Amma og afi Liverpool-aðdáanda 104 milljónum króna ríkari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2021 11:52 Eiginkonan keypti miðann í Krambúðinni á Selfossi. Vísir/Egill Hjón á Selfossi sem keyptu lottómiða í Krambúðinni á Selfossi eru 104 milljónum króna ríkari. Þau unnu sexfaldan vinning í Lottóinu á öðrum degi jóla. Potturinn fór óskiptur til hjónanna. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að eiginmaðurinn hafi séð í fjölmiðlum að vinningshafinn frá öðrum degi jóla væri enn ekki búinn að gefa sig fram. Hafði hann orð á því við konu sína að það væri nú óskandi að þessi stóri vinningur færi á góðan stað. Aldrei grunaði hann að konan sín lumaði á miðanum góða í veskinu sínu. „Hjónin voru ekki almennilega búin að ná áttum með þessar gleðifréttir og má segja að þau hafi enn verið hálf skjálfandi þegar þau komu með vinningsmiðann á skrifstofu Íslenskrar getspár. Með í för var barnabarn þeirra hjóna og sögðu þau að það fyrsta sem þau ætluðu að gera væri að fara með snáðann í búð þar sem hann mætti velja sér eitthvað fallegt,“ segir í tilkynningunni. Sá stutti svaraði að bragði að hann langaði í eitthvað tengt enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Væntanlega góð sárabót fyrir þann stutta en gengi enska liðsins undanfarnar vikur hefur valdið stuðningsmönnum nokkrum vonbrigðum. Síðast tap gegn Southampton í gærkvöldi. Aðrar ráðstafanir á vinningnum voru þau ekki enn farin að huga að. „Það geta greinilega allir dottið í lukkupottinn,” er haft eftir vinningshafanum í tilkynningu. Árborg Fjárhættuspil Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að eiginmaðurinn hafi séð í fjölmiðlum að vinningshafinn frá öðrum degi jóla væri enn ekki búinn að gefa sig fram. Hafði hann orð á því við konu sína að það væri nú óskandi að þessi stóri vinningur færi á góðan stað. Aldrei grunaði hann að konan sín lumaði á miðanum góða í veskinu sínu. „Hjónin voru ekki almennilega búin að ná áttum með þessar gleðifréttir og má segja að þau hafi enn verið hálf skjálfandi þegar þau komu með vinningsmiðann á skrifstofu Íslenskrar getspár. Með í för var barnabarn þeirra hjóna og sögðu þau að það fyrsta sem þau ætluðu að gera væri að fara með snáðann í búð þar sem hann mætti velja sér eitthvað fallegt,“ segir í tilkynningunni. Sá stutti svaraði að bragði að hann langaði í eitthvað tengt enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Væntanlega góð sárabót fyrir þann stutta en gengi enska liðsins undanfarnar vikur hefur valdið stuðningsmönnum nokkrum vonbrigðum. Síðast tap gegn Southampton í gærkvöldi. Aðrar ráðstafanir á vinningnum voru þau ekki enn farin að huga að. „Það geta greinilega allir dottið í lukkupottinn,” er haft eftir vinningshafanum í tilkynningu.
Árborg Fjárhættuspil Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira