Breska afbrigðið virðist bindast frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2021 12:15 Rætt var við Magnús Gottfreðsson, yfirlækni og prófessor, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Sigurjón Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi í haust er með fleiri stökkbreytingar en búast mætti við miðað við þann tíma sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram. Þá virðast bæði smithæfni og smitstuðull afbrigðisins vera meiri en hjá öðrum stofnum veirunnar. Þetta kom fram í máli Magnúsar Gottfreðssonar, yfirlæknis á Landspítala og prófessors í smitsjúkdómum, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alls hafa sautján greinst með afbrigðið hér á landi, sextán á landamærunum og einn innanlands en það smit var nátengt landamærasmiti. Stofninn er talinn allt að sjötíu prósent meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar og hefur valdið miklum usla í Bretlandi. Magnús sagði það býsna snúið að sýna fram á það í rannsóknum að mikil fjölgun smita, til dæmis í Bretlandi, tengist nýja afbrigðinu. „Því eins og allir vita þá er útbreiðsla veirunnar mjög háð því hvernig við högum okkur, hversu mikið við erum í samneyti við annað fólk, hversu þétt við erum í hópum og hópamyndun, þannig að það er svona þessi atferlisfræðilega skýring. Auðvitað geta menn séð hópsýkingar og mikla aukningu í smitum út af því án þess að það sé einhver breyting í veirunni. En þarna hafa Bretarnir séð mikla aukningu og síðan er líka vaxandi hlutfall af þeim stofnum sem eru að greinast, það er af þessari gerð og það bendir kannski til þess að hann sé að ryðja sér frekar til rúms og sé frekari til fjörsins en aðrir veirustofnar,“ sagði Magnús. Hann sagði tölfræðilega greiningu á gögnum frá Bretlandi benda til þess að smitstuðull afbrigðisins væri hærri en í öðrum stofnum, jafnvel þegar búið væri að leiðrétta gögnin með tilliti til hópmyndana til dæmis. „Þá stendur samt eftir að þessi nýi stofn virðist eiga auðveldara með að sýkja fólk og hann er með hærri smitstuðul og smithæfnin virðist vera meiri. Þar stöndum við í dag en vitaskuld breytir það ekki neinu um virkni þeirra sóttvarnaaðgerða sem almennt eru ráðlagðar. Ef fólk fer eftir þeim og passar sig þá á þessi veira ekki að setja nein heimsmet í langstökki, hún á ekki að hoppa þrjá metra á milli fólks eða eitthvað slíkt. Ef fólk er með grímur og heldur nándarmörk og svo framvegis þá á það að duga.“ Rannsaka hvort ein tiltekin stökkbreyting hafi áhrif á smithæfnina Þá virðist þetta nýja afbrigði vera með fleiri stökkbreytingar en tíminn sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram myndi gefa til kynna. „Það er eitthvað sem hefur gerst sem leiðir til þess að þarna eru nokkuð margar stökkbreytingar samankomnar og líklega eru margar þeirra svo sem ekki afgerandi hvað varðar framvindu sjúkdómsins. En það er ein stökkbreyting sérstaklega sem er í bindisetinu við viðtakann, þegar veiran tengist við frumur í öndunarfærum og víðar í líkamanum, þá þarf hún að tengjast viðtaka og komast inn í frumuna. Þar er stökkbreyting sem menn hafa áhuga á og það er verið að rannsaka það hvort að hún hafi möguleg áhrif á smithæfni. Það virðist vera að bindisæknin, það er krafturinn sem veiran binst við þessar frumur líkamans, hann virðist vera meiri þannig að það kannski skýrir þá þetta að hún skuli eiga aðeins auðveldara með að dreifa sér,“ sagði Magnús. Aðspurður hvort fólk væri að veikjast verr af þessu afbrigði en öðrum sagði hann að svo virtist ekki vera. „Hvorki virðist dánartíðnin né veikindin sjálf vera alvarlegri. Hins vegar það sem veldur því að menn hafa mjög miklar áhyggjur og eru að grípa til aukinna ráðstafana er það að ef smithæfnin er aukin og smitstuðullinn er hærri þá þýðir það einfaldlega það að útbreiðsluhraðinn verður meiri, fleiri veikjast og þannig getur svona nýtt afbrigði skapað gríðarlega mikil vandamál fyrir heilbrigðiskerfið og sett heilbrigðiskerfið á hliðina vegna þess að það verður svo hröð fjölgun á sjúklingum.“ Hlusta má á viðtalið við Magnús í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Þetta kom fram í máli Magnúsar Gottfreðssonar, yfirlæknis á Landspítala og prófessors í smitsjúkdómum, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alls hafa sautján greinst með afbrigðið hér á landi, sextán á landamærunum og einn innanlands en það smit var nátengt landamærasmiti. Stofninn er talinn allt að sjötíu prósent meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar og hefur valdið miklum usla í Bretlandi. Magnús sagði það býsna snúið að sýna fram á það í rannsóknum að mikil fjölgun smita, til dæmis í Bretlandi, tengist nýja afbrigðinu. „Því eins og allir vita þá er útbreiðsla veirunnar mjög háð því hvernig við högum okkur, hversu mikið við erum í samneyti við annað fólk, hversu þétt við erum í hópum og hópamyndun, þannig að það er svona þessi atferlisfræðilega skýring. Auðvitað geta menn séð hópsýkingar og mikla aukningu í smitum út af því án þess að það sé einhver breyting í veirunni. En þarna hafa Bretarnir séð mikla aukningu og síðan er líka vaxandi hlutfall af þeim stofnum sem eru að greinast, það er af þessari gerð og það bendir kannski til þess að hann sé að ryðja sér frekar til rúms og sé frekari til fjörsins en aðrir veirustofnar,“ sagði Magnús. Hann sagði tölfræðilega greiningu á gögnum frá Bretlandi benda til þess að smitstuðull afbrigðisins væri hærri en í öðrum stofnum, jafnvel þegar búið væri að leiðrétta gögnin með tilliti til hópmyndana til dæmis. „Þá stendur samt eftir að þessi nýi stofn virðist eiga auðveldara með að sýkja fólk og hann er með hærri smitstuðul og smithæfnin virðist vera meiri. Þar stöndum við í dag en vitaskuld breytir það ekki neinu um virkni þeirra sóttvarnaaðgerða sem almennt eru ráðlagðar. Ef fólk fer eftir þeim og passar sig þá á þessi veira ekki að setja nein heimsmet í langstökki, hún á ekki að hoppa þrjá metra á milli fólks eða eitthvað slíkt. Ef fólk er með grímur og heldur nándarmörk og svo framvegis þá á það að duga.“ Rannsaka hvort ein tiltekin stökkbreyting hafi áhrif á smithæfnina Þá virðist þetta nýja afbrigði vera með fleiri stökkbreytingar en tíminn sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram myndi gefa til kynna. „Það er eitthvað sem hefur gerst sem leiðir til þess að þarna eru nokkuð margar stökkbreytingar samankomnar og líklega eru margar þeirra svo sem ekki afgerandi hvað varðar framvindu sjúkdómsins. En það er ein stökkbreyting sérstaklega sem er í bindisetinu við viðtakann, þegar veiran tengist við frumur í öndunarfærum og víðar í líkamanum, þá þarf hún að tengjast viðtaka og komast inn í frumuna. Þar er stökkbreyting sem menn hafa áhuga á og það er verið að rannsaka það hvort að hún hafi möguleg áhrif á smithæfni. Það virðist vera að bindisæknin, það er krafturinn sem veiran binst við þessar frumur líkamans, hann virðist vera meiri þannig að það kannski skýrir þá þetta að hún skuli eiga aðeins auðveldara með að dreifa sér,“ sagði Magnús. Aðspurður hvort fólk væri að veikjast verr af þessu afbrigði en öðrum sagði hann að svo virtist ekki vera. „Hvorki virðist dánartíðnin né veikindin sjálf vera alvarlegri. Hins vegar það sem veldur því að menn hafa mjög miklar áhyggjur og eru að grípa til aukinna ráðstafana er það að ef smithæfnin er aukin og smitstuðullinn er hærri þá þýðir það einfaldlega það að útbreiðsluhraðinn verður meiri, fleiri veikjast og þannig getur svona nýtt afbrigði skapað gríðarlega mikil vandamál fyrir heilbrigðiskerfið og sett heilbrigðiskerfið á hliðina vegna þess að það verður svo hröð fjölgun á sjúklingum.“ Hlusta má á viðtalið við Magnús í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira