Vildi óska að hún hefði ekki skrifað Brokeback Mountain Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2021 13:07 Proulx segist hafa tekið að sér að skrifa textann fyrir óperuuppsetningu verksins árið 2014 af ótta við að „einhver hálfviti“ sem vildi hamingju til handa Jack og Ennis myndi breyta endanum. Rithöfundurinn Annie Proulx segist stundum sjá eftir því að hafa skrifað Brokeback Mountain, harmþrungna ástarsögu Jack og Ennis, sem voru leiknir af Jake Gyllenhaal og Heath Ledger í samnefndri kvikmynd. „Ég vildi óska að ég hefði aldrei skrifað þessa sögu,“ segir Proulx í viðtali við Paris Review. „Áður en myndin kom út var þetta allt í lagi,“ bætir hún við en nú virðist aðdáendur eiga erfitt með að skilja að sagan sé alls ekki um Jack og Ennis. „[Sagan] fjallar um hómófóbíu; hún fjallar um samfélagslegt ástand, um ákveðinn stað og ákveðna afstöðu og siðferði,“ segir höfundurinn, sem skrifaði söguna fyrir New Yorker árið 1997. Þolir ekki áhugaspuna Annie Proulx.Wikimedia Commons/Fuzheado Proulx segist reglulega fá póst og erindi þar sem aðdáendur óska hamingjuríks endis fyrir kúrekana ólánssömu, eða að minnsta kosti fyrir Ennis eftir að Jack deyr. Þá segir hún marga hafa endurskrifað söguna með nýjum elskhugum, svo dæmi séu tekin. Þetta fer gríðarlega í taugarnar á Proulx, sem er síður en svo hrifin af svokölluðum áhugaspuna (e. fan fiction); ef aðdáendur vilji lesa um hamingjusama homma, þá ættu þeir að skálda þá sjálfir. „Það er ekki sagan sem ég skrifaði. Þetta eru ekki [þínar] persónur. Ég á þessar persónur, samkvæm lögum.“ Rithöfundurinn segir flest bréfana sem henni berast byrja á: „Ég er ekki hommi en...“ Viðtalið við Proulx fór fram á búgarði hennar í Wyoming. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum hliðin hérna lokuð er að margir karlmenn hafa ákveðið að sagan ætti að hafa farsælan endi. Þeir geta ekki unað því hvernig hún endar, þeir bara þola það ekki.“ Out greindi frá. Menning Bókmenntir Hinsegin Bíó og sjónvarp Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
„Ég vildi óska að ég hefði aldrei skrifað þessa sögu,“ segir Proulx í viðtali við Paris Review. „Áður en myndin kom út var þetta allt í lagi,“ bætir hún við en nú virðist aðdáendur eiga erfitt með að skilja að sagan sé alls ekki um Jack og Ennis. „[Sagan] fjallar um hómófóbíu; hún fjallar um samfélagslegt ástand, um ákveðinn stað og ákveðna afstöðu og siðferði,“ segir höfundurinn, sem skrifaði söguna fyrir New Yorker árið 1997. Þolir ekki áhugaspuna Annie Proulx.Wikimedia Commons/Fuzheado Proulx segist reglulega fá póst og erindi þar sem aðdáendur óska hamingjuríks endis fyrir kúrekana ólánssömu, eða að minnsta kosti fyrir Ennis eftir að Jack deyr. Þá segir hún marga hafa endurskrifað söguna með nýjum elskhugum, svo dæmi séu tekin. Þetta fer gríðarlega í taugarnar á Proulx, sem er síður en svo hrifin af svokölluðum áhugaspuna (e. fan fiction); ef aðdáendur vilji lesa um hamingjusama homma, þá ættu þeir að skálda þá sjálfir. „Það er ekki sagan sem ég skrifaði. Þetta eru ekki [þínar] persónur. Ég á þessar persónur, samkvæm lögum.“ Rithöfundurinn segir flest bréfana sem henni berast byrja á: „Ég er ekki hommi en...“ Viðtalið við Proulx fór fram á búgarði hennar í Wyoming. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum hliðin hérna lokuð er að margir karlmenn hafa ákveðið að sagan ætti að hafa farsælan endi. Þeir geta ekki unað því hvernig hún endar, þeir bara þola það ekki.“ Out greindi frá.
Menning Bókmenntir Hinsegin Bíó og sjónvarp Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira