköping fær hann nýjan þjálfara Sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping hefur ákveðið að endurnýja ekki samning við Jens Gustafsson sem stýrt hefur liðinu undanfarin fimm ár. 20. desember 2020 12:30 Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01 Gaupi hitti Ísak Bergmann fyrst á Shellmótinu fyrir átta árum Ísak Bergmann Jóhannesson tók mörg risaskref á árinu 2020 en það er ekki langt síðan að þessi stórefnilegi knattspyrnumaður var að gera góða hluti á 6.flokksmóti á Íslandi. 18. desember 2020 15:51 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sigruðu meistarana í fyrsta leik í sögu „danska“ félagsins Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var fullyrt á dögunum að Ísak væri á förum frá Norrköping. Ísak hefur áður verið sagður á ratsjánni hjá stórliðum á borð við Real Madrid, Juventus og Manhcester United, eftir frábæra frammistöðu á sinni fyrstu leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni. Hjörvar Hafliðason þáttastjórnandi Dr. Football kvaðst hins vegar reikna með því að Ísak færi ekki í eitthvert stórlið að þessu sinni, heldur tæki minna skref. Hann hefði hins vegar spilað sinn síðasta leik fyrir Norrköping. Fótbolti.net birti í gær frétt byggða á ummælum Hjörvars. „Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les,“ sagði Ísak þegar sænski miðillinn Aftonbladet spurði hann í dag hvort hann væri á förum frá Norrköping í janúar. „Þetta er ekki rétt. Ég er leikmaður IFK Norrköping og mun gera allt fyrir félagið. Ég ræð því hins vegar ekki hvað er sagt í fjölmiðlum, en ég get einbeitt mér að því að gera mitt besta á æfingum og koma til baka til Norrköping eins góður og mögulegt er,“ sagði Ísak sem fagnaði nýja árinu heima á Íslandi. Ísak er nú kominn með nýjan þjálfara en Jens Gustafsson, sem gaf Ísaki gott tækifæri til að láta ljós sitt skína, er hættur hjá Norrköping og Rikard Norling tekinn við. „Ég er svo þakklátur honum [Gustafsson] fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. En nú er kominn nýr þjálfari hjá Norrköping og það verður spennandi. Ég hlakka til að hitta hann og sjá hvernig þetta verður,“ sagði Ísak.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Verði Ísak áfram hjá Norrköping fær hann nýjan þjálfara Sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping hefur ákveðið að endurnýja ekki samning við Jens Gustafsson sem stýrt hefur liðinu undanfarin fimm ár. 20. desember 2020 12:30 Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01 Gaupi hitti Ísak Bergmann fyrst á Shellmótinu fyrir átta árum Ísak Bergmann Jóhannesson tók mörg risaskref á árinu 2020 en það er ekki langt síðan að þessi stórefnilegi knattspyrnumaður var að gera góða hluti á 6.flokksmóti á Íslandi. 18. desember 2020 15:51 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sigruðu meistarana í fyrsta leik í sögu „danska“ félagsins Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01
Verði Ísak áfram hjá Norrköping fær hann nýjan þjálfara Sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping hefur ákveðið að endurnýja ekki samning við Jens Gustafsson sem stýrt hefur liðinu undanfarin fimm ár. 20. desember 2020 12:30
Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01
Gaupi hitti Ísak Bergmann fyrst á Shellmótinu fyrir átta árum Ísak Bergmann Jóhannesson tók mörg risaskref á árinu 2020 en það er ekki langt síðan að þessi stórefnilegi knattspyrnumaður var að gera góða hluti á 6.flokksmóti á Íslandi. 18. desember 2020 15:51