Segir Ísland spila fallegan handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 11:31 Fabio Magalhaes á blaðamannafundi í Porto fyrir leik Íslands og Portúgals. Getty/Rita Franca Fábio Magalhaes talaði vel um íslenska handboltalandsliðið fyrir leik Portúgals og Íslands í undankeppni EM. Fábio Magalhaes er ekki bara leikmaður portúgalska landsliðsins því hann er einnig leikmaður Porto. Leikur Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2022 fer einmitt fram í Matosinhos sem er borg rétt norður af Porto. Fábio Magalhaes býst við erfiðum leik á móti góðu íslensku liði. „Við búumst við því að mæta liði með leikmenn sem þekkja íþróttina mjög vel. Þeir spila allir í góðum deildum og með góðum liðum,“ sagði Fábio Magalhaes í viðtali á heimasíðu portúgalska handboltasambandsins. „Ísland spilar fallegan handbolta og ég sjálfur er mjög hrifinn af leik íslenska landsliðsins,“ sagði Magalhaes. Qualifiers @EHFEURO 2022: Fábio Magalhães faz a antevisão da partida entre #Portugal e #Islândia ! Leia tudo aqui! 6/01 19h30 @RTP2 Matosinhos https://t.co/ix6qbilc4x via @AndebolPortugal— Federação de Andebol (@AndebolPortugal) January 4, 2021 Magalhaes er ekki sá eini í portúgalska landsliðinu sem gerir lítið úr fjarveru Arons Pálmarssonar í leiknum. „Það er ekki satt að það muni veikja íslenska liðið að spila án Arons Pálmarssonar. Við verðum að einbeita okkur að því að stoppa hina leikmennina sem hafa mikla hæfileika,“ sagði Fábio Magalhaes. Fábio Magalhaes skoraði þrjú mörk úr sex skotum þegar Ísland vann 28-25 sigur á Portúgal á EM í byrjun síðasta árs. Magalhaes gaf einnig þrjár stoðsendingar í leiknum. „Við þurfum að sýna að við séum á heimavelli og að við höfum metnað til að vinna þennan leik. Með sigri kæmum við okkur í mjög góða stöðu í riðlinum og settum pressuna á íslenska liðið,“ sagði Magalhaes sem var spurður út í leik þjóðanna á EM. „Við byrjuðum leikinn illa á móti þeim á EM. Við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn en íslenska liðið er reynslumikið og kunni að stjórna leiknum. Sá leikur er búinn að nú einbeitum við okkur af leiknum á miðvikudagskvöldið,“ sagði Magalhaes. HM 2021 í handbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Fábio Magalhaes er ekki bara leikmaður portúgalska landsliðsins því hann er einnig leikmaður Porto. Leikur Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2022 fer einmitt fram í Matosinhos sem er borg rétt norður af Porto. Fábio Magalhaes býst við erfiðum leik á móti góðu íslensku liði. „Við búumst við því að mæta liði með leikmenn sem þekkja íþróttina mjög vel. Þeir spila allir í góðum deildum og með góðum liðum,“ sagði Fábio Magalhaes í viðtali á heimasíðu portúgalska handboltasambandsins. „Ísland spilar fallegan handbolta og ég sjálfur er mjög hrifinn af leik íslenska landsliðsins,“ sagði Magalhaes. Qualifiers @EHFEURO 2022: Fábio Magalhães faz a antevisão da partida entre #Portugal e #Islândia ! Leia tudo aqui! 6/01 19h30 @RTP2 Matosinhos https://t.co/ix6qbilc4x via @AndebolPortugal— Federação de Andebol (@AndebolPortugal) January 4, 2021 Magalhaes er ekki sá eini í portúgalska landsliðinu sem gerir lítið úr fjarveru Arons Pálmarssonar í leiknum. „Það er ekki satt að það muni veikja íslenska liðið að spila án Arons Pálmarssonar. Við verðum að einbeita okkur að því að stoppa hina leikmennina sem hafa mikla hæfileika,“ sagði Fábio Magalhaes. Fábio Magalhaes skoraði þrjú mörk úr sex skotum þegar Ísland vann 28-25 sigur á Portúgal á EM í byrjun síðasta árs. Magalhaes gaf einnig þrjár stoðsendingar í leiknum. „Við þurfum að sýna að við séum á heimavelli og að við höfum metnað til að vinna þennan leik. Með sigri kæmum við okkur í mjög góða stöðu í riðlinum og settum pressuna á íslenska liðið,“ sagði Magalhaes sem var spurður út í leik þjóðanna á EM. „Við byrjuðum leikinn illa á móti þeim á EM. Við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn en íslenska liðið er reynslumikið og kunni að stjórna leiknum. Sá leikur er búinn að nú einbeitum við okkur af leiknum á miðvikudagskvöldið,“ sagði Magalhaes.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira