Daði Freyr óskar eftir hjálp við gerð nýja Eurovision-lagsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 17:32 Daði Freyr óskar eftir hjálp almennings við að setja saman kórkafla í Eurovision-lagi sínu. Daði Freyr/Twitter Daði Freyr Pétursson, tónlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni Gagnamagninu, hefur óskað eftir aðstoð almennings við gerð lagsins sem verður framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, á þessu ári. „Hæ, ég heiti Daði Freyr. Ég tek þátt í Eurovision 2021 ásamt Gagnamagninu. Ég er alveg að verða búinn með lagið en ég þarf ykkar hjálp. Ég vil hafa stóran kórkafla í laginu, en ég hef ekki aðgang að kór akkúrat núna. Þess vegna þarf ég þig í kórinn,“ segir Daði í myndbandi sem hann birti á Twitter síðu sinni. I need your voice!I'm putting together a choir for the @Eurovision 2021 song. Here are the voices I will need:https://t.co/3kPNXWH8M8Please send your audio files to gagnamagnidchoir@gmail.comDeadline is January 11thThank you <3 pic.twitter.com/gvcNWE7xFz— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) January 4, 2021 Með myndbandinu er að finna slóð á leiðbeiningar um sönginn sem óskað er eftir, en alls vantar Daða sjö mismunandi raddir í kórinn. Þá biður hann áhugasama um að senda upptöku af sér að syngja eina rödd eða fleiri á netfangið gagnamagnidchoir@gmail.com, fyrir 11. janúar næstkomandi. Í myndbandinu er svo að finna nánari leiðbeiningar um hvernig best er að skila upptökum til Daða, en viðbúið er að honum berist margar upptökur frá aðdáendum, sem marga hverja þyrstir eflaust í að vera hluti af Eurovision-lagi Daða og Gagnamagnsins. Eurovision 2021 fer fram í Rotterdam í Hollandi, þar sem Holland bar sigur úr býtum í keppninni árið 2019. Engin eiginleg Eurovision keppni fór fram árið 2020, en sökudólgurinn í þeim efnum, líkt og svo mörgu öðru, er kórónuveirufaraldurinn sem geisað hefur um heiminn síðan snemma á síðasta ári. Eurovision Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
„Hæ, ég heiti Daði Freyr. Ég tek þátt í Eurovision 2021 ásamt Gagnamagninu. Ég er alveg að verða búinn með lagið en ég þarf ykkar hjálp. Ég vil hafa stóran kórkafla í laginu, en ég hef ekki aðgang að kór akkúrat núna. Þess vegna þarf ég þig í kórinn,“ segir Daði í myndbandi sem hann birti á Twitter síðu sinni. I need your voice!I'm putting together a choir for the @Eurovision 2021 song. Here are the voices I will need:https://t.co/3kPNXWH8M8Please send your audio files to gagnamagnidchoir@gmail.comDeadline is January 11thThank you <3 pic.twitter.com/gvcNWE7xFz— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) January 4, 2021 Með myndbandinu er að finna slóð á leiðbeiningar um sönginn sem óskað er eftir, en alls vantar Daða sjö mismunandi raddir í kórinn. Þá biður hann áhugasama um að senda upptöku af sér að syngja eina rödd eða fleiri á netfangið gagnamagnidchoir@gmail.com, fyrir 11. janúar næstkomandi. Í myndbandinu er svo að finna nánari leiðbeiningar um hvernig best er að skila upptökum til Daða, en viðbúið er að honum berist margar upptökur frá aðdáendum, sem marga hverja þyrstir eflaust í að vera hluti af Eurovision-lagi Daða og Gagnamagnsins. Eurovision 2021 fer fram í Rotterdam í Hollandi, þar sem Holland bar sigur úr býtum í keppninni árið 2019. Engin eiginleg Eurovision keppni fór fram árið 2020, en sökudólgurinn í þeim efnum, líkt og svo mörgu öðru, er kórónuveirufaraldurinn sem geisað hefur um heiminn síðan snemma á síðasta ári.
Eurovision Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira